Fréttablaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 8
HÁSKÓLANÁM Vegna aðhaldsað- gerða við Háskóla Íslands fækk- aði nemendum hans um 321 milli ára. Nemendum fækkaði um sjö árið 1996 og 445 árið 1992. Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, segir að neita hafi þurft fólki án stúdentsprófs sem sótt hafi um nám á haustönn um að- gang. Ástæðan sé að ríkið greiði ekki fyrir alla virka nemendur við skólann. Fólkið hafi fengið undanþágu í janúar og nemend- um hafi því ekki fækkað á vor- önn. Páll segir að þar sem ríkið greiði ekki með öllum nemendun- um gæti þurft að grípa til enn frekari aðgangstakmarkana: „Við höfum ekki viljað gera það. Við höfum talið eðlilegt að byrja á því að hleypa ekki þeim inn sem hafa ekki formlegan rétt til námsins.“ Mikil ásókn hefur verið í Há- skólann síðustu ár. Nemendum Háskólans hefur fjölgað um tæp- an þriðjung frá árinu 2000. Þeim fækkar nú á sama tíma og fjölgar í háskólanámi almennt um rétt tæp þrjú prósent, samkvæmt töl- um Hag- stofunnar. - gag 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 5478 5033 9046 8725 6612 Heimild: Háskóli Íslands. Tölur miðast við 20. október ár hvert.4638 1Hvaða verksmiðja í Grindavík varðeldi að bráð í fyrradag? 2Hvað hét forstjóri FBI sem njósnaðium Halldór Laxness? 3Í hvaða verslunarkeðju hefur Baugurgert tilboð? SVÖRIN ERU Á BLS. 38 VEISTU SVARIÐ? 8 11. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR Aðhaldsaðgerðir við Háskóla Íslands: Nemendum fækkaði um 321 Ránið á Bengtsson: Einn maður handtekinn SVÍÞJÓÐ Einn hefur verið handtek- inn grunaður um að eiga þátt í ráninu á sænska stórforstjóran- um Fabian Bengtsson. Að sögn sænska Aftonbladet er hinn grun- aði þekktur fyrir ofbeldisverk en lögreglan hefur neitað að upplýsa hver maðurinn er. Maðurinn var á flótta erlendis þegar hann var handtekinn, en ekki hefur þó verið upplýst hvar hann var handtekinn. Expressen segir lögreglu vita hverjir mannræningjarnir eru. Þeirra er leitað erlendis. Þá hefur Aftonbladet eftir lögreglu að sím- tal gefi til kynna að einn ræningj- anna hafi talað frönsku og annar sé frá Austur-Evrópu. - bþg Impregilo: Viðræður um kjaramál KJARAMÁL Viðræður eiga sér stað milli verkalýðshreyfingarinnar og stjórnenda Impregilo um bón- usgreiðslur til handa starfsmönn- um. Oddur Friðriksson, aðaltrún- aðarmaður á Kárahnjúkum, segir að þetta sé „í jákvæðri umræðu“ og vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti. ■ YFIR FIMM MILLJÓNIR SMITAÐRA Ný lyf gegn HIV-veirunni eru nú reynd á fólki á Indlandi. Alnæmi á Indlandi: Lyf prófuð á fólki TAÍLAND Tilraunalyf gegn HIV- veirunni sem veldur alnæmi eru nú reynd á fólki á Indlandi en Indverjar eru meðal þeirra þjóða þar sem alnæmisfaraldur- inn er hvað verstur og er talið að allt að 5,5 milljónir manna séu sýktar. Aðeins í Suður-Afríku eru fleiri íbúar smitaðir af veirunni en á Indlandi og óttast sérfræð- ingar að talan á Indlandi geti þrefaldast fyrir árið 2010. Lyfið sem um ræðir er enn á tilrauna- stigi og segja vísindamenn að líða þurfi tvö ár áður en í ljós komi hversu áhrifaríkt það er í raun gegn þessari mannskæðu veiru. ■ Kjötkveðjuhátíð: Keyrði yfir fjölda fólks ANGÓLA, AP Tuttugu manns létu líf- ið þegar bílstjóri vörubíls missti stjórn á honum og keyrði inn í þyrpingu fólks sem tók þátt í kjöt- kveðjuhátíð. Um það bil sjötíu manns til viðbótar slösuðust. Bílstjórinn missti stjórn á bíl sínum þegar hann var á leið niður hæð fyrir ofan Lubango þar sem fimmtán þúsund manns tóku þátt í kjötkveðjuhátíð í útjaðri borgar- innar. Vörubíllinn fór í gegnum tvo vegatálma lögreglu áður en hann lenti á fólkinu. Ökumaður vörubílsins lifði slysið af og tók lögregla hann höndum. ■ – kraftur til flín! á 899 kr m vsk M ANNLÍF Febrúar 2005 2. tbl. 22. árg. 899 kr. m.vsk. EINN MEÐ MÓÐURLAUSA ÞRÍBURA SVILA SLAG UR Í SAM FY LK INGU SKOÐANAKÖNN UN OG ÚTTEKT FBI GEGN LAXNESS Mannlíf birt ir skjöl se m ekki hafa birst áðu r. Þau sýna að mál Nóbelsskáldsins var á borði J. Ed gars Hoov er, for stjóra FBI. BANKASTJÓRINN M EÐ BARNSANDLITIÐ NÆRMYND AF BJARN A ÁR MANNSSYNI LEYNI SKJÖL SIGURÐUR H. GARÐ AR SSON SKIPSTJÓRI MISSTI E IG INKONU SÍNA FRÁ FIMM ÁRA B ÖRN UM VERTU UPPLÝSTUR Brýn verkefni víðar Í Árborg og á Akranesi lýsa menn stuðningi við Suðurnesjamenn hvað varðar Reykjanesbraut en benda á að víða annars staðar sé pottur brotinn. SAMGÖNGUR „Réttlætingin fyrir því að frekari tvöföldun Reykjanes- brautarinnar var ákveðin þrátt fyrir að annars staðar sé umferð meiri og þyngri er fyrst og fremst vegna öryggisþátta,“ segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. Ákveðið hefur verið að bjóða það verk út í vor meðan vegir á borð við Vesturlandsveg og Suðurlandsveg, þar sem umferð er mun þyngri og á köflum jafn hættuleg, bíða seinni tíma. Meðan margir hafa orðið til að fagna ákvörðun ráðherra eru þeir einnig til sem gagnrýna hana og benda á að svo virðist sem mikill þrýstingur frá Suðurnesjamönnum hafi vegið þungt við ákvarðanatök- una. Slíkt sé óeðlilegt þrátt fyrir að flestir geti verið sammála um að Reykjanesbrautin þurfi sannarlega öll að vera tvíbreið. Samgönguráðherra sjálfur segir að meginatriðið varðandi Reykja- nesbrautina hafi verið öryggisþátt- urinn og einnig sé mikilvægt að hafa í huga að um hana fara flestir þeir ferðamenn sem hingað til lands koma. Helgi Helgason, staðgengill Ein- ars Guðna Njálssonar, bæjarstjóra Árborgar, sem er í leyfi, segir sitt mat að forgangsröðun ráðherra sé undarleg. „Ég vil alls ekki gera lítið úr öðrum verkefnum á borð við tvö- földun Reykjanesbrautarinnar en sannleikurinn er sá að við hér í Ár- borg höfum löngum barist fyrir samgöngubótum hér á Suðurland- inu með litlum árangri og það virð- ist vera svo að þessar reglubundnu leiðir hafi minni áhrif en til að mynda sá þrýstingur sem almenn- ingur á Suðurnesjum setti á ráð- herrann vegna Reykjanesbrautar.“ Sveinn Kristinsson, forseti bæj- arstjórnar Akraness, furðar sig einnig á forgangsröðun samgöngu- ráðherra. „Ég vil óska Suðurnesja- mönnum til hamingju með þennan áfanga en á sama tíma vekja athygli á að ríkið hefur verið að veita miklu fé þangað síðustu misseri og skemmst er að minnast viðbygging- ar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem kostaði um þrjá milljarða króna. Ég dreg ekki í efa rök ráð- herrans fyrir því að velja stækkun Reykjanesbrautar fram yfir aðra kosti en eitt verður yfir alla að ganga og að mínu viti ætti ráðherr- ann að líta nær sínum heimahögum hér á Vesturlandi.“ albert@frettabladid.is M YN D A P REYKJANESBRAUTIN Útboð á frekari tvöföldun hennar fer fram strax í vor að sögn samgönguráðherra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.