Fréttablaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 57
SUNNUDAGUR 20. febrúar 2005 29
Ronald Belford Scott fæddist 9. júlí
árið 1946 í smábænum Kirriemuir í
Skotlandi. Scott var af músíkölsku
bergi brotinn og smitaðist af tónlist-
aráhuga föður síns, Charles Scott,
sem var trommuleikari.
Þegar pilturinn var sex ára gam-
all fluttist fjölskyldan til Ástralíu en
Ronald fékk fljótlega viðurnefnið
The Bonnie Scot sem seinna var
stytt í Bon. Strákurinn hafði mikinn
áhuga á tónlist og eftir stutta við-
komu á píanói urðu trommurnar
fyrir valinu. Það fór ekki á milli
mála að athygli féll honum vel í geð
og kom hann iðulega fram með
skólahljómsveitum á sínum yngri
árum.
Nám var Bon ekki að skapi og
lagði hann það endanlega á hilluna
15 ára gamall. Fjölmörg miður
spennandi störf biðu hans eftir það,
sjómennska og dráttarvélaakstur
svo eitthvað sé nefnt.
Hljómsveitin The Spectors var
sú fyrsta sem fékk að njóta krafta
hans en Bon gekk til liðs við sveit-
ina sem trymbill árið 1966, þá tví-
tugur að aldri. Bon stoppaði stutt
við í The Spectors og réð sig sem
söngvara í The Valentines ári síðar.
Ekki þótti sú sveit hafa upp á mikið
að bjóða hvað frumleika snerti og
eftir að hljómsveitin lagði upp
laupana lá leið Bon í blúsrokksveit-
ina Fraternity. Meðlimir Fraternity
voru öllu iðnari við kolann en The
Valentines en höfðu þó ekki erindi
sem erfiði. Bon Scott batt enda á
dvöl sína með hljómsveitinni þegar
hann lenti í slæmu mótorhjólaslysi
og var í dái í þrjá daga.
Eftir að hafa rankað við sér
bauðst Bon til að gerast bílstjóri
fyrir unga sveit að nafni AC/DC.
Hann hreifst strax af hljómsveit-
inni og þá sérstaklega af litla geð-
sjúklingnum í skólabúningnum,
Angus Young, sem þeyttist sviðs-
enda á milli. Bon lét sér ekki nægja
að taka stöðu trommarans Pete
Clark í hljómsveitinni heldur sann-
færði Angus og bróður hans,
Malcolm Young, höfuðpaur AC/DC,
um að hljómsveitin þyrfti á nýjum
söngvara að halda. Young-bræðurn-
ir voru á sama máli og var Bon fljót-
ur að stinga upp á sjálfum sér í stöð-
una í stað Dave Evans, sem upp-
fyllti ekki þær hugmyndir sem
Young-bræðurnir höfðu um góðan
rokksöngvara.
Klúr textasmíði Bon Scott smell-
passaði við blússkotið rokk AC/DC
og ekki skemmdi fyrir að hann þótti
skemmtikraftur af guðs náð.
Leið hljómsveitarinnar lá nú óð-
fluga upp á stjörnuhimininn og löng
tónleikaferðalög tóku sinn toll þar
sem sukk og svínari réð lögum og
lofum. Þegar frægðarsól Bon Scott
var farin að skína sem hæst eftir
meistaraverkið Highway to Hell
reið harmurinn yfir.
Að kvöldi 18. febrúar 1980 fór
Bon Scott ásamt vini sínum, Alistair
Kinnear, á næturlangt sukk í London
en þar vann AC/DC hörðum höndum
að nýrri plötu. Þegar heim var kom-
ið gat Kinnear ekki vakið Bon og
skildi hann eftir sofandi í bílnum
fyrir utan heimilið sitt í Dulwich.
Þegar að var komið daginn eftir var
Bon meðvitundarlaus. Félagi hans
brunaði með hann á Kings College
sjúkrahúsið, þar sem söngvarinn
var úrskurðaður látinn. Rokkheim-
urinn syrgði lengi eftir fráfall Bon
og enn þann dag í dag lifa lög Bon
Scott góðu lífi á tónleikum AC/DC og
andi hans aldrei langt undan hjá
unnendum sveitarinnar. ■
Ég er eldingin
í miðjunni
Bon Scott hafði óbeit á flestum
starfsmönnum plötufyrirtækja og því
bransafólki sem var sífellt í kringum
AC/DC. Eftir vel heppnaða tónleika í
Bandaríkjunum gaf einn starfsmaður
Sony sig á tal við Scott, yfir sig hrif-
inn af frammistöðu hljómsveitarinn-
ar. „Þetta var frábært en segðu mér,
hvort ert þú AC eða DC?“ spurði
starfsmaðurinn, fremur glórulaus.
„Hvorugt,“ svaraði Scott. „Ég er eld-
ingin í miðjunni!“ bætti hann við og
gaf kappanum einn á lúðurinn.
Botnlangakast á tónleikum
Leið Brians Johnson inn í AC/DC lá í gegnum Bon Scott en hljómsveitir þeirra,
Geordie og Fraternity, léku saman á tónleikum á Bretlandi árið 1973. Brian var
einkar illa upplagður þetta kvöld og fékk botnlangakast á miðjum tónleikum. Kall-
inn lá í gólfinu og emjaði úr sér lungun á meðan Scott stóð til hliðar og fylgdist
með, agndofa af aðdáun. Johnson var síðan fluttur á spítala strax eftir tónleikana.
Scott var hins vegar frá sér numinn af frammistöðu Johnsons en hafði ekki hug-
mynd um að kappinn hafi verið veikur. Bon bar félögum sínum í AC/DC söguna
nokkrum árum seinna, að á Englandi leyndist einhver albesti rokksöngvari heims.
25 ár frá dauða Bon Scott
Í gær voru liðin 25 ár frá því að Bon Scott, söngvari áströlsku rokksveitarinnar AC/DC, lést í
Dulwich á Englandi. Scott hafði unnið hug og hjörtu ungmenna um allan heim fyrir líflega
framkomu. Smári Jósepsson rifjar upp helstu afrek Scotts í rokkbransanum.
BON SCOTT Hann var þekktur fyrir líflega framkomu, hvort sem var á sviði eða í
einkalífinu. Lög Scotts lifa góðu lífi enn þann dag í dag.