Fréttablaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 6
6 11. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR LÖGREGLUFRÉTTIR Gæsluvarðhald yfir brasilískri konu, sem reyndi að smygla 850 grömmum af kóka- íni og um tvö þúsund skömmt- um af LSD, var nú í vik- unni framlengt til 22. mars. Konan, sem er 26 ára, kom til landsins rétt fyrir jól og við tollleit fannst kókaínið í pakkningum sem huldu nánast læri henn- ar. Efnunum var það vel komið fyrir að vart mátti greina pakkningarnar þó kon- an hafi verið í frekar þröngum buxum. Við nánari athugun kom í ljós að hún var með mikinn fjölda smárra taflna falinn í leggöngun- um. Við efnagreiningu reyndust töflurnar vera LSD. Konan kom til landsins 21. desember og hefur setið í gæsluvarðhaldi síð- an. Líkur eru taldar á að konan sé burðardýr en eng- inn annar hefur verið hand- tekinn vegna málsins. Oft reynist erfitt að hafa upp á eig- endum fíkniefnanna vegna þag- mælsku burðardýranna og skorts á sönnunargögnum. Við lok rannsóknar á málinu verður það sent Ríkissaksóknara, sem kemur til með að gefa út ákæru á hendur konunni. - hrs Karl prins og Camilla Parker-Bowles ganga í hjónaband: Giftist Karli en verður ekki drottning KÓNGAFÓLK Áralöngum vangavelt- um um framtíð Karls prins og Camillu Parker-Bowles var svar- að í gær þegar Karl sendi frá sér yfirlýsingu um að þau ætli að ganga í hjónaband 8. apríl. Þau verða gefin saman við borgara- lega athöfn en verða að henni lok- inni viðstödd bænastund í Kapellu heilags Georgs. Camilla tekur titilinn hennar konunglega hátign hertogaynjan af Cornwall þegar hún og Karl giftast. Hún verður þó ekki drottning þegar hann verður kon- ungur heldur verður hún prinsessa. Samband Karls og Camillu á sér langa sögu. Þau kynntust árið 1970, felldu hugi saman en fóru svo hvort sína leið. Þau endurnýj- uðu ástarsamband sitt nokkrum árum eftir að Karl kvæntist Díönu prinsessu og hafa búið saman síð- ustu ár. Breskur almenningur brást illa við sambandi þeirra og varð Camilla ósjaldan fyrir að- kasti á götum úti. Elísabet drottning lagði bless- un sína yfir fyrirhugað brúðkaup Karls og Camillu og lýsti ánægju sinni með það í yfirlýsingu. Sama gerði Tony Blair forsætisráð- herra. ■ Uppgreiðslurnar námu milljarði Uppgreiðslur lána hjá Byggðastofnun námu tæpum 1.100 milljónum króna frá 1. september 2004 fram til dagsins í dag. Það er um 8-9 prósent af heildar- útlánum. Uppgreiðslurnar hafa dregist umtalsvert saman upp á síðkastið. SAUÐÁRKRÓKUR Uppgreiðslur lána hjá Byggðastofnun námu tæpum 1.100 milljónum króna frá 1. sept- ember 2004 fram til dagsins í dag. Það er um 8-9 prósent af heildar- útlánum. Uppgreiðslurnar hafa dregist umtalsvert saman upp á síðkastið en Aðalsteinn Þorsteins- son, forstjóri Byggðastofnunar, vill ekki nefna neina tölu. Segir starfsfólkið bara merkja það í sín- um daglegu störfum. Uppgreiðslurnar voru sérstak- lega miklar í september og októ- ber á síðasta ári en það tímabil var „mjög bratt“ þegar bankarnir fóru inn á fasteignalánamarkað- inn og lækkuðu vexti. „Okkur fannst svolítið skrítið að það skyldi koma heilmikil skriða því að við erum ekki í íbúðalánunum en það segir okkur bara að það er eitthvað að smitast þarna á milli. Menn voru að nýta þá fjármuni í ýmsa hluti, það er alveg ljóst,“ segir Aðalsteinn. Fjármál Byggðastofnunar hafa talsvert verið til umræðu en Her- dís Á. Sæmundardóttir, stjórnar- formaður Byggðastofnunar, lagði fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórninni verði falið að veita stofnuninni einn milljarð króna. Aðalsteinn segir að ekki megi verða mikið framhald á upp- greiðslunum. „Ég vil meina að það hafi dregið verulega úr þessari þróun og ákveðið jafnvægi sé komið á. Ég myndi ekki vilja sjá uppgreiðslurnar verða mikið fleiri.“ Byggðastofnun hefur takmark- að svigrúm til að bregðast við þró- uninni en lækkaði þó vexti 1. des- ember. Aðalsteinn segir að við það hafi heldur dregið úr þróuninni. Þá segir hann að verði breytingar á gengi krónunnar til lækkunar síðar á árinu eins og sumar grein- ingardeildir bankanna gera ráð fyrir þá geti það haft breytingar í för með sér. Vextir á langtímalán- um og framkvæmdalánum eigi tæplega eftir að hækka aftur. „Þessi staða leiðir til þess að við hér í Byggðastofnun þurfum að setjast niður og meta stöðuna,“ segir hann. „Menn þurfa að velta fyrir sér hver er tilgangurinn með starfseminni og í hvaða búningi hún þarf að vera til að geta starf- að.“ ghs@frettabladid.is Reykjanesbær: Atlantsolía fær lóð LÓÐAMÁL Samþykkt var að Atlants- olía skyldi fá úthlutað lóð við Hólagötu í Njarðvík á fundi um- hverfis- og skipulagsráðs Reykja- nesbæjar á miðvikudag. Hugi Hreiðarson, talsmaður Atlantsolíu, segist gleðjast yfir þessari ákvörðun og hún marki tímamót fyrir fyrirtækið, sem færir nú kvíarnar út fyrir höfuð- borgarsvæðið. Fram kemur í fundargerð ráðsins að engar at- hugasemdir hafi verið gerðar í grenndarkynningu sem hefðu áhrif á erindið og var það því sam- þykkt. - bs SKAR HÖFUÐLEÐRIÐ AF Kona skar höfuðleðrið af sextán ára stúlku í Idaho þar sem henni þótti hegðun stúlkunnar niðrandi fyrir konur. Höfuðleðrið fannst en ekki tókst að festa það á höfuð stúlkunnar og var húð af læri hennar grædd á höfuðið í staðinn. Saddam Hussein: Réttað á næsta ári ÍRAK Ekki verður réttað í máli Saddams Hussein fyrr en á næsta ári að sögn bandaríska dagblaðs- ins The New York Times. Áður verður réttað yfir nokkrum s a m v e r k a - mönnum hans og hefjast fyrstu réttar- höldin í vor. Farið verð- ur fram á d a u ð a r e f s - ingu yfir þeim sem fundnir verða sekir um verstu glæpi Íraks- stjórnar. Meðal þeirra fyrstu sem verða dregnir fyrir rétt er Ali Hassan al-Majid, frændi Saddams sem er betur þekktur sem Efna- vopna-Ali. Hann er maðurinn sem stýrði efnavopnaárásum á íraska Kúrda á seinni hluta níunda ára- tugar síðustu aldar. ■ Skotinn til bana: Gíslataka í grunnskóla SUÐUR-AFRÍKA, AP Vopnaður maður sem tók tíu ára nemanda við grunn- skóla í Höfðaborg í gíslingu og skaut og særði kennara var skotinn til bana af lögreglu. Gíslatökumaðurinn hafði verið á ferli við skólann frá því snemma um morguninn áður en hann lét til skarar skríða. Þegar hann var spurður út í veru sína sagðist hann vera að bíða eftir einum kennar- anna. Seinna tók hann nemanda í gíslingu og skaut kennara. Kennar- inn særðist og var fluttur á sjúkra- hús en var ekki í lífshættu. ■ ■ BANDARÍKIN ■ SLYSAVARNIR Ertu sátt(ur) við að Selma Björnsdóttir verði fulltrúi Ís- lands í Eurovision? SPURNING DAGSINS Í DAG: Eiga þingmenn að fá að klæð- ast alþýðlegri fatnaði á þingi?? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 37% 63% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN Reyndi að smygla kókaíni og LSD: Gæsluvarðhaldið enn framlengt KÓKAÍN OG LSD Brasilíska konan reyndi að smygla töluverðu magni af eiturlyfjum til landsins. AÐALSTEINN ÞORSTEINSSON Forstjóri Byggðastofnunar segir að í Byggðastofnun þurfi menn að setjast niður og meta stöðuna. „Menn þurfa að velta fyrir sér hver er tilgangurinn með starfseminni og í hvaða búningi hún þarf að vera til að geta starfað.“ Íslendingur á þrítugsaldri: Áfram í haldi GÆSLUVARÐHALD Íslendingi á þrí- tugsaldri var gert í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að sæta gæslu- varðhaldi í þrjár vikur til viðbótar, en hann var handtekinn fyrir þátt- töku í fíkniefnasmygli í lok janúar. Vegna sama máls situr þýskur maður í gæsluvarðhaldi en hann var tekinn með fjögur kíló af am- fetamíni á Keflavíkurflugvelli þann 26. janúar síðastliðinn. Íslendingurinn var handtekinn eftir að hafa gert tilraun til að taka við fíkniefnunum. Hann lagði á flótta undan lögreglunni en náðist á hlaupum í Vesturbænum. Gæslu- varðhald yfir Þjóðverjanum renn- ur út eftir tæpa viku. - hrs KARL OG CAMILLA Samband Karls og Camillu á sér langa sögu. Þau kynntust fyrst árið 1970. NÝTT BJÖRGUNARSKIP Nýtt björgunarskip Slysavarnafélags- ins Landsbjargar er væntanlegt til Hornafjarðar í vor. Skipið er af ARUN-gerð, smíðað 1985 en endurbyggt 2002. Tvær 485 hest- afla aðalvélar eru í skipinu og ganghraði þess er 17 sjómílur en sex manns verða í áhöfn. Kostn- aður við skipið og búnaðinn um borð er um 20 milljónir króna. FYRRVERANDI EIN- RÆÐISHERRA Saddam var hand- samaður í desember 2003.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.