Fréttablaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 2
2 11. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR Tveir Palestínumenn fallnir og tvær árásir gerðar á landnemabyggðir: Vopnahlé ótryggt vegna átaka MIÐ-AUSTURLÖND, AP Vopnahléið sem Ísraelar og Palestínumenn lýstu yfir á þriðjudag er ótryggt eftir að tveir Palestínumenn féllu fyrir hendi ísraelskra her- manna og palestínskir víga- menn skutu úr sprengjuvörpum á byggð ísraelskra landtöku- manna á Gaza. Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, fyrirskipaði öryggissveitum í gær að koma í veg fyrir frekari árásir á Ísraela. Þannig vildi hann reyna að viðhalda vopna- hléinu. Ísraelar hafa sett það skilyrði fyrir frekari framþróun í friðarátt að Palestínumenn ráðist ekki á Ísraela. Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, lýsti því yfir í við- tali við ísraelska blaðið Haaretz að hann væri reiðubúinn að sleppa lausum Palestínumönn- um sem gert hefðu árásir á Ísra- ela. Þetta er stefnubreyting af hans hálfu því áður hafði hann sagt að slíkt kæmi ekki til greina. Með þessu kemur hann til móts við kröfur Palestínu- manna. Hamas-liðar skutu 56 sprengjum og eldflaugum að tveimur landnemabyggðum Ísraela á Gaza án þess að nokk- ur særðist og sögðu það hefnd- arráðstöfun fyrir tvo Palestínu- menn sem Ísraelar felldu. Annars vegar var Hamas-liði skotinn þar sem hann var með sprengiefni og hins vegar óbreyttur borgari þegar hann ók í gegnum vegatálma Ísraela. ■ FJÖLMIÐLAR Ný útvarpsstöð, Tal- stöðin, hefur útsendingar í dag. Útvarpsstöðin sendir út á tíðin- inni FM 90,9. Illugi Jökulsson útvarpsstjóri segir útvarpsstöðina fyrst og fremst snúast um talað mál. Þó verði lag og lag í góðu lagi. „Við ætlum að reyna að höfða til allra sem hafa áhuga á að hlusta á skikkanlega djúpa um- ræðu um lífið í landinu, samfélag- ið sem við lifum í, umhverfið og umheiminn,“ segir Illugi. Útsending hefst í morgunsárið, fimm mínútur yfir sjö. Fréttir verða stundarfjórðungslega frá þeim tíma til níu á morgnana. Fastir dagskrárgerðarmenn stöðvarinnar eru sjö en fjöldi manna verður með þætti á stöð- inni. Sjálfur ætlar Illugi að stjórna þættinum Á kassanum mínútu fyrir sex síðdegis: „Þar verður farið í gegnum það sem hefur verið að gerast á stöðinni hjá okkur.“ Illugi stjórnar einnig nær tutt- ugu ára gömlum þætti sínum, Frjálsar hendur, sem áður var á dagskrá RÚV á sunnudagskvöld- um. Talstöðin er í eigu 365 – ljós- vakamiðla. - gag Trúverðugleiki dreginn í efa Trúverðugleiki ríkisstjórnarinnar var dreginn í efa á Alþingi í gær. Stjórnarandstað- an hélt því fram að forsætisráðherra hefði staðfest í viðtali á Stöð 2 að þrýstingur frá Bandaríkjamönnum hefði leitt til ákvörðunarinnar um stuðning við innrásina í Írak. ALÞINGI „Við erum að tala um trú- verðugleika ríkisstjórnarinnar og hvort hæstvirtur forsætisráð- herra Íslands fari með rétt mál,“ sagði Ögmundur Jónasson, þing- maður Vinstri grænna, í umræðu um Íraksmálið á Alþingi í gær. Tilefnið var viðtal við Halldór Ás- grímsson forsætisráðherra sem sýnt var á Stöð 2 kvöldið áður, er rætt var um aðdraganda ákvörð- unar forsætisráðherra og utanrík- isráðherra um stuðning Íslands við innrásina í Írak í mars 2003. Össur Skarphéðinsson, formað- ur Samfylkingarinnar, benti á að í viðtalinu hefði Halldór staðfest að það hefði verið þrýstingur Banda- ríkjamanna sem leiddi til þessarar ákvörðunar. „Það kom líka fram að varnarhagsmunir hefðu blandast inn í. Forsætisráðherra afsakaði þetta með því að segja að ef beiðni frá 60 ára vinaþjóð hefði verið hafnað hefði orðið veruleg stefnu- breyting í öryggis- og varnarmál- um okkar. Það er rangt. Þarna var um ólögmætt innrásarstríð að ræða eins og Kofi Annan, ritari Sameinuðu þjóðanna, hefur manna best rökstutt. Það sem felur í sér stefnubreytingu er það að Ísland skuli styðja einhliða innrásarstríð, sem er ólögmætt, og það er líka stefnubreyting að ákvörðunin skuli hafa verið tekin án lögskipaðs sam- ráðs við utanríkismálanefnd,“ sagði Össur. Halldór sagði að Össur færi með rangt mál. „Ég sagði í þessu viðtali að það væru engin bein tengsl. Ef það kemur honum á óvart að það sé náið samstarf í varnarmálum milli Bandaríkj- anna og Íslands þá er ég furðu lostinn yfir því,“ sagði Halldór. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, benti á að ekki væri stafkrókur bókaður um málið í Stjórnarráði Íslands. „Það eru engin skrifleg gögn til. Það var aldrei tekin nein formleg ákvörðun á fundi,“ sagði hann. Össur spurði að því hvers vegna ákvörðunin hefði ekki verið rædd í ríkisstjórn. „Getur skýr- ingin verið sú að innan ríkis- stjórnarinnar hafi verið menn sem hafi verið andstæðir þessu, eins og hæstvirtur landbúnaðar- ráðherra Guðni Ágústsson? Hver er skýringin á því að það var ekki lagt í að ræða þetta í þingflokkn- um? Getur hún verið sú að það hafi verið fimm þingmenn Fram- sóknarflokksins sem ekki hafi verið sammála þessu? Er skýring- in sú að hæstvirt ríkisstjórn hafði ekki þingmeirihluta fyrir þessu?“ sagði Össur. sda@frettabladid.is Donald Rumsfeld: Sætir ekki rannsókn ÞÝSKALAND, AP Þýskir saksóknarar hyggjast ekki hefja rannsókn á því hvort Donald Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, sé ábyrgur vegna fangapyntinga í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak. Bandarískir lögmenn kærðu Rumsfeld í Þýskalandi þar sem þeir töldu löggjöfina gefa kost á að láta hann svara til saka. Samkvæmt þýskum lögum er hægt að ákæra menn fyrir stríðsglæpi og mann- réttindabrot óháð því hvers lenskir þeir eru og hvar brotin eru framin. Þýski ríkissaksóknarinn segir hins vegar réttast að málið verði tekið fyrir í Bandaríkjunum eða fyrir alþjóðlegum dómstól. ■ PÁFA ÓSKAÐ BATA Fólk tók sér stöðu fyrir framan sjúkrastofu páfa í fyrrinótt og óskaði honum góðs bata. Jóhannes Páll II: Páfi heim af spítala ÍTALÍA, AP Læknar á Gemelli-sjúkra- húsinu í Róm útskrifuðu Jóhannes Pál II páfa í gær af sjúkrahúsinu. Þar hafði hann dvalið í tíu daga eftir að hann var fluttur á sjúkrahús vegna þess að hann var með flensu og átti erfitt með andardrátt. Joaquin Navarro-Valls, talsmað- ur páfa, sagði að páfi hefði náð sér af öndunarerfiðleikum og að heilsu hans almennt hefði farið fram. Hann sagði páfa hafa gengist undir margvíslegar rannsóknir og að þær hefðu leitt í ljós að hann þjáðist ekki af neinum nýjum sjúkdómum. ■ SPURNING DAGSINS Hjörleifur, á ég ekki bara að lána þér 1.500 kall og málið er dautt? Það er gott að eiga góða að. Ég þakka rosalega gott boð en réttlætiskennd mín leyfir mér ekki að taka lánið. Því miður. Hjörleifur Hallgríms, ritstjóri Vikudags á Akureyri, hefur stefnt Bifreiðasjóði Akureyrar vegna 1.500 króna sektar. Engir stöðumælar eða merki sem bönnuðu bifreiðastöðu hafi verið við kantstein gegnt Landsbanka Íslands á Akureyri. 29.956,-* Subaru Legacy Wagon sjálfskiptur 2.590.000 2.790.000Ver› á›ur Ver› nú 200.000 HALLDÓR ÁSGRÍMSSON FORSÆTISRÁÐHERRA Á ALÞINGI Í GÆR Hart var deilt á forsætisráðherra á Alþingi í gær í kjölfar viðtals við hann sem sýnt var á Stöð 2 kvöldið áður. Stjórnarandstaðan hélt því fram að þar hefði hann sagt að hagsmun- ir Íslendinga vegna varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hefðu spilað inn í ákvörðunina um stuðning við Bandaríkin vegna innrásarinnar í Írak. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI STAÐIÐ YFIR ELDFLAUG Palestínumenn skutu 20 heima- smíðuðum eldflaugum að land- nemabyggðinni í Neva Dekalim, þessi sprakk ekki. Frjósöm móðir: Tvö börn á 59 dögum RÚMENÍA Rúmensk kona eignaðist syni með tveggja mánaða millibili. Konan er með tvö leg og þó ein af hverjum 50 þúsund konum sé talin vera með tvö leg telja læknar þetta vera í fyrsta skipti sem kona verður ófrísk að tveimur börnum, sitt í hvoru leginu, samtímis. Að sögn breska blaðsins The Independent átti Maria Tescu son- inn Valentin fyrir tveimur mánuð- um og soninn Catalin 59 dögum síð- ar. Barneignirnar eru ekki síst merkilegar fyrir þær sakir að lækn- ar sögðu henni fyrir átta árum að hún gæti ekki eignast börn. ■ Loðnan: Komin að Ingólfshöfða LOÐNUVEIÐAR Loðnan hefur síðustu daga verið á hraðri vesturleið og er nú komin að Ingólfshöfða. Veiðarn- ar hafa gengið fremur erfiðlega síð- ustu daga vegna þess hversu dreifð loðnan hefur verið en sjómenn binda vonir við að hún fari að þétta sig. Flest loðnuskipin eru komin með grunnar loðnunætur enda loðn- an að ganga á grunnslóð. - kk Næsti Harry Potter: Selst mikið í forsölu BRETLAND, AP Þrátt fyrir að enn séu fimm mánuðir þar til sjötta bókin um Harry Potter kemur út hafa meira en hundrað þúsund manns pantað eintak af henni hjá Bret- landsdeild netbókaverslunarinnar Amazon. Tilkynnt var um útgáfudag bók- arinnar 22. desember síðastliðinn og fór hún þegar í efsta sæti sölu- listans. Hún er gefin út með einni kápu fyrir börn og annarri fyrir fullorðna, en barnabókin hefur haldið fyrsta sætinu frá fyrsta degi og fullorðinsútgáfan ekki farið neð- ar en í fimmta sæti. Síðasta bók seldist í 420 þúsund eintökum áður en hún kom út. ■ STARFSMENN TALSTÖÐVARINNAR Útvarpsstjóri segir nokkurra vikna undir- búning hugsanlega ekki þykja mikið er- lendis en þau séu tilbúin í slaginn. Hér má sjá nokkra dagskrárgerðarmenn stöðvar- innar: Helga Vala Helgadóttir, Ragnheiður Gyða Jónsdóttir, Oddur Ástráðsson og Hall- grímur Thorsteinsson. Talstöðin: Ný útvarpsstöð í loftið FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E . Ó L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.