Fréttablaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 11. janúar 2005
Erum að taka upp nýja sendingu
Efni í spari- og
hvunndagsfatnað
ÚTSALA ER HAFIN Í VERSLUNINNI
SEYMU Á LAUGAVEGI 71.
Þrjátíu til fimmtíu prósenta afsláttur er
nú á efnum í versluninni Seymu. „Við
höfum vönduð og góð efni í allan fatn-
að, allt frá hversdagsfatnaði upp í sam-
kvæmisklæðnað,“
segir verslunar-
stjórinn og nefnir
meðal annars jers-
ey-efni, kjólaefni
af öllum sortum,
herrafataefni og
ullarefni. Einnig
segir hún 30% af-
slátt vera af fínum
silkiefnum þessa
dagana þótt þau
séu sum hver nýkomin. Eftirspurn eftir
efnum segir hún mikla því fólk þori að
vera klætt eins og því sýnist og það
hafi gaman af að skapa sín föt sjálft,
eða að minnsta kosti láta sauma þau
eftir sínu höfði.
Galakjólar
á afslætti
FLASH Á LAUGAVEGI ER ENN MEÐ
ÚTSÖLU Á ÝMSUM FATNAÐI.
„Við erum með gala-
kjóla á 20% afslætti
og þeir lækka al-
veg um 5.000
kall, eða úr
19.900 í
14.900,“ segir af-
greiðslukonan í
Flash á Lauga-
vegi 54 aðspurð
um helstu tilboð
hjá henni. Auk
þessara fínu árs-
hátíðakjóla
kveðst hún
selja fína
toppa á hálf-
virði enn þá.
„Svo eru
tvær slár
með fatnaði, ann-
ars vegar á 1.000 og hins vegar 1.990
og á þeim eru buxur, toppar, stuttir
kjólar og ýmislegt fleira,“ segir hún.
Ástarhelgi á Örkinni
MATSEÐILL Í ANDA MYNDARINNAR
KRYDDLEGIN HJÖRTU.
Í tilefni af Valentínusardeginum á
mánudag býður Hótel Örk upp á róm-
antískt kvöld með þriggja rétta máltíð
og gistingu í
kvöld, föstu-
dagskvöld. á
tilboðsverði,
4.900 fyrir
manninn og
innifalinn er
morgunverður af hlaðborði. Lofað er
lifandi tónlist og stuði fram eftir nóttu.
Laugardagskvöldið var í boði líka en er
upppantað. Matreiðslumennirnir
Tómas Þóroddsson og Jakob V. Arnar-
son hafa sett saman matseðil fyrir
elskendur í anda myndarinnar Krydd-
legin hjörtu, þannig að nú er tækifærið
að gera vel við elskuna sína. Pantanir
eru í síma 483 4700.
Vertu þú sjálf!
Vertu bella donna
Hlíðasmára 11, Kópavogi
sími 517 6460
www.belladonna.is
Opið mán.-föst. 11-18 • laug. 12-16
Ný sending
af nærfatnaði
fráLisca