Fréttablaðið - 11.02.2005, Qupperneq 20
Bílabreytingar
Aðalfundur Heklu er í næstu viku. Fyrir fundinn er
gert ráð fyrir að búið verði að ganga frá því að
hópur fjárfesta, með Tryggva Jónsson forstjóra í far-
arbroddi, verði búinn að ganga frá kaupum á hlut
Straums í fyrirtækinu. Samningar munu
ganga ágætlega. Tryggvi hefur fengið til
liðs við sig Egil Ágústsson hjá Íslensk-
ameríska, Frosta Bergsson, fyrrverandi
stjórnarformann Opinna kerfa, og Hjör-
leif Jakobsson, forstjóra Essó.
Margir sem til þekkja telja að þar sem
Hjörleifur fer sé Ólafur Ólafsson, stjórn-
arformaður Kers og Samskipa, ekki
langt undan. Bílasala er sveiflu-
kennd viðskipti, en í þeim
geira líta menn björtum
augum til ársins í ár. Hins
vegar telja menn að nýta
þurfi kaupgleðina nú vel,
þar sem hratt geti dregið
saman í bílasölu þegar gengi krónunnar lækkar og
íslenskur almenningur fer að horfa til þess að
greiða nýfengnar og kærkomnar skuldir sínar.
Tal, borg og skip
Margir klóra sér í hausnum þessa dagana yfir því
að Burðarásmenn stukku ekki á tilboð Flugleiða
um kaup á Eimskipafélaginu. Baldur Guðnason
hefur verið á fullu í að skera niður kostnað og
eru efasemdarmenn á því að hann kunni í
sparnaðaraðgerðum að hafa kastað út einhverj-
um börnum með baðvatninu. Baldur er tiltektar-
maður og slíkir ætla sér sjaldnast að vera lengi á
sama stað. Menn velta því fyrir sér hver
kunni að koma í hans stað. Nafn Þór-
ólfs Árnasonar skaut upp kollinum
eftir að til hans sást í heimsókn hjá
Eimskipafélagsmönnum. Kenning-
in er sú að Baldur verði stjórnar-
formaður en Þórólfur setjist í
forstjórastólinn.
MESTA HÆKKUN
ICEX-15 3.875
KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ]
Fjöldi viðskipta: 415
Velta: 3.235 milljónir
+0,40%
MESTA LÆKKUN
MARKAÐSFRÉTTIR...
Samherji og Tryggingamið-
stöðin gáfu frá sér afkomuviðvar-
anir í gær. Frystihúsið sem brann í
Grindavík var í eigu Samherja og
tryggt hjá Tryggingamiðstöðinni.
Bréf í Samherja lækkuðu mest
allra bréfa í Kauphöllinni í gær.
Lækkunin nam 1,75 prósentum.
Hagnaður Vinnslustöðvarinn-
ar í fyrra nam 537,5 milljónum
króna samanborið við 249,3 árið
áður.
FTSE í Lundúnum hækkaði um
0,18 prósent í gær. Í Þýskalandi
lækkaði Dax um 0,19 prósent en
í Japan hækkaði Nikkei um 0,70
prósent.
20 11. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR
Baugur tekur við völdum í Big
Food Group í dag. Þar með hefst
vinna við að skipta upp félögun-
um innan samstæðunnar og
endurskipuleggja rekstur Ice-
land-keðjunnar. Þar er mikið
verk óunnið.
Baugur lætur ekki þar við
sitja. Félagið hefur gert tilboð í
verslunarkeðjuna Somerfield,
sem rekur á þrettánda hundrað
verslana undir merkjum
Somerfield og Kwik Save. Kwik
Save eru lágvöruverslanir líkt
og Iceland-búðirnar en Iceland
er þekktast fyrir frosin mat-
væli.
Heildarumfang kaupanna á
Somerfield er samkvæmt til-
boðinu um 140 milljarðar króna
með skuldum, sem er meira en
umfang kaupanna á Big Food.
Markaðsvirði Somerfield er
samkvæmt tilboði um 119 millj-
arðar, en markaðsvirði Big Food
var um 40 milljarðar. Somer-
field er skuldléttara félag,
reksturinn gengið betur og fé-
lagið er ríkt af fasteignum. Mat
sérfræðinga er að kaupin á
Somerfield séu því betri og
áhættuminni en á Big Food.
Kaupin á Big Food voru afar
flókin og miklum mun flóknari
en kaup á Somerfield. Sömu að-
ilar standa að kaupunum á
Somerfield og á Big Food og því
líklegt að menn sjái fyrir sér
samlegð af rekstri þessara
fyrirtækja. Kaup hvors um sig
eru þó talin geta staðið ágæt-
lega undir sér.
Með kaupunum er Baugur
kominn með tvö fyrirtæki á lág-
vörumarkaði í Bretlandi. Hlut-
deild lágvöruverslunar í heild-
armatvöruverslun í Bretlandi
er talsvert lægri en á Íslandi og
í til að mynda Þýskalandi og
Frakklandi. Tækifæri til vaxtar
gætu því reynst töluverð.
Annað sem vert er að hafa í
huga þegar horft er til fjárfest-
ingar Baugs í lágvörubúðunum
er að eitt af því sem takmarkar
innkomu lágvöruverslana í
Bretlandi er að erfitt er að
koma sér fyrir á góðum stöðum
með margar verslanir á einu
bretti. Húsnæði er einfaldlega
ekki á lausu. Keðjur eins og Ald-
ers þyrftu því að kosta miklu til
að koma sér vel fyrir á mark-
aðnum. Þar gæti legið útgöngu-
leið fyrir íslensku fjárfestana í
framtíðinni.
Töluverðar líkur eru taldar á
því að stjórn Somerfield taki til-
boði Baugs. Núverandi stjórn-
endum og eigendum félagsins
hefur tekist að beina rekstrinum
á réttar brautir. Þeir hætta því á
toppnum. Tilboðið er að því leyti
vel tímasett, auk þess sem það er
mun hærra en fyrri tilboð í félag-
ið sem hefur verið hafnað. Þótt
yfirtökuboðið sé á frumstigi má
telja meiri líkur en minni á því að
tilboðinu verði tekið.
haflidi@frettabladid.is
vidskipti@frettabladid.is
Peningaskápurinn…
Actavis 42,40 +0,95% ... Atorka 6,40
– ... Bakkavör 27,70 +1,47% ... Burðarás 13,75 +2,23% ... Flugleiðir
14,35 -0,35% ... Íslandsbanki 12,40 -0,80% ... KB banki 531,00 +0,57%
... Kögun 47,50 +0,85% ... Landsbankinn 14,55 +0,34% ... Marel 54,10
+0,37% ... Medcare 6,30 +3,96% ... Og fjarskipti 3,88 +1,57% ... Sam-
herji 11,25 -1,75% ... Straumur 10,10 -0,98% ... Össur 85,00 -
Somerfield á stórinnkaupalistann
Baugur tekur við stjórnartaumum Big Food Group í dag. Baugsmenn sitja ekki auðum höndum
og ráðast þegar í stað á enn stærra fjárfestingarverkefni en Big Food.
Austurbakki 5,71%
Medcare 3,96%
SH 2,84%
Samherji -1,75%
Straumur -0,98%
Íslandsbanki -0,80%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
nánar á visir.is
b a k k a v o r . c o m
BAKKAVÖR GROUP HF. 2005
A›alfundur Bakkavör Group hf. ver›ur haldinn
föstudaginn 25. febrúar 2005, kl. 17 í fijó›minjasafni Íslands,
Su›urgötu 41, 101 Reykjavík.
Eftirtalin mál eru á dagskrá fundarins:
1. Sk‡rsla stjórnar um starfsemi á sí›astli›nu ári.
2. Ársreikningur fyrir li›i› starfsár, ásamt sk‡rslu endursko›anda
lag›ur fram til samflykktar.
3. Breytingar á samflykktum.
4. Ákvör›un um rá›stöfun hagna›ar á reikningsárinu.
5. Ákvör›un um stjórnarlaun.
6. Kosning stjórnar.
7. Kosning endursko›anda.
8. Heimild til kaupa á eigin hlutum.
9. Önnur mál.
Fundarstörf fara fram á ensku.
Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt
sk‡rslu stjórnar og endursko›anda munu liggja frammi á skrifstofu
félagsins a› Su›urlandsbraut 4, 108 Reykjavík, viku fyrir
a›alfundinn.
Atkvæ›ase›lar og önnur fundargögn ver›a afhent vi› innganginn
vi› upphaf fundarins.
Stjórn Bakkavör Group hf.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/K
AR
L
PE
TE
R
SS
O
N