Fréttablaðið - 11.02.2005, Side 43

Fréttablaðið - 11.02.2005, Side 43
FÖSTUDAGUR 11. febrúar 2005 27 MÍ í frjálsum íþróttum: Í eldlínunni í Egilshöll FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Um helgina fer Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fram í Egilshöll en að þessu sinni eru 108 keppendur skráðir til leiks frá 16 félögum og héraðssamböndum. Flestir kepp- endur koma frá FH(16), ÍR(15), Breiðablik(13) og UMSS(12) en besta frjálsíþróttafólk landsins verður í eldlínunni í Egilshöllinni, fyrir utan þá sem dvelja erlendis við nám og æfingar taka þátt í mótinu um helgina og má búast við spennandi keppni í mörgum greinum. Keppni hefst á laugardaginn kl. 10.00 og á sunnudag kl. 11.00, en síðustu greinar hefjast kl. 13.30 báða keppnisdaga. Mótið er í umsjón frjálsíþróttadeildar Ár- manns að þessu sinni en þetta verður væntanlega síðasta meist- aramótið í Egilshöllinni því næsta vetur ætti ný og glæsileg frjáls- íþróttahöll í Laugardalnum að vera komin í gagnið. ■ ÍSÍ stofnar samtök: Ólympíufarar sameinast ÓYMPÍULEIKAR Íþróttasamband Ís- lands er nú langt komið með að setja á stofn sérstök samtök ís- lenskra Ólympíufara, það er sam- tök þeirra íslenskra íþróttamanna sem hafa komið fram fyrir Ís- lands hönd á sumar- eða vetrar- ólympíuleikum. Á vef ÍSÍ kemur fram að fram- kvæmdastjórn ÍSÍ hafi falið Bene- dikt Geirssyni, formanni afreks- sviðs, að hafa frumkvæði í málinu frá og með síðasta hausti og fékk Benedikt fjóra fyrrverandi þátt- takendur ólympíuleika í lið með sér til að undirbúa stofnun slíkra samtaka. Undirbúningshópurinn hefur nú hist á nokkrum fundum og m.a. unnið að gerð laga fyrir samtökin ásamt því að undirbúa stofnfundinn sem fyrirhugaður er 10. mars næstkomandi. Stjórn þessara nýju samtaka mun jafn- framt gegna hlutverki íþrótta- mannanefndar ÍSÍ. Benedikt leit- aði til fjögurra fyrrverandi afreksíþróttamanna þjóðarinnar en í undirbúningshópnum eru ásamt Benedikt, Kristján Arason, Íris Grönfeldt, Guðmundur Gísla- son og Steinunn Sæmundsdóttir sem er sú eina í hópnum sem er tengd vetrarleikunum. ■ UNDIRBÚNINGSHÓPURINN: Benedikt Geirsson form. afrekssviðs ÍSÍ Kristján Arason fv. handknattleiksmaður Íris Grönfeldt fv. frjálsíþróttakona Guðmundur Gíslason fv. sundmaður Steinunn Sæmundsdóttir fv. skíðakona Á ÓLYMPÍULEIKUNUM Kristján Arason sést hér ásamt eiginkonu sinni Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur í Aþenu. Enn einn leikmaðurinn á leið frá liði KA í DHL-deild karla í handboltanum: Jónatan skoðar aðstæður hjá Ossweil HANDBOLTI KA-maðurinn Jónatan Magnússon heldur til Þýskalands um páskana þar sem hann mun skoða aðstæður hjá þýska 2. deild- arfélaginu TSG Ossweil. KA lék æfingaleik gegn þessu liði fyrir tímabilið og frammistaða Jón- atans í þeim leik vakti áhuga Þjóð- verjanna að því er fram kemur á heimasíðu KA. Ossweil komst í umspil um sæti í 1. deildinni á síðasta tíma- bili en tapaði þeirri rimmu. Verr hefur gengið hjá liðinu í vetur en það er sem stendur í tólfta sæti af átján liðum þegar fimmtán um- ferðir eru búnar. Skal því engan undra að félagið sé að leita að liðs- styrk. Jónatan hefur stefnt að því leynt og ljóst síðustu misseri að komast í atvinnumennsku og litlu munaði að hann semdi við sænskt félag síðasta sumar en það datt upp fyrir á elleftu stundu. -hbg Á LEIÐ TIL ÞÝSKALANDS KA-maðurinn Jónatan Magnússon mun eyða páskunum hjá þýska félaginu TSG Ossweil. Fréttablaðið/Vilhelm

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.