Fréttablaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 43
FÖSTUDAGUR 11. febrúar 2005 27 MÍ í frjálsum íþróttum: Í eldlínunni í Egilshöll FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Um helgina fer Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fram í Egilshöll en að þessu sinni eru 108 keppendur skráðir til leiks frá 16 félögum og héraðssamböndum. Flestir kepp- endur koma frá FH(16), ÍR(15), Breiðablik(13) og UMSS(12) en besta frjálsíþróttafólk landsins verður í eldlínunni í Egilshöllinni, fyrir utan þá sem dvelja erlendis við nám og æfingar taka þátt í mótinu um helgina og má búast við spennandi keppni í mörgum greinum. Keppni hefst á laugardaginn kl. 10.00 og á sunnudag kl. 11.00, en síðustu greinar hefjast kl. 13.30 báða keppnisdaga. Mótið er í umsjón frjálsíþróttadeildar Ár- manns að þessu sinni en þetta verður væntanlega síðasta meist- aramótið í Egilshöllinni því næsta vetur ætti ný og glæsileg frjáls- íþróttahöll í Laugardalnum að vera komin í gagnið. ■ ÍSÍ stofnar samtök: Ólympíufarar sameinast ÓYMPÍULEIKAR Íþróttasamband Ís- lands er nú langt komið með að setja á stofn sérstök samtök ís- lenskra Ólympíufara, það er sam- tök þeirra íslenskra íþróttamanna sem hafa komið fram fyrir Ís- lands hönd á sumar- eða vetrar- ólympíuleikum. Á vef ÍSÍ kemur fram að fram- kvæmdastjórn ÍSÍ hafi falið Bene- dikt Geirssyni, formanni afreks- sviðs, að hafa frumkvæði í málinu frá og með síðasta hausti og fékk Benedikt fjóra fyrrverandi þátt- takendur ólympíuleika í lið með sér til að undirbúa stofnun slíkra samtaka. Undirbúningshópurinn hefur nú hist á nokkrum fundum og m.a. unnið að gerð laga fyrir samtökin ásamt því að undirbúa stofnfundinn sem fyrirhugaður er 10. mars næstkomandi. Stjórn þessara nýju samtaka mun jafn- framt gegna hlutverki íþrótta- mannanefndar ÍSÍ. Benedikt leit- aði til fjögurra fyrrverandi afreksíþróttamanna þjóðarinnar en í undirbúningshópnum eru ásamt Benedikt, Kristján Arason, Íris Grönfeldt, Guðmundur Gísla- son og Steinunn Sæmundsdóttir sem er sú eina í hópnum sem er tengd vetrarleikunum. ■ UNDIRBÚNINGSHÓPURINN: Benedikt Geirsson form. afrekssviðs ÍSÍ Kristján Arason fv. handknattleiksmaður Íris Grönfeldt fv. frjálsíþróttakona Guðmundur Gíslason fv. sundmaður Steinunn Sæmundsdóttir fv. skíðakona Á ÓLYMPÍULEIKUNUM Kristján Arason sést hér ásamt eiginkonu sinni Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur í Aþenu. Enn einn leikmaðurinn á leið frá liði KA í DHL-deild karla í handboltanum: Jónatan skoðar aðstæður hjá Ossweil HANDBOLTI KA-maðurinn Jónatan Magnússon heldur til Þýskalands um páskana þar sem hann mun skoða aðstæður hjá þýska 2. deild- arfélaginu TSG Ossweil. KA lék æfingaleik gegn þessu liði fyrir tímabilið og frammistaða Jón- atans í þeim leik vakti áhuga Þjóð- verjanna að því er fram kemur á heimasíðu KA. Ossweil komst í umspil um sæti í 1. deildinni á síðasta tíma- bili en tapaði þeirri rimmu. Verr hefur gengið hjá liðinu í vetur en það er sem stendur í tólfta sæti af átján liðum þegar fimmtán um- ferðir eru búnar. Skal því engan undra að félagið sé að leita að liðs- styrk. Jónatan hefur stefnt að því leynt og ljóst síðustu misseri að komast í atvinnumennsku og litlu munaði að hann semdi við sænskt félag síðasta sumar en það datt upp fyrir á elleftu stundu. -hbg Á LEIÐ TIL ÞÝSKALANDS KA-maðurinn Jónatan Magnússon mun eyða páskunum hjá þýska félaginu TSG Ossweil. Fréttablaðið/Vilhelm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.