Fréttablaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 2
2 20. febrúar 2005 SUNNUDAGUR Hvatt til friðsamlegrar uppreisnar gegn Sýrlendingum í Líbanon: Sameinuðu þjóðirnar rannsaka morðið LÍBANON, AP Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, ætlar að senda hóp sérfræðinga til Lí- banons til að rannsaka morðið á Rafik Hariri, fyrrum forsætisráð- herra landsins. Annan tók ákvörðunina eftir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna óskaði eftir upplýsingum um morð- ið, ástæður þess og hugsanlegar af- leiðingar. Írinn Peter Fitzgerald mun leiða hóp sérfræðinganna sem munu fara til Beirút á næstu dögum. Sameinuðu þjóðirnar senda hópinn til Líbanons þrátt fyrir að Suleiman Franjieh, innanríkisráðherra lands- ins, hafi hafnað allri utanaðkomandi aðstoð við rannsóknina. Menn andsnúnir ítökum Sýr- lendinga í Líbanon hvöttu í fyrra- dag til friðsamlegrar uppreisnar gegn Sýrlendingum en þeir eru grunaðir um morðið á Hariri. Franjieh segir að stjórnvöld muni ekki umbera neins konar ófrið og hótar að siga hernum á mótmæl- endur. Leiðtogi Hizbollah samtak- anna segir hættu á borgarastyrj- öld komi til uppreisnar gegn Sýr- lendingum. Ráðuneytið hvetur til samstarfs bæja við útgerðir og vinnslur: Sandgerði uppfyllir skilyrði sjávarútvegsráðuneytisins BYGGÐAKVÓTI Öll skilyrði sem sjáv- arútvegsráðuneytið setur um byggðakvóta eru uppfyllt af bæj- arstjórn Sandgerðis, að sögn Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráð- herra. Samningur aðildarfélags sem úthlutar byggðakvóta bæjar- ins hafi verið skoðaður af ráðu- neytinu. „Síðan er það sveitarfélaganna að úthluta kvótanum á þeim nót- um sem samræmast góðri stjórn- sýslu,“ segir Árni. Það sé ekki ráðuneytisins að ráða hvort samn- ingurinn standist lög. Árni segir ekki standa til að gera stórkostlegar breytingar á byggðakvótaúthlutuninni. „Fyrir rúmu ári voru gerðar miklar breytingar. Við höfum verið að þróa okkur áfram meðal annars með því að hvetja til samstarfs vinnslu og veiða og samstarfs við sveitarfélögin. Sums staðar hafa sveitarfélögin forgöngu með þetta eins og í Sandgerði. Annars staðar vilja sveitarfélögin ekki hafa forgöngu um úthlutunina og þá er kvótanum úthlutað hlutfalls- lega.“ - gag FORSÆTISRÁÐHERRANN Jose Luis Zapatero, forsætisráðherra Spán- ar, heldur í miða þar sem áletrað er „já“. Spánn: Kosið um stjórnarskrá SPÁNN, AP Þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá Evrópusam- bandsins fer fram á Spáni í dag. Spánverjar verða þar með fyrsta þjóðin til að kjósa um stjórnarskrána en tíu aðrar þjóðir innan sambandsins hafa tilkynnt að þær ætli að bera hana undir þjóðaratkvæði. Ef eitt ríki neitar að staðfesta stjórnarskrána tekur hún ekki gildi. Talið er víst að stjórnarskráin verði samþykkt á Spáni. Hins veg- ar ríkir óvissa um kosningaþátt- tökuna en um 35 milljónir Spán- verja eru á kjörskrá. Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins undirrituðu stjórnarskrána í Róm í lok október. Holtasmára 1 • 201 Kópavogur Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is Heimasiða: www.langferdir.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 • Flug á sólarströnd með viðkomu í Kaupmannahöfn. • Kynntu þér einstakt vortilboð Netklúbbs Iceland Express og á heimasíðu okkar, www.kuoni.is. • Sætaframboð takmarkað. - ein stærsta leiguflugs-ferðaskrifstofa á Norðurlöndum. Apollo hefur numið land! Innifalið: Flug milli Íslands og Kaupmannahafnar með Iceland Express, hótel í Kaupmannahöfn, vikupakki með Apollo með gistingu í tvíbýli, ferðir til og frá flugvelli á áfangastað, þjónusta danskra fararstjóra og allir flugvallarskattar. Verð frá 55.995 kr. á mann með öllum sköttum Nýjar víddir í sólarferðum í samstarfi við Langferðir og Iceland Express. draCretsaM udnuM !aninusívá aðref SPURNING DAGSINS Þórunn, hvers óskarðu helst á þessum dekurdegi kvenna? Væri voða mikið til í að fá fallegan blómvönd frá manninum mínum, enda er ég mjög róleg yfir þessum degi og vil helst eyða honum í faðmi fjölskyldunnar. Þórunn Högnadóttir stílisti sést æ oftar á sjón- varpsskjánum í þætti Völu Matt á Skjá einum. Þar hrærist hún í tískustraumum og -stefnum. KJARAMÁL TÆP 72 PRÓSENT SAMÞYKKTU Allir nema tveir starfsmenn Sem- entsverksmiðjunnar á Akranesi kusu um nýgerðan kjarasamning. Tæplega 72 prósent samþykktu hann samkvæmt tölum Verka- lýðsfélags Akraness sem segir heildarkostnaðaráhrif samnings- ins vera um nítján prósent á samningstímabilinu. Formaður féll á fjórum atkvæðum Fjögur atkvæði skildu menn að í kosningu um formannsembætti í Félagi grunnskólakennara. Ólafur Loftsson tekur við af Finnboga Sigurðssyni. Kosið var um ólíkar áherslur, segir nýkjörinn formaður. KJARAMÁL Ólafur Loftsson, for- maður Kennarafélags Reykjavík- ur, var kosinn formaður Félags grunnskólakennara á aðalfundi félagsins sem haldinn var á föstu- dag og laugardag á Hótel Selfossi. Ólafur velti formanni félagsins til þriggja ára, Finnboga Sigurðs- syni, úr stóli í kosningu á föstu- daginn. Fjögur atkvæði skildu þá að, 46 á móti 42. Guðrún Guð- mundsdóttir bauð sig einnig fram og hlaut fimmtán atkvæði. Finnbogi Sigurðsson, fráfar- andi formaður, segir ekki ósenni- legt að erfitt verkfall grunnskóla- kennara í vetur hafi átt sinn þátt í niðurstöðunni. „Í Félagi grunnskólakennara eru rúmlega fjögur þúsund fé- lagsmenn. Það eru 104 fulltrúar á þessum aðalfundi sem vinna í um- boði hinna sem heima sitja. Þetta er niðurstaðan og heitir lýðræði,“ segir Finnbogi. Aðspurður hvort flestir fulltrú- anna séu ekki af höfuðborgar- svæðinu þar sem staða Ólafs hafi verið sterk segir Finnbogi: „Nei, ég vil nú ekki meina það, en höf- uðborgarsvæðið ræður jú tölu- vert mörgum atkvæðum, töluvert mörgum.“ Ólafur segir erfitt kennara- verkfall ekki hafa haft áhrif á nið- urstöðuna. Kosið hafi verið um ólíkar áherslur. Hann segir að efla þurfi innra starf félagsins. Auk þess þurfi að huga að drögum að kjarastefnu þess. „Kosningar eru kosningar og svona er vilji fundarins. Það er ekkert sem bendir til annars en að við förum sterk út af fundinum og komum til með að vinna sameigin- lega að okkar stefnumálum,“ seg- ir Ólafur. Aðalfundur grunnskólakenn- ara er haldinn þriðja hvert ár í tengslum við þing Kennarasam- bandsins. Fundinn sitja stjórn, formenn svæðafélaga og einn fulltrúi kennara fyrir hverja fimmtíu félagsmenn. Finnbogi er með starfssamning hjá Kennarasambandi Íslands fram í ágúst. Hann er í leyfi frá kennslu í Fellaskóla í Breiðholti. Ólafur starfar sem kennari í Foldaskóla í Grafarvogi og á eftir að ganga frá málum þar áður en hann hefur störf hjá Kennarasam- bandinu. gag@frettabladid.is FINNBOGI SIGURÐSSON OG ÓLAFUR LOFTSSON Bæði Finnbogi og Ólafur stóðu í framlínunni í verkfallinu. Finnbogi sat kjarafundina og upplýsti gengi þeirra í verkfallsmiðstöðvum. Ólafur rak verkfallsmiðstöðina í Borgartúni. KOSIN Í STJÓRN FÉLAGS GRUNNSKÓLAKENNARA: Ólafur Loftsson, formaður – Reykjavík Sesselja G. Sigurðardóttir – Hafnarfirði – endurkjörin Þórður Hjaltested – Mosfellsbæ – endurkjörinn Valgerður Eiríksdóttir – Reykjavík Paloma Ruiz Martinez – Kópavogi Banaslys á Landmannaleið: Nafn manns- ins sem lést ANDLÁT Maðurinn sem lést í vélsleðaslysi á Landmannaleið í fyrrinótt hét Bjarni Sveinsson og var til heimilis að Þernunesi 7 í Garðabæ. Hann lætur eftir sig eiginkonu, fjög- ur börn og eitt barnabarn. Bjarni var matreiðslumað- ur og athafna- maður. Hann stofnaði ásamt eiginkonu sinni samlokufyrirtækið Sóma árið 1978 sem hann rak til ársins 1993 og var hluteigandi í fyrirtækinu til ársins 2003. Hann var mikill áhugamaður um vélsleðamennsku og hafði stundað hana allt frá ár- inu 1980. – jón BJARNI SVEINSSON Norður-Kórea: Vilja ekki viðræður KÍNA, AP Stjórnvöld í Norður-Kóreu útiloka nú tvíhliða viðræður við Bandaríkjastjórn um kjarnorku- ætlun landsins. Kínverska frétta- stofan Xinhua hafði þetta eftir embættismanni norður-kóreska utanríkisráðuneytisins í gær. Yfirlýsingin kemur nokkuð á óvart því stjórnvöld Norður- Kóreu höfðu í tvö ár reynt að fá Bandaríkin til að taka þátt í tví- hliða viðræðum. Skilaboðin frá embættismanninum voru á þann veg að norður-kóresk stjórnvöld hefðu ekki áhuga á að ræða við ríkisstjórn lands sem hefði það of- arlega á forgangslista sínum að koma ríkisstjórn Norður-Kóreu frá völdum. Norður-Kórea hefur einnig hætt sex ríkja viðræðunum um kjarnorkuáætlun landsins. SYNIR HARIRI Bahaa Hariri og Saadeddine Hariri skoð- uðu í gær staðinn þar sem faðir þeirra, Rafik Hariri fyrrum forsætisráðherra, var myrtur á mánudaginn. ÁRNI M. MATHIESEN Segir aðildarfélag sem Sandgerðisbær, landvinnslur í bænum og útgerðir sem eiga þar heimahöfn eru í standast skilyrði sem sjávarútvegsráðuneytið setur. Það hafi jafnvel hvatt til slíkrar samvinnu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.