Fréttablaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 49
FÖSTUDAGUR 11. febrúar 2005 Ótrúleg endurkoma Það er ekki á hverjum degi sem leik- húslistamenn fá tækifæri til að betrumbæta verk sín og sjaldgæft að leikstjórar setji upp sama verkið oftar en einu sinni á ferlinum en hér hefur undantekning verið gerð. Það hefur verið sagt erfitt að gera betur þegar gert er framhald af leikverki sem hef- ur tekist vel með og enn fremur að endurgerðir verka séu í mörgum til- fellum lélegri en frumgerðirnar. Ég sá frumútgáfu Ávaxtakörfunnar á frum- sýningu fyrir sjö árum síðan og sú sýn- ing gekk afskaplega vel og hefur lifað góðu lífi á vídeóspólu hjá mínum börnum síðan. Nú hefur verkið gengið í endurnýj- un lífdaga. Höfundurinn fær tækifæri til að umskrifa verkið, ydda það og bæta og allir aðstandendur sýningar- innar nýta sér þá möguleika sem í því felast. Hér hefur sérlega vel tekist til. Boðskapur verksins hefur aldrei verið skýrari og ég er ekki í nokkrum vafa um að Ávaxtakarfan hefur skipað sér á bekk með Dýrunum í Hálsaskógi, Kar- dimommubænum og Línu Langsokk. Kannski er sögnin í verkinu sterkari nú um stundir þar sem valdagráðugir pólitíkusar keppast um að krýna sjálfa sig kónga og skeyta lítt um vilja eða skoðanir almennings. Yfirbragð sýn- ingarinnar er létt og litríkt, stíllinn hreinn og áreynslulaus, tónlistin skemmtileg og grípandi þar sem sam- an fara sönghæfar melódíur og popp- skotnar útsetningar. Búningar eru með þeim flottari sem ég hef séð á sviði lengi og einstaklega smekkvís förðunin dregur fram persónuein- kenni hvers og eins. Leikhópurinn var mjög samstíga og þrátt fyrir að þrjár skærustu popp- stjörnur landsins tækju þátt í sýning- unni yfirskyggði það aldrei þá einingu sem hópurinn skapaði með kraftmik- illi nærveru sinni á sviðinu allan tím- ann. Allir fengu að njóta sín. Allir voru stjörnur. Lára Sveinsdótt- ir stóð sig einstaklega vel sem Maja jarðarber. Skilaði hlutverkinu af fá- dæma einlægni og er auk þess prýði- leg söngkona. Selma Björnsdóttir sýn- ir hér frábæra takta sem fyrsta flokks gamanleikkona og um sönginn hjá henni þarf ekki að fjölyrða. Hún hrein- lega brilleraði. Sveinn Geirsson fór hamförum í Guffa banana en missti sig einstaka sinnum í það að yfirmóta röddina. Jón Ingi Hákonarson vakti óskipta kátínu áhorfenda sem Græni bananinn enda þakklátt að leika þann vitgranna. Ingrid Jónsdóttir var kraft- mikil og gefandi í hlutverki Rauða epl- isins og þau Tinna Hrafnsdóttir og Valur Freyr Einarsson áttu góðan sam- leik í Podda og Pöllu peru. Þá eru ótal- in Birgitta og Jónsi sem af poppstjörn- um íslenskum skærast hafa skinið að undanförnu. Birgitta náði fínum tök- um á Geddu gulrót þar sem eðlislæg einlægni Birgittu og elskuleg fram- koma nýtast vel til að vekja samúð og samkennd með persónunni. Jónsi lék Imma ananas og gerði margt mjög vel en datt annað slagið niður í amatörisma og virtist mér sem hann hefði annað hvort ekki fengið nægilega leikstjórn eða ætti erfitt með að taka leikstjórn. Það var ekki gott að segja. En það mun vonandi rjátla af honum. Styrkur Jónsa felst fyrst og fremst í kraftmikilli söngrödd og þeirri líkamlegu orku sem hann virðist búa yfir. Ég veit að yngstu áhorfendurnir eiga eftir að elska Ávaxtakörfuna. Hún verður klassík. LEIKLIST VALGEIR SKAGFJÖRÐ Ísmedía Austurbæ Ávaxtakarfan eftir: Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur og Þorvald Bjarna Þorvaldsson Leikstjóri: Gunnar Ingi Gunnsteinsson / Danshöfundur og aðstoðarleikstjóri: Ástrós Gunnarsdóttir / Búningar: María Ólafsdóttir / Leikmynd: Hrafnhildur Stef- ánsdóttir / Leikgervi: Kristín Thors og Fríða María Harðardóttir / Lýsing: Freyr Vilhjálmsson og Gunnar I. Gunnarsson / Leikarar: Lára Sveinsdóttir, Selma Björns- dóttir, Birgitta Haukdal, Jón Jósep Snæ- björnsson, Ingrid Jónsdóttir, Tinna Hrafns- dóttir, Valur Freyr Einarsson, Sveinn Geirs- son, Jón Ingi Hákonarson KRINGLUKRÁIN UM HELGINA • Fjölbreyttur sérréttamatseðill öll kvöld vikunnar • Tilboðsmatseðill fyrir Leikhúsgesti • Hópamatseðill • Sérsalur fyrir hópa Borðapantanir í síma 568-0878 www.kringlukrain.is Lúdó og Stefán um helgina ÁVAXTAKARFAN Yngstu áhorfendurnir eiga eftir að elska Ávaxtakörfuna. Hún verður klassík.  Lúdó og Stefán rokka og tjútta eins og þeim er einum lagið á Kringlu- kránni.  Hermann Ingi jr skemmtir gestum Búálfsins í Hólagarði.  Dansleikur með hljómsveit Geir- mundar Valtýssonar í Klúbbnum við Gullinbrú.  Addi M. spilar og syngur á Catalinu.  Spilafíklarnir leika í kjallaranum á Celtic Cross en hljómsveitin Tveir snafsar leika á efri hæðinni.  Atli skemmtanalögga og Áki pain á Pravda. ■ ■ ÓPERA  20.00 Íslenska óperan frumsýnir Toscu eftir Puccini með Elínu Ósk Óskarsdóttur í titilhlutverkinu og Jó- hann Friðgeir Valdimarsson, Ólaf Kjartan Sigurðarson, Bergþór Páls- son, Snorra Wium og Davíð Ólafs- son í öðrum helstu hlutverkum. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á FÖSTUDÖGUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.