Fréttablaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 48
Fasteignaverð á suðvesturhorni landsins hefur aldrei áður verið eins hátt og nú um stundir og hef- ur verðið hækkað síðustu mánuði langt umfram bæði byggingar- kostnað og launatekjur almenn- ings eða um heil tólf prósent alls. Afar skiptar skoðanir eru meðal fasteignasala um líklegt fram- hald. Sumir sjá fram á áframhald- andi hækkanir meðan aðrir eru loks farnir að finna fyrir ókyrrð meðal tilvonandi kaupenda um hversu hátt verð þarf nú að greiða fyrir þak yfir höfuðið. Síðastliðin tíu ár hefur verð á fasteignum hvarvetna í landinu hækkað en mismikið þó. Lang- mest er hækkunin á höfuðborgar- svæðinu og í nágrannasveitar- félögum þar sem eignir hafa að jafnaði hækkað um allt að 150 pró- sent á fimmtán árum og enn meira í einstaka hverfum. Al- gengt fermetraverð í Reykjavík árið 1990 var 66 þúsund krónur en nú má kaupandi teljast heppinn að eignast þak yfir höfuðið og borga minna en 170 þúsund krónur á hvern fermetra. Þeir fasteignasalar sem Frétta- blaðið hafði samband við voru sammála um að talsverður barn- ingur væri á markaðnum í dag. Eftirspurn er enn talsvert um- fram framboð og það er farið að skapa alvarleg vandamál því hús- eigendur sem hugsa sér til flutn- ings vilja ógjarna setja sínar eign- ir á sölu meðan ólíklegt er að við- komandi finni aðra eign við hæfi með auðveldum hætti. Meðan enn er einhver bið á þeim tæplega þrjú þúsund íbúðum sem í bygg- ingu eru á suðvesturhorni lands- ins telja menn líklegt að slíkur flöskuháls verði á fasteignamark- aðnum fram eftir árinu. Þessi staða hefur þýtt að sam- keppni milli fasteignasala hefur aldrei verið harðari en nú er og hefur blaðið heimildir fyrir því að stöku óprúttnir aðilar stundi það að reyna að fá seljendur hjá öðr- um fasteignasölum yfir til sín með gylliboðum um að eign við- komandi sé undirverðmetin og mun betra verð fáist fyrir eignina skipti seljandi um fasteignasölu. Greiningardeild KB banka hef- ur unnið ítarlega úttekt á framtíð- arhorfum á húsnæðismarkaði hér á landi og samkvæmt spálíkani þeirra má gera ráð fyrir áfram- haldandi hækkunum á fasteigna- verði á höfuðborgarsvæðinu út þetta ár um allt að átta prósent. ■ 20 20. febrúar 2005 SUNNUDAGUR Hvað skiptir þig máli í auglýsingum? „hug “ mynd Val fólksins á visir.is Verðlaun fyrir athyglisverðustu auglýsingar ársins verða afhent á Lúðrinum, föstudaginn 25. febrúar. Við gefum þér kost á að segja þitt álit og velja „bestu auglýsinguna“ á visir.is Atkvæðamesta auglýsingin hlýtur titilinn „Val fólksins“ og fær sérstök verðlaun á hátíðinni, sem Fréttablaðið og visir.is veita. Taktu þátt og greiddu atkvæði á visir.is Nöfn vinningshafa verða birt á visir.is og í Fréttablaðinu 25. febrúar.ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S PR E 27 45 5 0 3/ 20 05 ALBERT ÖRN EYÞÓRSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING UMRÓT Á FASTEIGNA- MARKAÐNUM Fasteignaverð aldrei hækkað jafn hratt Ekkert lát er á hækkunum á fasteignaverði. Fasteignasalar bítast hart um þær fáu eignir sem eru til sölu og stundum á kostnað viðskiptavina sinna. „Breiðholtið nær yfir stórt svæði og ekkert einhlítt verðlag á fast- eignum þar en óhætt er að segja að Fellahverfið er það hverfi sem verið hefur hvað ódýrast á mark- aðnum,“ segir Snorri Egilsson, sölustjóri hjá fasteignasölunni Borgum. Segir hann að þrátt fyr- ir þá miklu hækkun sem orðið hefur víðast hvar í hverfum borgarinnar skeri Fellahverfið sig nokkuð úr og fermetraverð þar betra en víðast. „Ein ástæðan er væntanlega sú að þarna var talsvert af félagsleg- um íbúðum og svæðið ber þess aðeins merki en auðvitað kemur margt annað til. Íbúðir þar eru að jafnaði í minni kantinum og margir þeir sem eru í íbúðarleit leita eftir að stækka við sig.“ Snorri segir að talsverð harka sé á markaðnum þessar vikurnar enda framboð lítið og margir að berjast um en telur að fasteigna- sölur á borð við Borgir sem verið hafa starfræktar um langt árabil njóti meira trausts en þær fjöl- mörgu sölur sem tekið hafa til starfa á síðustu árum. ■ BLOKKARÍBÚÐIR Í BREIÐHOLTI Fermetraverð þar hefur hækkað minna en í flestum öðrum hverfum höfuðborgarinnar undanfarin ár en engu að síður er hækkunin umtalsverð og fátt fæst þar undir tólf milljónum króna. 90 FERMETRA BLOKKARÍBÚÐ Í BREIÐHOLTI 1995 2005 6,5 MILLJÓNIR Fermetraverð 73.000 15,3 MILLJÓNIR Fermetraverð 171.000 Ódýrustu kaupin í borginni Eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali samkvæmt nafnverði í þúsundum króna. DÆMI UM FERMETRAVERÐ 30-50 fm 50-70 fm 70-90 fm Bakkahverfi 141 137 127 Bryggjuhverfi 178 158 146 Grafarholti 158 148 143 Hólahverfi 143 137 125 Fossvogshverfi 174 162 151 Melar og Hagar 153 149 147 Smárahverfi 174 153 142 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.