Fréttablaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 42
26 11. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR Við óskum... ... Heiðari Helgusyni, framherja Watford og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, til hamingju með að vera valinn besti leikmaður janúarmánaðar í ensku 1. deildinni af stuðningsmönnum ensku liðanna. sport@frettabladid.is LEIKIR GÆRDAGSINS HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 8 9 10 11 12 13 14 Föstudagur FEBRÚAR Við hrósum... ... Grindvíkingnum Guðlaugi Eyjólfssyni fyrir að þora að segja sína skoðun á endalausum straumi erlendra leikmanna í körfuna. Hann er hættur vegna fjölda útlendinga hjá liðinu. KÖRFUBOLTI Haukar tóku á móti ÍR í Intersportdeildinni í körfu- knattleik á Ásvöllum í gær- kvöld. Gestirnir sáu aldrei til sólar í leiknum og voru kjöl- dregnir af spræku liði heima- manna. Lokatölur voru 107-73. Haukarnir voru mjög einbeittir frá fyrstu mínútu og ekki að sjá að hér væri á ferðinni lið í neðri hluta deildarinnar. Sævar Ingi Haraldsson og nýr erlendur leikmaður Hauka, Demetric Shaw, fóru á kostum í fyrsta leikhluta. Staðan eftir fjórð- unginn var 30-11 og ljóst hvert stefndi. ÍR-ingar náðu sér aðeins á strik í öðrum leikhluta og tókst að minnka muninn í 12 stig en þá skiptu Haukarnir í pressuvörn og náðu þægilegu forskoti á ný með þá Shaw og Michael Manc- iel í broddi fylkingar. Shaw skoraði 18 stig í fyrri hálfleik. Það sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik og liðsmenn ÍR voru einfaldlega slegnir allrækilega út af laginu og náðu sér aldrei almennilega á strik eftir að Haukarnir höfðu valtað yfir þá með öflugri pressuvörn. Sævar Ingi skoraði 15 stig, var með 12 stoðsendingar og sjö stolna bolta. Shaw og Manciel skoruðu hver um sig 29 stig en Theo Dixon var atkvæðamestur ÍR-inga með 19 stig en tapaði boltanum 8 sinnum og átti, rétt eins og samherjar sínir, ekki góðan dag. ■ ÍR-ingar kjöldregnir Haukar og ÍR áttust við í Intersportdeildinni í körfuknattleik á Ásvöllum í gærkvöld. Sterk pressuvörn heimamanna tryggði þeim örugga forystu sem þeir létu aldrei af hendi.■ ■ LEIKIR  19.00 HK/Víkingur og KR mætast í Egilshöllinni á Reykjavíkurmóti kvenna í fótbolta.  20.00 Huginn og Hvöt mætast í Boganum á Powerade-mótinu í fótbolta.  21.00 Fylkir og Fjölnir mætast í Egilshöllinni á Reykjavíkurmóti kvenna í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  17.45 Olíssport á Sýn. Endurtekinn þáttur frá því í gærkvöld þar sem farið er yfir allt það helsta í íþrótta- heiminum.  18.00 Upphitun á Skjá einum. Hitað upp fyrir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  19.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn. Allt það hesta í íþróttaheiminum í máli og myndum.  19.30 Motorworld á Sýn. Allt um akstursíþróttaheiminn í þætti sem enginn akstursáhugamaður ætti að láta fram hjá sér fara.  20.00 World Supercross á Sýn.  23.15 Enski boltinn á Sýn. Útsending frá leik úr þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta.  01.00 NBA-boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Cleveland Cavaliers og Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta. Intersportdeildin í körfu KEFLAVÍK–KR 88–79 Stig Keflavíkur: Nick Bradford 25 (19 frák.), Magnús Þór Gunnarsson 22 (11 í 4. leikhluta.), Anthony Glover 21 (15 frák.), Jón Nordal Hafsteinsson 8 (7 frák., 5 stoðs.), Arnar Freyr Jónsson 6, Gunnar Einarsson 4, Sverrir Sverrisson 2. Stig KR: Aaron Harper 26 (11 frák., 5 stoðs., 5 stolnir.), Cameron Echols 12 (11 frák. á 20 mínútum), Jón Ólafur Jónsson 10, Láru Jónsson 8 (8 stoðs.), Brynjar Þór Björnsson 6, Steinar Kaldal 6, Ólafur Ægisson 5, Níels Dungal 4, Tómas Hermannsson 2 (5 frák. á 9 mínútum). *Brynjar Þór var rekinn út úr húsi fyrir óíþróttamannslega framkomu. KFÍ–SNÆFELL frestað TINDASTÓLL–GRINDAVÍK 101–102 Stig Tindastóls: Brian Thompson 26 (9 frák., 6 stoln.), Bethuel Fletcher 19 (11 stoðs.), Svavar Birgisson 19 (6 frák.). Stig Grindavíkur: Darrell Lewis 34, Terrel Taylor 24 (15 frák.), Páll Axel Vilbergsson 19. HAUKAR–ÍR 107–73 Stig Hauka: Demetric Shaw 29 (13 frák., 5 stoðs.), Michael Manciel 29, Sævar Ingi Haraldsson 15 (12 stoðs., 7 stolnir.), Kristinn Jónasson 15, Stig ÍR: Theo Dixon 19 (6 frák., 8 tapaðir.), Grant Davis 14 (8 frák.), Fannar Helgason 8. STAÐAN KEFLAVÍK 17 14 3 1556–1344 28 FJÖLNIR 17 12 5 1607–1541 24 NJARÐVÍK 17 12 5 1531–1350 24 SNÆFELL 16 12 4 1403–1296 24 SKALLAGR. 17 9 8 1414–1394 18 ÍR 17 9 8 1535–1536 18 GRINDAVÍK 17 8 9 1558–1585 16 KR 17 8 9 1515–1476 16 HAM./SELF. 17 6 11 1527–1585 12 HAUKAR 17 6 11 1463–1478 12 TINDAST. 17 4 13 1428–1613 8 KFÍ 16 1 15 1332–1685 2 KÖRFUBOLTI Fjölnismenn sætta sig ekki við neitt annað en að Laugar- dalshöllin verði full út úr dyrum á úrslitaleiknum í Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar sem fram fer næsta sunnudag en þetta er fyrsti úr- slitaleikurinn í sögu félagsins. „Við erum með hátt í 20 þúsund manna hverfi í í kringum Fjölni og vitum að í hverfinu er mikill íþróttaáhugi og treystum á að Gravarvogsbúar láti ekki sitt eftir liggja,“ segir Jón Oddur Davíðs- son formaður Körfuknattleiks- deildar Fjölnis. „Svo treystum við á að allir körfuknattleiksáhugamenn á höf- uðborgarsvæðinu styðji okkur gegn Suðurnesjarisanum. Þetta ætti að geta orðið frábær leikur, Suðurnes gegn Reykjavík,“ bætir Jón Oddur við en Fjölnismenn ætla að láta sína stuðningsmenn vera vel sjáanlega í Höllinni. „Þetta er stærsti einstaki leik- ur tímabilsins í körfuboltanum og það er algjört ævintýri að vera allt í einu komnir í þennan leik sem alla dreymir um að fá að spila einhvern tímann á ferlinum. Það verður mikið um dýrðir í Höllinni og mikið fjör. Við ætlum að gefa boli þeim 300 sem mæta fyrstir, við verðum með trommur og fleira og þetta verður örugglega svakalega skemmtilegt hvernig sem leikurinn fer en við ætlum samt að vinna,“ segir Jón Oddur að lokum. ■ Bikarúrslitaleikur milli Fjölnis og Njarðvíkur: Fjölnismenn ætla sér að fylla Höllina FYRSTU 300 FÁ FRÍA FJÖLNISBOLI Jón Oddur Davíðsson, formaður Körfuknattleiks- deildar Fjölnis, með bol eins og þeir 300 fyrstu fá gefins þegar þeir mæta í Höllina á sunnudaginn. BARIST UM BOLTANN UNDIR KÖRFUNNI ÍR-ingar sóttu ekki gull í greipar Hauka á Ásvöllum í gær og máttu þola stórt tap, 107-73. Hinn nýi leikmaður Hauka, Demetric Shaw sem er fremstur á myndinni, skoraði 29 stig í sínum fyrsta leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.