Fréttablaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 38
ANDLÁT Bolli Ágústsson lést á hjúkrunarheimil- inu Ási, Hveragerði, mánudaginn 24. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Signý Sveinsdóttir, Laugarásvegi 7, Reykjavík, lést laugardaginn 29. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Jóhanna Þorgilsdóttir, Sóltúni 2, lést sunnudaginn 30. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Guðmundur Ármann Böðvarsson, vél- stjóri, Vallargötu 14, Vestmannaeyjum, lést laugardaginn 5. febrúar. Guðrún Sigríður Jónsdóttir, hjúkrunar- heimilinu Eir, áður Hlaðhömrum, Mos- fellsbæ, lést sunnudaginn 6. febrúar. Kristbjörg Guðmundsdóttir, Búlandi 8, Djúpavogi, lést sunnudaginn 6. febrúar. Magnea Dagmar Tómasdóttir, Engi- hjalla 19, Kópavogi, lést sunnudaginn 6. febrúar. Ólafía Gyða Oddsdóttir, Stóragerði 21, Reykjavík, lést sunnudaginn 6. febrúar. Páll Pálsson, frá Smiðsgerði, Gilstúni 16, Sauðárkróki, lést sunnudaginn 6. febrúar. Baldur Sigurðsson, frá Lundarbrekku, Hrafnagilsstræti 24, Akureyri, lést mánu- daginn 7. febrúar. Jón Guðjónsson, frá Vestri-Dysjum, Garðabæ, lést á dvalarheimilinu Fells- enda, mánudaginn 7. febrúar. Rósey S. Helgadóttir, Dalbraut 14, Reykjavík, lést mánudaginn 7. febrúar. Auður Kristinsdóttir, Brautarholti, Kjalarnesi, lést þriðjudaginn 8. febrúar. Álfhildur Kristjánsdóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 8. febrúar. Helga Ruth Magnúsdóttir Wynveen, Baldwin, Wisconsin, Bandaríkjunum, lést þriðjudaginn 8. febrúar. Útförin fer fram í Baldwin í dag. Ingibjörg Hjörleifsdóttir, Holtsgötu 10, Njarðvík, lést þriðjudaginn 8. febrúar. Sigurgeir Hannesson, bóndi, Stekkjar- dal, lést þriðjudaginn 8. febrúar. Sigurlína Dagný Sigurjónsdóttir (Lóa), Gránufélagsgötu 41, Akureyri, lést þriðjudaginn 8. febrúar. Arnór Þorkelsson, frá Arnórsstöðum, Skipa- sundi 87, lést miðvikudaginn 9. febrúar. JARÐARFARIR 11.00 Svanborg Tryggvadóttir, Aðal- stræti 8, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju. 13.00 Gíslína Lára Kristjánsdóttir, Sól- vangi, Hafnarfirði, verður jarð- sungin frá Fossvogskapellu. 13.00 Halldór Marías Ólafsson, múr- arameistari, Brekkugötu 12, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Seljakirkju. 13.00 Margrét Ingimundardóttir , Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Skeiðarvogi 131, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaða- kirkju. 13.00 María Brynjólfsdóttir, tónskáld, dvalarheimilinu Droplaugarstöð- um, verður jarðsungin frá Lága- fellskirkju í Mosfellsbæ. 13.00 Ólafur J. Ólafsson, löggiltur endurskoðandi, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju. 13.00 Valgerður Þórðardóttir, Funa- lind 13, Kópavogi, verður jarð- sungin frá Kópavogskirkju. 13.00 Vilhjálmur S. Heiðdal, Drop- laugarstöðum, verður jarðsung- inn frá Neskirkju. 14.00 Birgir Viktor Hannesson, Bjark- argrund 24, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju. 14.00 Júlíana Jónsdóttir (Lúlla í bókabúðinni), Garðvangi, Garði, áður Aðalgötu 5, Keflavík, verð- ur jarðsungin frá Keflavíkur- kirkju. 14.00 Þóra Tómasdóttir, frá Reykja- bakka, Hrunamannahreppi, verður jarðsungin frá Hruna- kirkju. 15.00 Hörður Runólfsson, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Hraunbæ 103, verður jarðsunginn frá Grafar- vogskirkju. 15.00 Steinunn Guðmundsdóttir , fv. prentsmiðjustjóri, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju. 15.00 Una Magnúsdóttir, Heiðarbæ 7, Reykjavík, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju. Í dag er haldinn í fyrsta sinn hér á landi 112 dagurinn, en hann á sér hefð í nokkrum löndum Evrópu. „Þetta er náttúrlega samræmt Evr- ópskt neyðarnúmer og menn hafa í nokkur ár haldið upp á þennan dag og þaðan kemur hugmyndin,“ segir Garðar H. Guðjónsson verkefnis- stjóri 112 dagsins. „Við notum tæki- færið til að benda á þetta víðtæka net hjálpar- og viðbragðsaðila sem almenningur getur náð til í gegnum þetta samræmda númer. Þetta eru aðilar sem bæði eru tilbúnir að bregðast við, en sinna einnig marg- víslegu forvarnarstarfi,“ bætti hann við og nefndi hluti á borð við skyndihjálparkennslu, eldvarnir, slysavarnir, forvarnir lögreglu og fleira. „Þannig að í þetta fyrsta sinn sem haldið er upp á daginn verður þetta á almennum nótum og vakin athygli á mikilvægi starfseminnar og fólki kynnt neyðarnúmerið og hvað á bak við það stendur.“ Garðar sagðist vonast til að fólki þætti dag- skráin forvitnileg, en megintil- gangurinn væri fræðsla, bæði um þá þjónustu sem fólki stendur til boða hjá Neyðarlínunni og eins um hvernig eigi að bera sig að þegar þjónustan væri notuð. „Síðan er meiningin að þessi dagur vinni sér sess og verði árviss viðburður 11. febrúar héðan í frá.“ Milli klukkan tvö og sex verður viðamikil dagskrá í Smáralind, ann- ars vegar í göngugötunni og hins vegar á bílaplaninu að norðan- verðu, við Smárabíó. Meðal annars sýnir þyrla Landhelgisgæslunnar björgun og viðamikil tækjasýning verður á búnaði slökkviliðs, lög- reglu, björgunarsveita og Land- helgisgæslu. Þá sýna sjúkraflutn- ingamenn búnað og fram fer sýni- kennsla í skyndihjálp og margt fleira, auk þess sem val Rauða kross Íslands á skyndihjálpar- manni ársins 2004 verður kynnt klukkan tvö. Til viðbótar við uppá- komurnar í Smáralind verða stöðv- ar lögreglu og slökkviliðs opnar víða um land. ■ 22 11. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR THOMAS ALVA EDISON (1847-1931) fæddist þennan dag. TÍMAMÓT: 112 DAGURINN Í FYRSTA SINN Björgunarsýning og fleira „Ég er stoltur af því að hafa aldrei fundið upp drápstól.“ Edison lýsti upp líf nútímamannsins með því að finna upp og mark- aðssetja ljósaperuna. Hann var sjálfur skráður fyrir yfir þúsund einkaleyfum, en uppfinningarnar voru oft betrumbættar útgáfur eldri einkaleyfa búnar til af starfsmönnum hans. Edison mátti þola töluverða gagnrýni fyrir að deila ekki heiðrinum af uppfinningunum. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Kári Jónasson ritstjóri er 65 ára í dag. Geir Magnússon, fv. forstjóri Olíufélagsins, er 63 ára í dag. Valur Valsson, fv. bankastjóri, er 61 árs í dag. Bragi Líndal Ólafsson fóðurfræðingur er sextugur í dag. Þennan dag árið 1945 lauk Jalta- ráðstefnunni sem staðið hafði frá 4. september, en mikil leynd hvíldi yfir fundinum og fundar- staðnum. Fimmtudaginn 8. sept- ember 1945 greindi Morgunblað- ið frá fundinum í aðalfrétt á for- síðu með fyrirsögninni: „Hinir „þrír stóru“ eru á fundi einhvers staðar við Svartahaf.“ Undir sam- komulagið skrifuðu Franklin Roosevelt Bandaríkjaforseti, Win- ston Churchill forsætisráðherra Breta og Jósef Stalín leiðtogi Sov- étríkjanna, en með samkomulag- inu var sagt að stórveldin hefðu komið sér saman um hvernig skipta bæri heiminum eftir áhrifa- svæðum landanna. Megintilgang- urinn var engu að síður að ákveða hvernig standa ætti að endurreisn þjóðanna sem Þjóð- verjar höfðu lagt undir sig í heimsstyrjöldinni auk skipulagn- ingar hersetunnar í Þýskalandi. Leiðtogarnir þrír komu sér saman um að skipta Þýskalandi í svæði sem hver þjóðanna þriggja stjórn- aði. Pólland fékk sjálfstæði og Júgóslavía eigin ríkisstjórn. Sovét- ríkin staðfestu fyrirætlanir sínar um að segja Japan stríð á hendur gegn því að halda áhrifum á ákveðnum svæðum. Meðal skil- yrða var að óbreytt ástand héldist í Ytri-Mongólíu, endurheimta yfirráð yfir suðurhluta Sjakalín og aðliggj- andi eyja, Kúríleyjar átti að af- henda Rússum og fleiri atriði sem sneru að samstarfi Sovétríkjanna og Kína. Bandaríkin og Bretland féllust líka á að styðja Úkraínu og Hvíta-Rússland sem aðskilin ríki innan Sameinuðu þjóðanna. 11. FEBRÚAR 1945 Churchill, Roosevelt og Stalín eftir undirritun Jalta-samkomulagsins. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1254 Breska þingið kemur sam- an í fyrsta sinn. 1531 Henry VIII er viðurkenndur sem höfuð kirkjunnar í Englandi. 1906 Hið íslenska bókbindara- félag stofnað í Reykjavík. 1929 Ítalía skrifar undir Lateran- sáttmálann, með honum er stofnuð sjálfstæð Vatík- an-borg. 1911 Kvennaskólinn á Blönduósi brennur til kaldra kola. 1971 63 þjóðir undirrita með við- höfn í Washington, London og Moskvu, samkomulag um bann við kjarnorku- vopnum á sjávarbotni. 1975 Margrét Thatcher verður fyrsta konan til að leiða Breska íhaldsflokkinn. 1990 Mannréttindabaráttumað- urinn Nelson Mandela er látinn laus eftir 27 ára fangelsisvist í Suður-Afríku. Stórveldi samþykkja heimsskipan Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is MOSAIK af legsteinum gegn staðgreiðslu í janúar og febrúar Sendum myndalista 15% afsláttur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Sigríður Gísladóttir Safamýri 48, lést aðfaranótt 5. febrúar í Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 16. febrúar kl. 13. Unnar Þór Sigurleifsson, Margrét Sigurleifsdóttir, Elías Hartmann Hreinsson, Elísa Sirrý Elíasdóttir. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Brynheiðar Ketilsdóttur frá Ketilsstöðum, Mýrdal, Austurgerði 1, Vestmannaeyjum. Hjartans þakkir til alls starfsfólks við Heilbrigðisstofnum Vestmannaeyja fyrir einstaklega góða umönnun liðinna nær 10 ára. Alúðar þakkir til allra annarra er aðstoðað hafa okkur. Guð blessi ykkur öll. Arnfrið Heiðar Björnsson, Guðlaugur Grétar Björnsson og aðrir ástvinir. 90 ára Þann 13. febrúar næstkomandi verður níræð Gróa Helga Kristjánsdóttir, Hólmi Austur-Landeyjum Afmæli Af því tilefni ætla ég og fjölskylda mín að taka á móti gestum í Félagsheimilinu Goðalandi Fljótshlíð frá kl: 14. Gjafir vinsamlegast afþakkaðar. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 FÆDDUST ÞENNAN DAG 1917 Sidney Sheldon, rithöfundur. 1920 Farouk I, síðasti konungur Egypta. 1921 Eva Gabor, leikkona. 1936 Burt Reynolds, leikari. 1937 Tina Louise, leik- kona. 1941 Sergio Mendes, tónskáld. 1962 Sheryl Crow, söngkona. 1969 Jennifer Aniston, leikkona. 1979 Brandy, söng- og leikkona. 1980 Matthew Lawrence, leikari. 1980 Natasha Bobo, leikkona. 1997 Michael Jackson yngri, sonur poppgoðsins. OPIÐ HÚS Á 112 DAGINN: Björgunarmiðstöðin Skógarhlíð kl. 14-18 Lögreglan í Reykjavík, Hverfisgötu kl. 14-16 Slökkvistöðin á Sauðárkróki kl. 14-18 Slökkvistöðin á Ísafirði kl. 14-18 Slökkvistöðin á Akureyri kl. 14-18 Slökkvistöðin í Keflavík kl. 14-18 Lögreglan á Akureyri kl. 14-18 Lögreglan í Vestmannaeyjum kl. 14-17 Lögreglan á Sauðárkróki kl. 14-18 Lögreglan á Blönduósi kl. 14-16 Lögreglan og fleiri á Húsavík kl. 13-18 ÞYRLA LANDHELGISGÆSLUNNAR Með símtali í 112 er unnt að virkja á augabragði lögreglu, slökkvilið, almannavarnir, Landhelgisgæslu, sjúkraflutningamenn, lækna, hjálpar- lið sjálfboðaliða og barnaverndarnefndir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.