Fréttablaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 18
18 20. febrúar 2005 SUNNUDAGUR I ngólfur Guðbrandsson fæddistá höfðingssetrinu Kirkju-bæjarklaustri. Faðir hans var ráðsmaður á heimilum Lárusar Helgasonar alþingismanns á Kirkjubæjarklaustri og héraðs- læknisins Snorra Halldórssonar á Breiðabólsstað. „Trúlega hef ég strax fundið lykt af heimsmenningu hjá þessum sveitungum mínum,“ segir sveita- pilturinn Ingólfur sem svo oft kleif fjallið heima til að horfa til hafs og niður á Meðallandsfjörur, meðan hann lét sig dreyma um heiminn á bak við hafið. „Þar úti fyrir strönduðu skip og ráku upp í sandinn, sem líka var viss tenging við umheiminn því maður hitti skipsbrotsmenn og úr ströndunum kom góss; oftar en ekki franskt koníak og rauðvín úr ströndunum heima.“ Fanatískur æskudýrkandi Ingólfur býður upp á heilsudrykk með Aloe Vera í Laugarásnum, þar sem hann hefur búið síðastliðin 33 ár. Hann er unglegur í fasi og fram- komu. „Ætli ég sé ekki dálítill fana- tíker þegar kemur að æskudýrkun. Æskan er yndislegt tímabil en mað- ur hefur enga reynslu til að lifa því þá. Í draumi hvers manns er þráin til að öðlast reynslu og visku með aldrinum, en halda í æskuna. Ég undrast oft hve fólk er kærulaust um útlit sitt og ástand. Margir gætu haldið mun lengur í blóma- skeið ævinnar með bættum lífsstíl. Ég reyni að halda mér unglegum; passa hvað ég set ofan í mig, hef aldrei reykt og aðeins drukkið vín við sérstök tækifæri. Þá lyfti ég með kraftajötnunum í Gym 80 þrisvar í viku. Það heldur mér í formi,“ segir hann brosandi og bætir við: „Ætli ástand mitt liggi ekki í genunum, en þó mest í hugarfarinu.“ Ingólfur er nýkominn heim af ferðaráðstefnu í Asíu, þar sem hann fór einnig í allsherjar læknis- skoðun á þekktu sjúkrahúsi. „Líkaminn var skoðaður ítar- lega og mér til gleði fannst enginn sjúkdómur af neinu tagi. Mér finnst áríðandi að vita hvar ég stend meðan ég tekst á hendur verkefni sem gera til mín kröfur, og þeir sem skipta við mig eiga kröfu á að vita að ég hafi heilsu og þrek til að takast á við þær skuld- bindingar.“ Listin að ferðast Ingólfur Guðbrandsson er meðal víðförlustu Íslendinga og fá löndin sem hann á eftir að upplifa. Oftast hefur hann komið til Englands, en að meðaltali eyðir hann þriðjungi ársins í útlöndum og hefur farið átta sinnum kringum hnöttinn. „Ferðalögin hafa breytt mér. Maður fær aðra sýn á lífið og sér hlutina í öðru samhengi þegar mað- ur þekkir svo mikið af heiminum. Viðhorf, skoðanir og sjóndeildar- hringurinn víkkar, stækkar og breytist.“ Hann segist eiga mörg uppá- haldslönd, en fremst sé Ítalía. „Ítal- ía hefur fágun sem ber af og hinn listhneigði sælkeri og lífsnautna- maður er heima hjá sér á Ítalíu. En það er kúnst að ferðast og gera ferðina að hátíð allra skilningar- vita og að sönnu ævintýri. Því mið- ur held ég að flestir ferðist þannig að upplifun og ævintýrið vantar. Vel menntaður einstaklingur hefur skilyrði til að fá annað og meira út úr ferð sinni en skammlífa afþrey- ingu, einkum hafi hann notið list- ræns uppeldis og eflt sýnina á feg- urð, form, liti, hljóð, bragð, lykt, og þó einkum innsæi; tilfinningu fyrir sönnum, ævarandi gildum.“ Ísland ekki nafli alheimsins Á borði liggur glænýr ferðabækl- ingur, en Ingólfur segir þá vera vorboða; merki þess að harður vet- ur víki senn fyrir sól og sumri. „Íslendingar þurfa að ferðast til að fá rétta mynd af heiminum. Ekki verður öllum spurningum svarað af hinu agnarsmáa, íslenska þjóðfélagi. Ferðalögum fylgir ákveðið tilfinningaflæði; fyrst og fremst frelsi og gleði yfir því að komast úr þröngu umhverfi út á víðan völl heimsins og skoða hann eigin augum; kynnast heimsmenn- ingunni, hefðum og siðum fólks, því þrátt fyrir hnattvæðinguna eiga flestar þjóðir sér enn sínar sjálfstæðu hefðir og halda fast við þær. Einn mesti vandi íslensks þjóðfélags finnst mér vera hve ís- lenskar hefðir eru fyrir bí, því við höldum ekki í þær. Aga- og virðing- arleysið er algert. Ungt fólk varðar ekkert um fortíð eða bakgrunn sinn og þá baráttu sem forfeður okkar háðu fyrir sjálfstæði og til að halda lífi í þessu harða landi. Íslendingar þurfa að ferðast um heiminn til að átta sig á hvað við eigum gott í samanburði við marga aðra.“ Stefnumót við heiminn Ingólfur gaf út reisubókina Stefnu- mót við heiminn í desember en í henni má finna fagrar lýsingar, ferðasögur og myndir Ingólfs frá kunnum sem framandi heimshorn- um. Bókin er sú fyrsta af þessu tagi sem komið hefur út á Íslandi. „Ég er enn viðriðinn ferðamál og verð meðan ég hef sæmilegt starfsþrek. Það má kallast hugsjón en ég hef þrá til að opna Íslending- um glugga að veröldinni og sögu hennar. Verð með ferð til Þýska- lands í vor sem ég kalla Listaþrí- hyrninginn; Leipzig, Dresden og Berlín, og svo heimsreisu í október þar sem farið verður nyrðri leiðin ofan við miðbaug, í tilefni þess að nú er aldarfjórðungur síðan fyrsta heimsreisa Íslendinga var farin undir minni stjórn til að fagna 25 ára afmæli fyrirtækis míns Útsýn- ar.“ Þegar byrjað var að kynna sölu ferða á netinu lýsti markaðsstjóri Flugleiða því yfir í sjónvarpi að ferðaskrifstofur með fararstjórn væru óþarfar. Segir Ingólfur Flug- leiðir hafa markvisst stuðlað að því að menntandi ferðareynsla verði undir. „Ferðalög sem ein- göngu styðjast við internetið verða steingeld. Menntunargildi ferða- laga verða ekki nýtt, né ferðahug- sjónin leyst, með hópferð á strönd- ina í Algarve. Gildi ferðalaga er víðfeðmt og snertir allt mannlífið. Stöðnun á því sviði sem öðru er dauði, eða forboði dauðans.“ Strembin kvenhylli Ingólfur er glæsilegur og minnir reyndar meira á Miðjarðarhafs- mann en Íslending í útliti og fram- komu. „Margir halda mig Ítala og víst passar margt við það; ég er bæði blóðheitur og listelskur, eins og fólkið fyrir sunnan.“ Hann segist bland beggja; ein- fari og félagsvera. „Mér líður vel í margmenni en finnst nauðsynlegt að vera einn inn á milli. Þess vegna sætti ég mig vel við einveru mína, líka því maður hefur svo gott næði til að hugsa. En neita því ekki að stundum vildi ég hafa meiri fé- lagsskap.“ Ingólfur neitar ekki heldur að ástarlíf hans hafi verið skrautlegt á tímabili. „Það er eiginlega það eina sem þjóðin þykist vita um Ingólf Guðbrandsson, en veit auð- vitað ekkert um, eins og gerist með aðrar kjaftasögur. Auðvitað hafa gróusögur farið í taugarnar á mér, ekki síst þar sem fólk veit ekki hvað það talar um; enda hvað veit fólk um tilfinningar annarra? Ég sagði einhvern tímann við ágætan vin, þegar við ræddum kvenhylli, að það væri eitt það versta sem fyrir mann gæti komið. Auðvitað háði blandið, en getur vissulega verið erfiður baggi að bera.“ Ingólfur segir aldrei hafa kitlað sig að vera þekktur. „En ég hef orðið fyrir óskaplega miklum rógi, sem ég held að stafi af öfund. Flest sem ég tók mér fyrir hendur gekk vel, tókst og fékk framgang. Og þá er stutt í öfundina. Stundum hefur rógurinn níst svo sárt, bæði gagn- vart persónu minni, atvinnurekstri og einkalífi, að ég hef verið kom- inn á fremsta hlunn með að flytjast úr landi og hugsa stundum um það enn.“ Erfiðar ákvarðanir Ingólfur segir árin er hann hafði mest umleikis hafa verið þau bestu í lífinu, þegar hann var virkur í tónleikahaldi með Pólý- fónkórnum, um leið og hann rak stærstu ferðaskrifstofu landsins, bæði í rúm þrjátíu ár. „Ég fórnaði fyrirtækinu fyrir tónlistina. Það var mér dýrkeypt, en annars væri ég sennilega enn að reka Útsýn. Ég var of mikið í burtu og þrátt fyrir margt af- bragðs starfsfólk voru þar ein- staklingar sem brugðust trausti mínu, svo ég ákvað að selja. Það var feikilega erfið ákvörðun.“ Þetta var 1985, en Ingólfur hélt áfram að stjórna Pólý- fónkórnum næstu fjögur árin. „Þá hafði ég ekki lengur fjár- magn til þess, en hafði lagt millj- ónir á milljónir ofan í starf kórs- ins. Og það var sárt að hætta. Ég er ekki enn kominn yfir þann missi, kórinn var svo tengdur til- finningum mínum og hugsjón- um.“ Ingólfur stofnaði síðar Heims- klúbb Ingólfs og hefur nú stofnað Heimskringlu; ferðaklúbb þeirra sem hafa áhuga á að skoða heim- inn markvisst og vera ríkari fyrir vikið. „Þáttur leiðsögumanns getur skipt sköpum. Sannmenntaður maður leggur kapp á að skoða heiminn og kynnast honum, og slík tækifæri gefast varla nema fyrir tilstuðlan manna sem hafa alhliða þekkingu á ferðalögum og undrum heimsins.“ Gott að vera til gagns Þegar Ingólfur er spurður hvers vegna forlögin völdu honum stað á Íslandi, segist hann óviss en langt í frá óánægður með þá ráð- stöfun örlaganna. „Ég vona að ég hafi gert eitt- hvað gott á Íslandi og byrjaði sannarlega á ýmsu. Kynnti teg- und tónlistar sem var áður óþekkt, eða endurreisnar-bar- rokktónlist auk nútímatónlistar. Sú söngtegund hefur nú lagt undir sig sönglíf á Íslandi. Þá sagði glöggskyggn maður að ég hefði opnað suðurgluggann fyrir Íslendingum og fengið þá til að sætta sig við búsetuna, þegar hægt var að komast burtu úr ein- angruninni. Mönnum finnst gott ef þeir eru til gagns og ég reyni að halda því áfram sem lengst,“ segir Ingólfur yfirvegaður. Með stóískri ró og sjálfs- trausti þess sem er sigldur. ■ HEIMSMAÐUR NÚMER EITT Ingólfur Guðbrandsson er fæddur Vestur-Skaftfellingur, sveitastrákur sem lét sig dreyma um heimsins höf og ævintýri handan sjóndeildarhringsins. Strákur með stóra drauma og varð brautryðjandi á sviði hvers kyns lista og ferðamennsku. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Ingólfur í hnotskurn Menntun: Kennarapróf frá KÍ 1943. Nám í ensku, spænsku, sænsku og almennri og íslenskri hljóðfræði við HÍ 1944 til 1949. Tónlistarnám við Guildhall School of Music í London. Nám í ensku og almennri hljóðfræði við University College í London. Nám í kór- og hljómsveitarstjórn við Tónlistarháskólann í Köln. Tónlistarnám við söngskólana í Augsburg og Flórens. Nám í listfræði og ítölsku í Flórens og Róm. Starfsferill: Kennari við Laugarnesskóla 1943 til 1950. Námsstjóri tónlistarfræðslu á Íslandi 1956-1963. Stundakennari við kennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík 1957 til 1960. Stofnandi og forstjóri ferðaskrifstofunnar Útsýnar 1963 til 1988 og Heimsklúbbs Ingólfs, Príma 1991 til 2002. Stofnandi og stjórnandi Pólýfónkórsins 1955 til 1988. Útsýn lífsnautnamanns Það er bara einn Ingólfur Guðbrandsson. Því miður. Hann sker sig úr. Er dökkur á brún og brá. Reffilegur. Sonur þeirrar kynslóðar sem átti merkileg örlög skráð í ævispilin. Frá honum geislar nærvera heimsmanns. Þess sem er sigldur og veit að heimurinn er eins og regnboginn. Marglit uppspretta endalausra ævintýra. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir dreypti á lífsins elexír í Laugarásnum hans Ingólfs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.