Fréttablaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 8
Að minnsta kosti tvennt þvældist
fyrir Íslendingum lengst af síð-
ustu öld; að reisa hús og leggja
vegi. Húsin vildu morkna, vegirn-
ir verða að eðju.
Gamall maður sagði mér einu
sinni frá bernsku sinni vestur á
Skarðströnd við dagsbrún síðustu
aldar. Þar bjó hann við bágan kost
og þröngan en þó fannst honum
stöku hungur ekkert á við helvítis
kuldann. Svefnstæði hans var
undir súð á háaloftinu en svo
mjög lak þekjan að hann kenndi
sér eilíflega meins í brjóstinu á
unglingsárum. Aldrei man hann
eftir því að gert hafi verið við
þakið; vatnið draup niður á fletið
hans alla bernskuna. En hitt var
stundum gert ... að breiða betur
yfir hann.
Annar gamall maður sagði mér
sögu af vegarslóðanum heim að
bæ sínum í Kollafirði á Ströndum.
Það var kerrulæna, eins og hann
kallaði það, sem risti melana á
milli bæja. Sjaldnast man þessi
maður eftir slóðanum öðruvísi en
blautum og illfærum á vorin og
lengst fram á sumar. Verst
var beygjan niðri við bæjar-
læk; eilífur forarpyttur. Eitt
sinn stóð þar maður af næsta
bæ og mokaði vænum slatta
af melagrús ofan í aurinn.
Það þóttu stórkostlegar
vegabætur þar til aftur
rigndi – og var haft á orði eft-
ir það að vegurinn væri fínn
... á meðan enginn færi um
hann.
Enn er það svo að Íslend-
ingar virðast hræðast al-
mennilega byggð hús og al-
vöru vegi. Þetta er náttúr-
lega skrýtið. Og verðugt
rannsóknarefni. Það er eins
og landsmenn séu dæmdir til
að grafa sig í jörðu, jafnt lif-
andi sem dauðir. Allt skal
vera lágreist, látlaust, líta út
eins og partur af náttúrunni.
Eða með öðrum orðum;
hvorki hús né vegir mega
skyggja á útsýnið; allt verð-
ur að laga sig að landinu
bláa. Ella mótmæla menn
allir.
Eitt fegursta hús Reykja-
víkur er Ráðhúsið við Tjörn-
ina. Það þótti alveg agalegt í
eina tíð; óráðsía.
Annað kennileiti borgarinnar
sem vekur aðdáun margra útlend-
inga er Perlan. Það þótti hreinasta
svívirða í denn; bruðl.
Enn eitt glæsihýsið í Reykja-
vík er Hæstiréttur. Það þótti flott-
ræfilsháttur; ofhlaðið.
Víðast hvar í útlöndum horfa
menn stoltir á stórkostlegar bygg-
ingar stórborganna og segja þær
til vitnis um mikla menningu og
hugvit sinna þjóða. Þar vita menn
sem er að borgir eru dæmdar af
útliti sínu og virðingu fyrir menn-
ingarsögulegum þáttum sem
flétta sig um borgarskipulagið.
Víðast hvar í útlöndum líta
menn þjóðvegi sína sömu augum –
og telja reyndar fátt brýnna en að
tengja byggðir saman með eins
skjótvirkum hætti og hugsast get-
ur; það er einfaldlega partur af
hagkerfinu ... hagræðingu í
rekstri samfélagsins.
Heima á Íslandi hafa menn
alltaf verið hræddir; við hús og
vegi. Við of stór hús, of beina
vegi. Hvorutveggja gæti verið
svo dýrt ... umdeilt og erfitt í
framkvæmd.
Það þarf því ekki að koma á
óvart að heilu flokkar manna rísi
upp til varnar íslensku sveitaveg-
unum og segi það tómt brjálæði
og bull að leggja nútímalega þjóð-
vegi á milli helstu byggðakjarna
landsins. Nei og aftur nei. Og ekk-
ert líklegra en að á næstunni
verði stofnaður stjórnmálaflokk-
ur sem berjist gegn ráðabruggi
manna um að fara beinustu leið-
ina milli bæja hér á landi; altént
hagsmunasamtök ... einhvers kon-
ar byggðaverndarfélög.
Á eilífum ökuferðum mínum á
milli Reykjavíkur og Akureyrar á
síðustu áratugum hef ég alltaf
komið við á Blönduósi. Það hefur
ekki verið af líffræðilegri þörf,
hvað þá sálrænni. Það eina sem
veldur því að ég hef nokkurnveg-
inn jafn oft komið til Blönduóss
og Akureyrar er að gamaldags
sveitavegurinn sem liggur um
landið hefur þvingað mig þangað.
Að öllum líkindum er það löngu
látnum þingmönnum úr Húna-
þingi að kenna að ég hef eilíflega
þurft að taka þennan krók á leið
minni á milli höfuðstaðanna í stað
þess að geta ekið beinustu leið. Og
enn berjast ráðamenn sama hér-
aðs fyrir því að ég og aðrir öku-
drjólar komi við á Blönduósi um
aldur og ævi – á leið okkar norður
... og suður á ný.
Blönduós er fínn staður.
En ég er bara aldrei á leið-
inni þangað. Ekki frekar en
ég þarf að koma við í Kópa-
vogi á leið minni á milli Graf-
arvogs og Kvosarinnar. Sem
væri álíka gáfulegt.
Allnokkur tími er liðinn
frá því útlendingar fundu
upp þá aðferð við lagningu
vega að hafa þá beina. Álíka
langur tími er frá því Íslend-
ingar byrjuðu að skera út
vegi með nesjum og fjörðum,
út og inn, upp og niður, með
hlykkjum og sveigjum,
vaggi og veltu. Þessir sveita-
vegir Íslendinga eru skilget-
ið afkvæmi róðrarmenning-
arinnar; menn fluttu einfald-
lega leiðir bátanna upp í
fjöru þar sem vegunum var
komið fyrir meðfram
strandlengjunni.
Íslenskir þjóðvegir hafa
fram að þessu lotið lögmálum
strandsiglinga. Að meira og
minna leyti. Krafa útgerðar-
bóndans – og síðar sjoppueig-
andans – hefur alltaf verið
fremri kröfu bíleigandans
sem þráir ekkert heitara en
að komast hratt en örugglega á
milli tveggja staða. Alltaf skal
honum þvælt út með einhverjum
ási eða nesi þar sem franskar
kartöflur eiga að freista hans.
Sjaldnast eða aldrei býðst honum
beinasta leið.
Víðast hvar á meginlandi Evr-
ópu og norðanverðri Ameríku
skipta menn dreifbýlisvegum í
tvo flokka; ferðavegi og þjóðvegi.
Þeir fyrrnefndu eru ætlaðir fólki
á hægri útsýnisferð, hinir fyrir
hagkvæm viðskipti og kröfu sam-
tímans um tímasparnað og afköst.
Það er eins og Íslendingum sé
fyrirmunað að skilja þarna á milli
– og fyrir vikið aka þeir hraðar en
andskotinn um erfiða vegi. ■
S eðlabankinn hefur sent ríkisstjórninni sérstaka greinargerð vegnaþróunar verðbólgu sem nú er komin yfir þau þolmörk sem miðaðer við varðandi verðbólgumarkmið stjórnvalda. Í greinargerðinni
segir að ástæður aukinnar innlendrar eftirspurnar séu til komnar „eink-
um af meira umfangi stórframkvæmda en fyrr var áætlað, sérstaklega
í ár, og kerfisbreytingum á innlendum fasteignalánamarkaði sem leiddu
til stóraukins framboðs lánsfjár“. Vegna þessa ákvað Seðlabankinn að
hækka vexti bankans um hálft prósentustig frá og með mánudegi.
Verðbólgan mælist nú 4,5% en í sameiginlegri yfirlýsingu bankans og
ríkisstjórnarinnar, frá því fyrir fjórum árum, var miðað við að verð-
bólgustigið væri sem næst 2,5% á ári. Þá var ennfremur gert ráð fyrir
að svokölluð þolmörk væru eitt og hálft prósentustig til beggja átta,
þannig að verðbólgan nú er töluvert yfir þeim markmiðum sem sett voru
fyrir fjórum árum. Þetta er að vísu ekki í fyrsta skipti sem verðbólgan
fer yfir þolmörkin frá því yfirlýsingin í mars 2001 var birt, og fram til
þessa hefur tekist að jafna mikla verðbólgutoppa, en hvort það tekst
núna skal ósagt látið.
Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri sagði í Fréttablaðinu í
gær: „Verðbólguhorfurnar eru enn þannig að við teljum að það þurfi að
herða frekar að. Í fyrsta lagi til að ná verðbólgunni aftur niður fyrir þol-
mörkin, sem við gerum ráð fyrir að geti orðið í sumar, og svo að koma
henni niður fyrir verðbólgumarkmiðið sem við vonum að geti gerst á
næsta ári.“ Seðlabankastjórinn segir að með þessum aðgerðum nú sé
horft langt fram í tímann. Þá segir hann að nokkur tími líði þar til þær
fari að hafa áhrif á langtímavexti en áhrifin á skammtímavexti séu
skjótvirkari. Í kjölfar þessarar ákvörðunar Seðlabankans um hækkun
stýrivaxta má búst við einhverri hækkun vaxta í bankakerfinu auk þess
sem þetta stuðlar að enn sterkari krónu. Þetta bætir því ekki hag út-
flutningsatvinnuveganna, sérstaklega ekki sjávarútvegsins, en þaðan
heyrast nú raddir um að sterk staða krónunnar sé farin að hafa veruleg
áhrif á rekstur sumra sjávarútvegsfyrirtækja.
Ríflega helming almennra verðhækkana má rekja til hækkunar á
verði húsnæðis og 17 prósent má rekja til hækkunar á opinberri þjón-
ustu. Þessar miklu hækkanir ógna stöðugleikanum sem verið hefur hér
á landi. Til þess að sporna enn við þensluáhrifum í þjóðfélaginu er búist
við að Seðlabankinn eigi eftir að hækka stýrivextina frekar á árinu og að
þeir verði komnir í 10 prósent í sumar. Kjarasamningar gætu verið í
hættu vegna verðbólgunnar, en í haust er ráðgert að endurskoða þá með
hliðsjón af þróun og framvindu efnahagsmála. Kjarasamningarnir áttu
að stuðla að aukningu kaupmáttar en nú eru blikur á lofti um það.
Í ljósi þeirra staðreynda sem nú blasa við í efnahagsmálum er ljóst
að stjórnvöld verða að vera vel á verði svo takast megi að varðveita
stöðugleikann. Sumt er á þeirra valdi en annað ekki, eins og fasteigna-
markaðurinn um þessar mundir. Áður gátu stjórnvöld haft meiri stjórn
á þeim markaði, en nú eru það bankarnir sem spenna hann upp og stór-
an hluta af þenslunni í þjóðfélaginu má rekja til hans. ■
20. febrúar 2005 SUNNUDAGUR
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Verðbólgan mælist nú 4,5% en í sameiginlegri yfirlýsingu
bankans og ríkisstjórnarinnar, frá því fyrir fjórum árum,
var miðað við að verðbólgustigið væri sem næst 2,5% á ári.
Viðvörun
Seðlabanka
FRÁ DEGI TIL DAGS
Í ljósi þeirra staðreynda sem nú blasa við í efna-
hagsmálum er ljóst að stjórnvöld verða að vera
vel á verði svo takast megi að varðveita stöðugleikann.
Sumt er á þeirra valdi en annað ekki, eins og fasteigna-
markaðurinn um þessar mundir.
,,
Misskildir þjóðvegir
Ekki á friðarstóli
Þorsteinn Þorgeirsson hagfræðingur
(bróðir Herdísar fyrrverandi ritstjóra og
núverandi lagaprófessors á Bifröst og Sig-
ríðar heimspekilektors við HÍ), situr ekki
á friðarstóli í hinu nýja starfi sínu sem
skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjár-
málaráðuneytisins. Aðeins eru nokkrar
vikur liðnar frá því að hann hætti sem
hagfræðingur Samtaka iðnaðarins og nú
hefur hann sent frá sér fyrstu þjóðhags-
spána í nafni ráðuneytisins. Þar kemur
meðal annars fram að
gangi spár ráðuneytis-
ins um þróun efna-
hagslífsins á þessu ári
eftir megi sjávarútvegs-
greinar vel una við
framlegð sína í sögu-
legu ljósi. Þessu er
Landssamband íslenskra útvegsmanna
ósammála og hefur sent frá sér harðorða
gagnrýni þar sem forsendur Þorsteins eru
meðal annars dregnar í efa. Segja for-
ráðamenn LÍU leitun á jafn lélegri fram-
legð greinarinnar þegar litið sé til baka.
Vilja sjá gögnin
Talsmenn LÍÚ segja að þeir hafi beðið
skrifstofustjórann að fá aðgang að þeim
gögnum sem þjóðhagsspá er byggð á en
því erindi hafi verið synjað. Þorsteinn
segir aftur á móti að hann hafi boðist til
að fara yfir spána með fulltrúum LÍÚ en
það boð hafi verið afþakkað.
Í „skotlínu“
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorsteinn
Þorgeirsson á í útistöðum við LÍÚ. Er jafn-
vel talað um að hann sé í „skotlínu“
samtakanna vegna skoðana sinna. Sem
hagfræðingur Samtaka iðnaðarins fór
hann ekki í launkofa með stuðning sinn
við að Íslendingar tækju upp evruna í
stað krónunnar og gengju í Evrópusam-
bandið. Vakti það mikla óánægju meðal
útvegsmanna og spratt af því ritdeila milli
Þorsteins og Friðriks J. Arngrímssonar,
framkvæmdastjóra LÍÚ. Sagt er að and-
rúmsloft hafi á tímabili orðið nokkuð
spennuþrungið í húsinu númer 35 við
Borgartún þar sem öll helstu
samtök atvinnulífsins hafa
aðsetur. Það var Geir H.
Haarde sem réð Þorstein í
núverandi starf án þess að
nokkru flokksskírteini væri
veifað og þótti mörgum
það lofsverð nýbreytni.
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL-
SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
TÍÐARANDINN
SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON
Íslenskir þjóðvegir
hafa fram að þessu
lotið lögmálum strandsigl-
inga. Að meira og minna
leyti. Krafa útgerðarbónd-
ans – og síðar sjoppueig-
andans – hefur alltaf verið
fremri kröfu bíleigandans
sem þráir ekkert heitara en
að komast hratt en örugg-
lega á milli tveggja staða.
Alltaf skal honum þvælt út
með einhverjum ási eða
nesi þar sem franskar kart-
öflur eiga að freista hans.
Sjaldnast eða aldrei býðst
honum beinasta leið.
,,
TE
IK
N
IN
G
: H
EL
G
I S
IG
U
RÐ
SS
O
N
gm@frettabladid.is