Fréttablaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 6
6 20. febrúar 2005 SUNNUDAGUR
Sýkingavarnardeild Landspítala – háskólasjúkrahúss:
Níu mosa-tilfelli það sem af er árinu
HEILBRIGÐISMÁL Mosa-sýkingar-
bakteríur hafa fundist í níu
manns hér frá áramótum, að
sögn Ólafs Guðlaugssonar yfir-
læknis sýkingavarnadeildar á
Landspítala – háskólasjúkra-
húsi. Af þeim var einungis einn
með sýkingu en hinir eru „ber-
ar“, sem svo er kallað, og
kenndu sér því einskis meins.
„Allir þessir höfðu einhver
tengsl við útlönd og margir
höfðu legið þar á sjúkrahúsum,“
sagði Ólafur.
Hann sagði að munur á sýk-
ingarstigi og berastigi væri
skýr. Á fyrra stiginu fengi fólk
sýkingareinkenni, en á hinu síð-
ara bæru menn bakteríuna utan
á sér og fengju engin einkenni.
Berastigið væri miklu algeng-
ara.
„Þegar fólk kemur frá útlönd-
um, hvort um er að ræða sjúkl-
inga eða starfsfólk, athugum við
hvort það sé það sem kallað er
„berar“. Þetta hefur gert okkur
kleift að halda bakteríunni al-
gerlega frá sjúkrahúsinu,
þannig að hún er ekki til staðar
hér í neinu formi undir venju-
legum kringumstæðum. Þegar
fólk kemur frá útlöndum setjum
við það í einangrun og tökum
strok sem sett er í ræktun. Við
reynum að hafa aðstandendur
þess líka í einangrun. Ef bakter-
ían finnst er oftast farið í að
uppræta hana.“
Ólafur sagði að til þessa væri
ekki vitað um eitt einasta tilfelli
sem sýkst hefði inni á Land-
spítalanum sjálfum á þessu ári.
- jss
Lyfjastofnun Evrópu um COX-2 lyfjaflokkinn:
Aðgerðir vegna gigtarlyfja
LYFJAMÁL Lyfjastofnun Evrópu hef-
ur tilkynnt aðgerðir vegna COX-2
lyfjaflokksins, sem fela í sér við-
varanir til lækna um ávísun lyfj-
anna. Þessar aðgerðir eiga einnig
við á Íslandi.
Sérfræðinganefnd Lyfjastofn-
unar Evrópu hefur farið yfir tiltæk
gögn og komist að þeirri niður-
stöðu að aukin hætta á hjarta- og
æðaáföllum fylgir notkun allra lyf-
ja af flokki COX-2. Samkvæmt ör-
yggisráðstöfunum skal ekki nota
COX-2 hjá sjúklingum með
kransæðasjúkdóm eða hjá þeim
sem hafa fengið heilablóðfall.
Arcoxia skal ekki ávísa á sjúklinga
með of háan blóðþrýsting ef hann
er ekki meðhöndlaður á fullnægj-
andi hátt.
Læknar þurfa að sýna varúð við
ávísun COX-2 hemla til sjúklinga
með áhættuþætti hjarta- og æða-
sjúkdóma eins og til dæmis há-
þrýsting, hækkað kólesteról í blóði,
sykursýki og reykingar. Þetta á
einnig við um sjúklinga með æða-
kölkun í útlimum.
Hér á landi eru eftirfarandi lyf
á markaði sem tilheyra þessum
flokki: Arcoxia, Celebra, Dynastat
og Bextra. Lyfjastofnunin íslenska
hvetur fólk til að hafa samband við
lækni til að ræða hvort hætta skuli
töku ofangreindra lyfja eða halda
henni áfram. - jss
Bað til Guðs – fékk
skyldusparnað
Viðbrögð þeirra sem eiga óvæntan glaðning í formi skyldusparnaðar hjá Íbúðalánasjóði eru gleði
blandin. Einn hafði beðið til guðs af því að bíllinn hans bilaði. Þá datt bréf inn um lúguna hjá honum.
Svíi, sem hafði ekki komið til landsins í 18 til 20 ár, eyddi sínum sparnaði á þjóðhátíð.
ÍBÚAÐLÁNASJÓÐUR Viðbrögð við til-
kynningum Íbúðalánasjóðs um
ósóttan skyldusparnað sem ligg-
ur hjá sjóðnum hafa verið mikil
og oftast gleði blandin hjá eig-
endum peninganna.
Í sumum tilvikum hafa þeir
komið í góðar þarfir, eins og hjá
manninum sem átti bilaðan bíl. Í
bréfi sem hann sendi Brynhildi
Erlu Pálsdóttur hjá Íbúðalána-
sjóði eftir að hafa fengið til-
kynningu frá henni um hann
ætti inni sparnað, sagði: „Bíllinn
minn bilaði og ég bað til guðs. Þá
datt inn bréf frá þér.“
Tæpar tólf milljónir króna í
skyldusparnaði liggja nú inni
hjá Íbúðalánasjóði og bíða þess
að um þúsund eigendur þeirra
vitji þeirra. Langflestir þeirra
eru búsettir erlendis.
Brynhildur Erla hefur haft
veg og vanda af því að hafa uppi
á eigendum fjármunanna og til-
kynna þeim um inneignina.
Þessu hefur hún sinnt auk starfa
sinna hjá sjóðnum.
Brynhildur kvaðst við hafa
ýmsar aðferðir til að leita fólkið
uppi. Fyrst færi hún í erlendar
símaskrár sem gögnuðust vel,
einkum á Norðurlöndunum. Þá
notaði hún sendiráðin með því
að senda lista til þeirra og biðja
þau aðstoðar. Loks notaði hún Ís-
lendingabók og fyndi ættingja
eða foreldra sem síðan kæmu
skilaboðum til réttra aðila. Varð-
andi þá sem væru utan af landi
nægði oft að hringja í bæjar-
skrifstofurnar á viðkomandi
stað, þar sem maður þekkti
mann, og rekja sig þannig
áfram.
„Þetta er seinlegt en hefur
borið ótrúlegan árangur,“ sagði
Brynhildur sem er búin að koma
kúfnum af skyldusparnaðinum í
réttar hendur, því fyrir fjórum
árum var hann samtals 37 millj-
ónir króna. „Fólk er yfirleitt
afar þakklátt og ég hef fengið
þvílíka gullmola í þakkarbréf-
um, að það er alveg stórkost-
legt.“
Brynhildur Erla nefndi í
þeim efnum Svía sem unnið
hafði hér á árum áður, en ekki
komið hingað í 18-20 ár. Hann
var ákveðinn í að hann ætlaði að
eyða þessum skyldusparnaði,
sem hann ætti ónotaðan, á Ís-
landi. Hann brá því undir sig
betri fætinum í sumar og mætti
á þjóðhátíð í Eyjum.
Upphaflega voru stærstu
upphæðirnar um og yfir milljón,
að sögn Brynhildar Erlu. Hún
sagði að nú væri hæsta inniligg-
jandi fjárhæðin á einstakling
um 15 þúsund krónur, en fleiri
hundruð manns væru undir 100
krónunum. Minnsta innistæðan
væri 19 aurar og líklega yrði nú
ekki lagt í mikla rannsóknar-
vinnu við að koma henni út.
jss@frettabladid.is
Grásleppa:
Vertíðin stytt
um þriðjung
HROGNAMARKAÐIR Vegna verðfalls
á grásleppuhrognum og umfram-
birgða frá síðustu vertíð telur
Landssamband smábátaeigenda
nauðsynlegt að takmarka fram-
boð á hrognum í ár.
Því hefur sjávarútvegsráðu-
neytið ákveðið að stytta komandi
grásleppuvertíð um þriðjung og
verður hún 60 dagar í stað 90 í
fyrra. Mismunandi er eftir veiði-
svæðum hvenær veiðar mega hef-
jast en grásleppusjómenn á Reyk-
janesi halda fyrstir til veiða 15.
mars næstkomandi. - kk
Misnotkun á börnum:
756 prestar
ásakaðir
BANDARÍKIN, AP Rómversk-kaþólsku
kirkjunni í Bandaríkjunum bárust
á síðasta ári 1.092 nýjar ásakanir
um kynferðislega misnotkun
presta á börnum.
Alls eru 756 kaþólskir prestar
og djáknar sakaðir um brotin sem
flest áttu sér stað fyrir mörgum
árum síðan. Kathleen McChesney,
talsmaður kirkjunnar, segir að ríf-
lega 70 prósent af þeim sem eru
ásakaðir séu látnir. Á síðasta ári til-
kynnti rómversk-kaþólska kirkjan
að 4.392 prestar hefðu verið sakað-
ir um kynferðislega misnotkun á
börnum frá árinu 1950 til 2002.
Vinsælt námskeið um
öll helstu grundvallaratriði
stafrænna myndavéla
og meðferð stafrænna mynda
í heimilistölvunni.
Lengd námskeiðsins
er 12 kennslustundir.
Innritun og upplýsingar
í síma 544 2210
Verð kr. 15.000,-
(Innifalin er ný kennslubók á íslensku).
Stafrænar myndavélar
H A G N Ý T T T Ö L V U N Á M
Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is
Á að banna reykingar á veit-
ingastöðum?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Á að afnema stimpilgjöld?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
39%
61%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
LOKANIR
Loka þurfti nokkrum stofum á
hjartadeild LSH í síðustu viku þar
sem mosa-sýkingarbaktería fannst í
sjúklingi sem var að koma af
sjúkrahúsi í útlöndum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
NORÐURLÖND
KARL HLÝTUR BÓKMENNTAVERÐ-
LAUN Rithöfundurinn Karl Ove
Knausgård fékk í gær P2 bók-
menntaverðlaun lesenda fyrir bók
sína Allt hefur sinn tíma. Skáld-
saga Karls Over er einnig tilnefnd
til bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs í ár, en tilkynnt verður
um verðlaunahafann í Helsinki
næsta miðvikudag.
VIÐVÖRUN
Lyfjastofnun Evrópu hefur gripið til aðgerða vegna COX-2 gigtarlyfjanna.
BRYNHILDUR ERLA PÁLSDÓTTIR
Einstaka hefur orðið öskuillur og skammast yfir af hverju væri ekki búið að láta vita um
skyldusparnaðinn fyrir löngu.