Fréttablaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 20
Bílabreytingar Aðalfundur Heklu er í næstu viku. Fyrir fundinn er gert ráð fyrir að búið verði að ganga frá því að hópur fjárfesta, með Tryggva Jónsson forstjóra í far- arbroddi, verði búinn að ganga frá kaupum á hlut Straums í fyrirtækinu. Samningar munu ganga ágætlega. Tryggvi hefur fengið til liðs við sig Egil Ágústsson hjá Íslensk- ameríska, Frosta Bergsson, fyrrverandi stjórnarformann Opinna kerfa, og Hjör- leif Jakobsson, forstjóra Essó. Margir sem til þekkja telja að þar sem Hjörleifur fer sé Ólafur Ólafsson, stjórn- arformaður Kers og Samskipa, ekki langt undan. Bílasala er sveiflu- kennd viðskipti, en í þeim geira líta menn björtum augum til ársins í ár. Hins vegar telja menn að nýta þurfi kaupgleðina nú vel, þar sem hratt geti dregið saman í bílasölu þegar gengi krónunnar lækkar og íslenskur almenningur fer að horfa til þess að greiða nýfengnar og kærkomnar skuldir sínar. Tal, borg og skip Margir klóra sér í hausnum þessa dagana yfir því að Burðarásmenn stukku ekki á tilboð Flugleiða um kaup á Eimskipafélaginu. Baldur Guðnason hefur verið á fullu í að skera niður kostnað og eru efasemdarmenn á því að hann kunni í sparnaðaraðgerðum að hafa kastað út einhverj- um börnum með baðvatninu. Baldur er tiltektar- maður og slíkir ætla sér sjaldnast að vera lengi á sama stað. Menn velta því fyrir sér hver kunni að koma í hans stað. Nafn Þór- ólfs Árnasonar skaut upp kollinum eftir að til hans sást í heimsókn hjá Eimskipafélagsmönnum. Kenning- in er sú að Baldur verði stjórnar- formaður en Þórólfur setjist í forstjórastólinn. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.875 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 415 Velta: 3.235 milljónir +0,40% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Samherji og Tryggingamið- stöðin gáfu frá sér afkomuviðvar- anir í gær. Frystihúsið sem brann í Grindavík var í eigu Samherja og tryggt hjá Tryggingamiðstöðinni. Bréf í Samherja lækkuðu mest allra bréfa í Kauphöllinni í gær. Lækkunin nam 1,75 prósentum. Hagnaður Vinnslustöðvarinn- ar í fyrra nam 537,5 milljónum króna samanborið við 249,3 árið áður. FTSE í Lundúnum hækkaði um 0,18 prósent í gær. Í Þýskalandi lækkaði Dax um 0,19 prósent en í Japan hækkaði Nikkei um 0,70 prósent. 20 11. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR Baugur tekur við völdum í Big Food Group í dag. Þar með hefst vinna við að skipta upp félögun- um innan samstæðunnar og endurskipuleggja rekstur Ice- land-keðjunnar. Þar er mikið verk óunnið. Baugur lætur ekki þar við sitja. Félagið hefur gert tilboð í verslunarkeðjuna Somerfield, sem rekur á þrettánda hundrað verslana undir merkjum Somerfield og Kwik Save. Kwik Save eru lágvöruverslanir líkt og Iceland-búðirnar en Iceland er þekktast fyrir frosin mat- væli. Heildarumfang kaupanna á Somerfield er samkvæmt til- boðinu um 140 milljarðar króna með skuldum, sem er meira en umfang kaupanna á Big Food. Markaðsvirði Somerfield er samkvæmt tilboði um 119 millj- arðar, en markaðsvirði Big Food var um 40 milljarðar. Somer- field er skuldléttara félag, reksturinn gengið betur og fé- lagið er ríkt af fasteignum. Mat sérfræðinga er að kaupin á Somerfield séu því betri og áhættuminni en á Big Food. Kaupin á Big Food voru afar flókin og miklum mun flóknari en kaup á Somerfield. Sömu að- ilar standa að kaupunum á Somerfield og á Big Food og því líklegt að menn sjái fyrir sér samlegð af rekstri þessara fyrirtækja. Kaup hvors um sig eru þó talin geta staðið ágæt- lega undir sér. Með kaupunum er Baugur kominn með tvö fyrirtæki á lág- vörumarkaði í Bretlandi. Hlut- deild lágvöruverslunar í heild- armatvöruverslun í Bretlandi er talsvert lægri en á Íslandi og í til að mynda Þýskalandi og Frakklandi. Tækifæri til vaxtar gætu því reynst töluverð. Annað sem vert er að hafa í huga þegar horft er til fjárfest- ingar Baugs í lágvörubúðunum er að eitt af því sem takmarkar innkomu lágvöruverslana í Bretlandi er að erfitt er að koma sér fyrir á góðum stöðum með margar verslanir á einu bretti. Húsnæði er einfaldlega ekki á lausu. Keðjur eins og Ald- ers þyrftu því að kosta miklu til að koma sér vel fyrir á mark- aðnum. Þar gæti legið útgöngu- leið fyrir íslensku fjárfestana í framtíðinni. Töluverðar líkur eru taldar á því að stjórn Somerfield taki til- boði Baugs. Núverandi stjórn- endum og eigendum félagsins hefur tekist að beina rekstrinum á réttar brautir. Þeir hætta því á toppnum. Tilboðið er að því leyti vel tímasett, auk þess sem það er mun hærra en fyrri tilboð í félag- ið sem hefur verið hafnað. Þótt yfirtökuboðið sé á frumstigi má telja meiri líkur en minni á því að tilboðinu verði tekið. haflidi@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 42,40 +0,95% ... Atorka 6,40 – ... Bakkavör 27,70 +1,47% ... Burðarás 13,75 +2,23% ... Flugleiðir 14,35 -0,35% ... Íslandsbanki 12,40 -0,80% ... KB banki 531,00 +0,57% ... Kögun 47,50 +0,85% ... Landsbankinn 14,55 +0,34% ... Marel 54,10 +0,37% ... Medcare 6,30 +3,96% ... Og fjarskipti 3,88 +1,57% ... Sam- herji 11,25 -1,75% ... Straumur 10,10 -0,98% ... Össur 85,00 - Somerfield á stórinnkaupalistann Baugur tekur við stjórnartaumum Big Food Group í dag. Baugsmenn sitja ekki auðum höndum og ráðast þegar í stað á enn stærra fjárfestingarverkefni en Big Food. Austurbakki 5,71% Medcare 3,96% SH 2,84% Samherji -1,75% Straumur -0,98% Íslandsbanki -0,80% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is b a k k a v o r . c o m BAKKAVÖR GROUP HF. 2005 A›alfundur Bakkavör Group hf. ver›ur haldinn föstudaginn 25. febrúar 2005, kl. 17 í fijó›minjasafni Íslands, Su›urgötu 41, 101 Reykjavík. Eftirtalin mál eru á dagskrá fundarins: 1. Sk‡rsla stjórnar um starfsemi á sí›astli›nu ári. 2. Ársreikningur fyrir li›i› starfsár, ásamt sk‡rslu endursko›anda lag›ur fram til samflykktar. 3. Breytingar á samflykktum. 4. Ákvör›un um rá›stöfun hagna›ar á reikningsárinu. 5. Ákvör›un um stjórnarlaun. 6. Kosning stjórnar. 7. Kosning endursko›anda. 8. Heimild til kaupa á eigin hlutum. 9. Önnur mál. Fundarstörf fara fram á ensku. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt sk‡rslu stjórnar og endursko›anda munu liggja frammi á skrifstofu félagsins a› Su›urlandsbraut 4, 108 Reykjavík, viku fyrir a›alfundinn. Atkvæ›ase›lar og önnur fundargögn ver›a afhent vi› innganginn vi› upphaf fundarins. Stjórn Bakkavör Group hf. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K AR L PE TE R SS O N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.