Fréttablaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 23
3FÖSTUDAGUR 11. febrúar 2005 Allir klárir í bátana – stökkir að utan, mjúkir að innan! ar gu s 04 -0 71 3 Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ELDAR FLJÓTLEGAN MAT Á FÖSTUDEGI Kjúklingabringur sem bragð er að Frábær áhrif þessa réttar koma frá sítrónu, fennel og kapers. Þessi frískandi súrsæta bragðaflóra nær alla leið út í blóðið þar sem kapersblómknapparnir blómstra og galdra vetrardrungann burt – út í veður og vind. Setjið ólífuolíu í botninn á eldföstu fati og komið kjötinu þar fyrir. Blandið saman sýrðum rjóma og sveppaosti og smyrjið yfir kjúklingabringurnar. Merjið fennelfræin ögn með kökukefli og strá- ið þeim yfir bringurnar ásamt kapersberjum og tómötum. Flysjið börkinn af sítrónunni með ostaskera, dreifið yfir réttinn og kreistið svo safann úr sítrónunni yfir allt. Saltið og piprið. Bakið í 200 gráðu heitum ofni í ca15 mínútur. Berið réttinn fram með góðu salati og kartöflustöppu sem stöppuð er með smjörva, rifnum parmesan osti og nýmöluðum svörtum pipar. 3-4 kjúklingabringur 3 msk sýrður rjómi 2 msk sveppaostur 15 kirsuberjatómatar 1 sítróna 1 tsk fennelfræ 1 tsk kapers 2 msk ólífuolía Tagliatelle al pomodoro e basilico ANNA SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR SÖNGKONA ELDAR OFT PASTARÉTTI. HÉR ERU TVÆR UPPSKRIFTIR AÐ GÓMSÆTUM RÉTTUM. 500 g tagliatelle 4-5 hvítlauksrif 4-5 perutómatar fersk basillauf Ólífuolía (extra virgin) er sett á pönnu og hituð. Hvítlaukurinn skorinn í frekar stóra bita, settur út í olíuna og brúnaður. Þegar hann er orðinn gullinn á litinn er hann veiddur upp úr olíunni. Þá er niðurskornum tómötum blandað út í olíuna og hitinn hækkaður. Þegar tómatarnir eru orðnir að mauki og skinnið allt orðið krullað eru basillaufin rifin yfir allt og blandað saman. Mikilvægt er að sjóða ekki pastað of mikið og hella vatninu af því. Sósunni hellt yfir pastað og hrært saman. Gott er að rífa parmesan- eða granaost yfir. Spínat- og tómatsalat 500 g spínat 250 g kirsuberjatómatar ólífuolía balsamedik salt Spínatið skolað og sett í skál. Tómatar skolaðir, skornir í tvennt og bætt út í spínatið. Ólífuolíunni og balsamedikinu (frá Modena) hellt vel yfir. Ekki spara balsam- edikið. Að endingu er salti drussað yfir allt salatið í skálinni með tveimur fingrum og öllu velt upp úr vökvanum. ■ Sjálfsagt munu margir færa elskunni sinni freyðivínsflösku um helgina í tilefni Valentínusardagsins. J.P. Chenet Sparkling Medium dry er ákaflega ljúft freyðivín sem er ljóst á lit með smá gylltum tón. Blómkenndur ilmur með keim af hnetum og möndlum. Bragðmikið og mjúkt með hunangi, perum og rist- uðum möndlum. Langt, sætt og gott eftirbragð. Vín sem freyðir vel og lengi. Kjörið sem fordrykkur og i margs konar veislur, einnig tilvalið með mat. Kjörhiti 6-8˚ C. Verð í Vínbúðum 1.070 kr. J.P. CHENET: Freyðandi ást um helgina! Food & Fun hátíðin í Reykjavík er haldin fjórða árið í röð og stendur yfir dagana 16. til 20. febrúar. Hátíðin er haldin í samstarfi við Reykjavíkurborg og er á sama tíma og vetrarhátíð sem borgin stendur fyrir, en hún er liður í markaðsstarfi Icelandair, í sam- starfi við íslenskan landbúnað og Iceland Naturally. Sem fyrr koma hingað heims- þekktir kokkar og elda mat ein- göngu úr íslensku hráefni á veit- ingahúsum borgarinnar en kokk- arnir eru 12 talsins og er þeim raðað niður á veitingastaði og munu þeir elda einn fiskrétt, einn kjötrétt og eftirrétt. Réttirnir verða á matseðli veitingastað- anna í heila viku en kokkarnir verða á staðnum þá daga meðan hátíðin stendur. Hátíðinni lýkur með keppni laugardaginn 19. febrúar í Lista- safni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu þar sem kokkarnir etja saman kappi og hafa þrjár klukkustund- ir til að elda mat úr íslensku hrá- efni, en aðeins hálftíma til að kaupa inn hráefnið. Gestum og gangandi er boðið að koma og fylgjast með keppninni. ■ Matur og gleði Food & Fun hátíðin hefst í næstu viku. Food & Fun lýkur með keppni í Hafnar- húsinu í Reykjavík. ráð } Gömul egg fljóta Það er gamalt og gott húsráð að setja egg í vatnsglas ef grunur leikur á því að farið sé að slá í þau vegna aldurs. Niðurstaðan liggur strax fyrir því fersk egg sökkva til botns í glasinu en gömul egg fljóta upp. Ný egg hafa líka til að bera grófari skurn en gömul egg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.