Fréttablaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 54
KÖRFUBOLTI Hinn árlegi stjörnu- leikur í NBA-deildinni í körfu- bolta verður háður í Denver í Colorado í kvöld og þar verður margt um dýrðir eins og venju- lega, en þessi hátíð er full af skemmtilegum viðburðum sem spanna alla helgina. Auk stjörnuleiksins sjálfs eru á dagskrá leikur milli nýliða og ann- ars árs leikmanna, leikur fræga fólksins, troðslukeppni, þriggja stiga skotkeppni og keppni í knattleikni. Þá er einnig skemmti- leg keppni þriggja manna liða sem skipuð eru einum NBA-leik- manni, einum fyrrverandi NBA- leikmanni og einni konu úr WNBA-deildinni. Það er yfirleitt stjörnuleikur- inn sjálfur sem mesta athygli vek- ur, en undanfarin ár hafa leikir fyrsta og annars árs strákanna þótt skemmtilegri og samkeppnin þar þótt öllu meiri en hjá þeim eldri. Þá er troðslukeppnin mjög vinsæl og hefur öðlast nýtt líf á síðustu árum eftir að nýir hálofta- leikarar komu fram á sjónarsvið- ið. Athygli vekur að Amare Stou- demire tekur þátt í keppninni í ár, en hann verður í sviðsljósinu í stjörnuleiknum sjálfum. Hann er mjög hávaxinn, sem er óvanalegt í þessari keppni, en kappinn er með mikinn stökkkraft og athyglisvert verður að sjá hvernig honum gengur. Í þriggja stiga skotkeppninni á Voshon Len- ard titil að verja og tekur þátt í ár þrátt fyrir að hafa lítið sem ekk- ert getað leikið á tímabilinu vegna meiðsla. Í stjörnuleiknum er áherslan jafnan sett á léttan og skemmti- legan sóknarleik og minna lagt upp úr vörninni, svo að leikirnir hafa yfirleitt verið hin besta skemmtun. Stigaskorið er jafnan hátt og mikið af troðslum, þriggja stiga skotum og ýmiss konar til- þrifum. Leikurinn byrjar klukkan hálf tvö eftir miðnætti og verður í beinni útsendingu á sjónvarps- stöðinni Sýn. 26 20. febrúar 2005 SUNNUDAGUR Fótbolti. Fjórða umferð ensku bikarkeppninnar hófst í gær með fimm leikjum. Ensku úrvals- deildarliðin Charlton og Fulham duttu úr keppni og hvorki Arsenal né Southampton náðu að slá neðri deildarlið úr keppni þó að þau væru á heimavelli. Wayne Rooney og félagar hans í Manchester United fögnuðu hinsvegar í endurkomu stráksins á Goodison Park. Umdeildur dómur Flestir bjuggust við að lið Arsenal ætti sigurinn vísan gegn lægra skrifuðu liði Sheffield United, en annað kom á daginn. Arsenal lék ekki með sitt sterkasta lið og varð fyrir áfalli eftir rúmlega hálftíma leik, þegar prúðmenninu Dennis Bergkamp var vikið af leikvelli fyrir stimpingar við mótherjana, sem var afar einkennilegur dómur. Það var þó Robert Pires sem kom heimamönnum yfir á 78. mínútu, en gestirnir náðu að krækja sér í vítaspyrnu á lokamínútunni og jafna leikinn. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var ósáttur við rauða spjaldið sem Bergkamp fékk og ætlar að áfrýja dómnum. „Ég var mjög vonsvikinn að ná ekki að klára leikinn, en það gerði okkur erfitt fyrir að lenda manni undir svona snemma. Við gerðum svo mistök, sem ég skrifa á reynsluleysi, sem kostuðu okkur sigurinn,“ sagði Wenger. Endurkoma Rooney Wayne Rooney og félagar hans í Manchester United gerðu góða ferð á Goodison Park, þar sem Rooney lék lengi með Everton, og höfðu sigur 2-0. Það var enginn annar en Suður-Afríkumaðurinn Quinton Fortune sem kom United á bragðið með frábærum skalla eftir góðan undirbúning Portúgalans Christiano Ronaldo. Það var síðan Ronaldo sjálfur sem skoraði síðara markið og tryggði sigur Manchest- er-liðsins. Rooney reyndi allt hvað hann gat til að skora gegn sínum gömlu félögum, en Nigel Martyn sá tvívegis við honum í marki Everton. Áhorfendur á Goodison létu ófriðlega og köstuðu meðal annars smápeningi í höfuð Roy Carrol, markvarðar United, og gæti það orðið Everton-liðinu dýr- keypt. Charlton og Fulham úr leik Úrvalsdeildarlið Charlton var ekki eins heppið og Arsenal því þeir voru slegnir út úr keppninni af fyrstu deildarliði Leicester City. Það var Nikos Dabizas sem kom gestunum yfir í fyrri hálfleik en Shaun Bartlett náði að jafna undir lok hálfleiksins fyrir dauft lið Charlton. Það var svo gamla kemp- an Dion Dublin sem skoraði sigur- mark gestanna á lokamínútunni með skalla og verðskuldaður sigur Leicester í höfn. Southampton þarf að leika aukaleik við smálið Brent- ford eftir að hafa á ótrúlegan hátt glutrað niður tveggja marka for- ystu á heimavelli sínum og voru í raun heppnir að sleppa með jafnt- tefli 2-2 gegn spræku liði gestanna. Þá hafði Bolton sigur á Fulham, 1- 0, í tilþrifalitlum leik úrvalsdeild- arliðanna, þar sem Kevin Davies skoraði sigurmarkið snemma leiks. baldur@frettabladid.is MÓTMÆLI BREYTA ENGU STRÁKAR MÍNIR Leikmenn Arsenal safnast hér kringum dómarann Neil Barry eftir að hann hafði rekið Dennis Bergkamp útaf á 35. mínútu bikarleiks liðsins gegn Sheffield United í gær. AP Arsenal í vandræðum Fimm leikir fóru fram í enska bikarnum í gær og nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós. Manchester United vann góðan útisigur á Everton. Undrakallarnir í Udine … Einar Logi skrifar um fótboltann í Suður-Evrópu Undanfarinn áratug hefur lið Udinese frá borginni Udine á Norðaustur-Ítalíu jafnan verið í hópi betri liða í Serie A. Liðið hefur iðulega náð sæti í Evrópu- keppni þótt hin gjöfula Meistaradeild hafi verið handan augsýnar. Liðið hefur komið mjög á óvart í vetur með góðum leik og gæti hæglega kom- ist í Meistara- deildina næsta vetur. Í liðinu eru engar stór- stjörnur en það er hagan- lega samsett, með trausta vörn og spræka framherja, þá Di Natale og Iaquinta. Ólán á Delle Alphi Miðað við ganginn á Udinese síðustu vikur og hikstið í Juventus vélinni und- anfarið áttu margir von á að Udinese næði að stríða Juve á Delle Alphi um helgina. Af einhverjum ástæðum ákváðu Juve-menn að leika í varabún- ingum sínum á heimavelli og leyfa Udi- nese að skarta svart-hvítröndóttu bún- ingunum sem eru keimlíkir hinum kunna búningi heimamanna. Að fá að leika í aðalbúningum sínum virtist þó ekki færa Udinese gæfu í þessum leik því liðið fékk á sig klaufalegt mark eftir aðeins hálfa mínútu og var í endalaus- um eltingarleik allan tímann. Úrslitin all- nokkur vonbrigði þeirra sem vonuðust eftir frekari spennu í toppbaráttuna en bót í máli fyrir Udinese var að öll hin liðin sem berjast um hið dýrmæta fjórða sæti töpuðu stigum. Þessa helg- ina er enn mikilvægari leikur, á heima- velli gegn Inter og myndi sigur fleyta Udinese í 3. sæti. Zico ævintýrið dýra Lykillinn að velgengni Udinese undan- farin ár hefur verið skynsamleg upp- bygging þar sem leikmannahópurinn hefur verið endurnýjaður reglulega og forsvarsmennirnir verið lunkir við að þefa uppi góða leikmenn í neðri deild- unum auk þess sem þeir hafa verið óhræddir við að gefa leikmönnum sem komnir eru á síðasta snúning tækifæri á að framlengja ferilinn. Þannig leikur hinn 39 ára gamli Argentínumaður Nestor Sensini aðalhlutverkið í sterkri vörn liðsins. Sensini er að leika fimmt- ándu leiktíð sína í Serie A og hóf feril- inn á Ítalíu einmitt hjá Udinese áður en hann gekk til liðs við Parma þar sem hann stoppaði í sjö leiktíðir áður en hann sneri aftur til Udinese með einnar leiktíðar millilendingu hjá Lazio. Udinese er ekki ríkt félag og missir alltaf reglulega frá sér menn. Því er aðdáun- arvert hvernig forsvarsmönnum liðsins hefur tekist að halda því í fremstu röð. Þeir vita líka af biturri reynslu að óhóf- leg eyðslusemi getur komið mönnum í koll eins og sannaðist fyrir tveimur ára- tugum er liðið keypti Brasilíumanninn Zico fyrir metfé. Zico spilaði frábærlega, var næstmarkahæstur í deildinni á eftir Platini, en hann var stór fiskur í lítilli tjörn og liðið fór næstum á hausinn á útgjöldunum sem honum fylgdu. Zico hélt því heim eftir aðeins tvær leiktíðir sem var mikill missir fyrir ítalska bolt- ann enda segir Roberto Baggio að Zico sé besti erlendi leikmaðurinn sem leikið hafi í Serie A. Udinese féll um deild eftir þetta ævintýri en komst fljótt í hóp þeirra bestu, lærði af mistökunum, byggði skynsamlega upp og hefur plummað sig ótrúlega vel síðustu ár. EINAR LOGI VIGNISSON LEIKIR GÆRDAGSINS Enska bikarkeppnin ARSENAL–SHEFF. UTD 1–1 0–1 Pires (78.), 1–1 Gray, víti (90.). Rautt spjald: Bergkamp (35.). BOLTON–FULHAM 1–0 1–0 Davies (12.). CHARLTON–LEICESTER 1–2 0–1 Dabizas (38.), 1–1 Bartlett (45.), 1–2 Dublin (90.). SOUTHAMPTON–BRENTFORD 2–2 1–0 Camara (4.), 2–0 Camara (36.), 2–1 Rankin (40.), 2–2 Sojde (58.). EVERTON–MAN. UTD 0–2 0-1, Fortune (24.), 0–2 Ronaldo (58.). Enska 1. deildin BRIGHTON–SUNDERLAND 2–1 1–0 Carpenter (26.), 2–0 McCammon (43.), 2–1 Arca (80.). MILLWALL–STOKE 0–1 1–0 Jones (15.). READING–COVENTRY 1–2 1–0 Ferdinand (8.), 1–1 McSheffrey (63.), 1–2 John (72.). ROTHERDAM–DERBY 1–3 1–0 Butler, víti (24.), 1–1 Rasiak (32.), 1–2 Tudgay (47.), 1–3 Idiakez, víti (77.). WEST HAM–PLYMOUTH 5–0 1–0 Harewood, víti (10.), 2–0 McCormick, sjálfsm. (23), 3–0 Mackay (40.), 4–0 Sheringham (76.), 5–0 Sheringham, víti (84.). WIGAN–LEEDS 3–0 1–0 Ellington (10.), 2–0 Roberts (56.), 3–0 Mahon (75.). WOLVES–GILLINGHAM 2–2 0–1 Henderson (55.), 1–1 Miller (60.), 2–1 Clarke (90.), 2–2 Flynn (90.). STAÐA EFSTU LIÐA IPSWICH 33 19 9 5 61–39 66 WIGAN 33 18 9 6 59–24 63 SUNDERL. 33 18 6 9 49–31 60 DERBY 33 16 6 11 49–41 54 PRESTON 33 15 8 9 47–44 53 WEST HAM 32 15 6 11 46–39 51 READING 33 14 9 10 39–32 51 SHEFF. UTD 31 13 9 9 39–39 48 Þýska úrvalsdeildin B. MÜNCHEN–DORTMUND 5–0 1–0 Salihamidzic (5.), 2–0 Makaay (7.), 3–0 Pizarro (28.), 4–0 Makaay (34.), 5–0 Makaay (54.). BOCHUM–FREIBURG 3–1 1–0 Mismovic , víti (33.), 2–0 Kalla (55.), 2–1 Aogo (88.), 3–1 Bachmann (89.). MAINZ–BIELEFELD 0–0 HAMBURG–KAISERSLAUTERN 2–1 1–0 Takahara (29.), 2–0 Moreira (40.), 1–2 Altintop (51.). HANNOVER–WERDER BREMEN 1–4 0–1 Magnin (5.), 0–2 Borowski (7.), 1–2 Zurav (38.), 1–3 Ernst (62.), 1–4 Zidan (85.). NÜRNBERG–B. LEVERKUSEN 2–4 0–1 Berbatov (3.), 1–1 Mintal (30), 1–2 Ramelov (33.), 2–2 Mintal (54.), 2–3 Berbatov (60.), 2-4 Krzynowek (79.). WOLFSBURG–HANSA ROSTOCK 4–0 1–0 D´Allessandro (4.) 2–0 Klimowicz (7.), 3–0 Thiam(63.), 4–0 Maric (83.). STAÐAN BAYERN M. 22 13 5 4 44–23 44 SCHALKE 21 13 2 6 33–26 41 W. BREMEN 22 12 4 6 49–26 40 LEVERK. 22 11 5 6 41–29 38 HSV 22 12 1 9 39–32 37 HERTHA 21 9 9 3 35–18 36 STUTTGART 21 10 5 6 39–28 35 WOLFSB. 22 11 0 11 39–35 33 HANNOVER 22 9 5 8 27-26 32 KAISERSL. 22 9 4 9 31-31 31 BIELEFELD 22 8 5 9 23-27 29 DORTMUND 22 7 7 8 24-30 28 NURNBERG 22 6 6 10 37-40 24 GLADBACH 21 6 6 9 25-35 24 MAINZ 22 6 5 11 27-37 23 BOCHUM 22 4 7 11 29-44 19 FREIBURG 22 3 7 12 18-44 16 ROSTOCK 22 2 7 13 18-47 13 Deildabikar karla VÖLSUNGUR–KEFLAVÍK 1–2 1–0 Hermann Aðalgeirsson (14.), 1–1 Sjálfsmark (25.), 1–2 Hörður Sveinsson (40.). HK–FRAM 2–0 1–0 Eyþór Guðnason (3.), 2–0 Eyþór Guðnason (60.). ÞÓR–BREIÐABLIK 1–4 0–1 Birgir Birgisson (16.), 0–2 Kristján Óli Sigurgeirsson (18.), 0–3 Olgeir Sigurðsson (46.), 1–3 Freyr Guðlaugsson (48.), 1–4 Steinþór Þorsteinsson (90.). Eyþór Guðnason byrjar vel með HK en hann gekk til liðsins á dögunum frá Njarðvík. Fyrra markið skoraði Eyþór eftir aðeins þrjár mínútur en bæði mörkin voru afar vel afgreidd af þessum 29 ára gamla sóknarmanni sem finnur sig greinilega vel í Fagralundi. Keflavík vann sinn fyrsta leik undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar en þetta var einnig fyrsti leikur Ómars Jóhannssonar eftir að hann sneri heim frá Svíþjóð og hann tryggði sínum mönnum sigurinn með því að verja vítaspyrnu Völsunga í síðari hálfleik. Stjörnuhátíðin í NBA körfuboltanum um helgina: Stjörnurnar keppa í Denver CARMELO SÁTTUR Carmelo Anthony var valinn besti leikmaður Nýliðaleiksins á Stjörnuhátíð NBA-deildarinnar. Carmelo sló Lebron við í nýliðaleik NBA-deildarinnar: Anthony loksins stjarnan KÖRFUBOLTI Nýliðaleikur NBA- körfuboltans fór fram í Denver í nótt þar sem úrvalslið nýliða mætti úrvali leikmanna á öðru ári í deildinni. Heimamaðurinn Carmelo Ant- hony fór fyrir úrvali leikmanna á öðru ári og átti stóran þátt í sigri þess á nýliðunum, 133-106. Melo, eins og Anthony er oftast kallað- ur, skoraði 31 stig, þar af 17 í fyrri hálfleik, og var valinn besti maður leiksins en hann nýtti 13 af 18 skotum sínum í leiknum. „Þetta fer á ferilskrána,“ sagði Melo og bætti því við að hann væri ekkert svekktur yfir að vera ekki valinn í Stjörnu- liðið. „Þetta er bara annað árið mitt í deildinni og ég ætla mér að vera hér um ókomin ár. Ég fer ekki fet.“ Lebron James og Dwayne Wade hafa vakið mun meiri lukku hjá sínum leikjum en Anthony en þetta var kvöldið hans. James skoraði 20 stig og Wade var með 12 stig og 9 stoðsendingar en auk þess var Chris Bosh með 26 stig og 14 fráköst og Kyle Korver skoraði 21 stig. Hjá nýliðunum sem áttu aldrei möguleika í seinni hálfleiknum, skoruðu þeir Tony Allen Luol Deng og Al Jefferson allir 17 stig hver. ÓTRÚLEGT GENGI Udinese hefur haldið sér í hópi bestu liða þrátt fyrir að vera ekki frá stórri borg. TVÆR OG HÁLF MILJÓN Yao Ming, kínverski leikmaður Houston Rockets, fékk flest atkvæði allra í kosningu í Stjörnuleik NBA sem fer fram í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.