Fréttablaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 55
SUNNUDAGUR 20. febrúar 2005 27 Ron Dennis, yfir- maður McLaren- liðsins í Formúlu 1 kappakstrinum, viðurkenndi á dögunum að liðið hefði neitað Mich- ael Schumacher um samning áður en hann gekk til liðs við Ferrari og hóf hina miklu sig- urgöngu sem hefur einkennt Formúl- una undanfarin ár. „Við höfðum tækifæri til að fá Michael í okkar raðir en afþökkuðum það,“ sagði Dennis. „Á þeim tíma fannst okkur þetta vera rétt ákvörðun, ég var hluti af því og sé ekkert eftir því. Í dag erum við heppnir að vera með tvo af fimm bestu ökumönnum heims,“ bætti Dennis við og átti þar við Finn- ann Kimi Räikkönen og Kólumbíu- manninn Juan Pablo Montoya. Samtök NHL- leikmanna og samtök liðs- eigenda reyna nú hvað þau geta til að bjarga tíma- bilinu en Gary Bett- man, forseti deildarinnar, aflýsti tímabilinu formlega á miðviku- daginn var. Sögur herma að leik- menn ætli að fallast á 45 milljón dollara launaþak til að bjarga því sem bjargað verður. Fari samninga- viðræður enn einu sinni út um þúfur verður NHL-deildin fyrst allra norður- amerískra deilda til að missa úr heilt tímabil vegna kjaradeilu. Meistaraflokkur KR í knattspyrnu verður með leikmann frá Hondúras til reynslu frá og með 10. mars, Joel Helmis Matute að nafni. Matute leikur stöðu miðju- og varnarmanns og er örvfættur. Hann verður til reynslu hjá KR í nokkra daga og verður boðinn samningur, takist hon- um vel upp. KR-ingar ætla að fá tvo til þrjá erlenda leikmenn fyrir kom- andi átök í sumar. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Hvað skiptir þig máli í auglýsingum? Val fólksins á visir.is Verðlaun fyrir athyglisverðustu auglýsingar ársins verða afhent á Lúðrinum, föstudaginn 25. febrúar. Við gefum þér kost á að segja þitt álit og velja „bestu auglýsinguna“ á visir.is Atkvæðamesta auglýsingin hlýtur titilinn „Val fólksins“ og fær sérstök verðlaun á hátíðinni, sem Fréttablaðið og visir.is veita. Taktu þátt og greiddu atkvæði á visir.is Nöfn vinningshafa verða birt á visir.is og í Fréttablaðinu 25. febrúar.ÍSL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S PR E 27 45 5 0 3/ 20 05 Arnar Jón fer í hjartaaðgerð í vor Óvissa ríkir í herbúðum KR um hvort Arnar Jón Sigurgeirsson verður með KR í sumar. FÓTBOLTI. Arnar Jón Sigurgeirsson, leikmaður meistaraflokks KR í knattspyrnu, mun gangast undir hjartaaðgerð í vor eftir skoðun sem hann fór í á síðasta ári. „Það kom í ljós galli í fyrrasum- ar sem hefur líklega verið til stað- ar frá fæðingu. Hann lýsir sér þannig að það er opin fósturæð í hjartanu,“ sagði Arnar í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er eitthvað sem á að lokast fljótlega eftir fæð- ingu en það hefur greinilega ekki gerst og er að koma í ljós fyrst núna. Læknarnir vilja laga þetta og það á ekki að vera neitt hættu- legt.“ Samkvæmt Arnari er fylgst vel með ungbörnum í dag hvað þetta snertir. „Ef þetta lokast ekki fara menn mjög ungir í aðgerð en ein- hverra hluta vegna hefur þetta far- ið mjög leynt í mér þangað til í fyrra.“ Arnar sagðist ekki hafa fundið fyrir því að neitt væri í ólagi. „Það er bara gott mál að þetta skuli hafa komið í ljós. Ég fann í rauninni ekki fyrir neinu og þetta uppgötv- aðist fyrir tilviljun þegar ég fór í skoðun hjá lækni út af öðru máli. Hann heyrði eitthvað undarlegt er hann hlustaði mig og sendi mig til hjartalæknis. Ég hef í sjálfu sér ekkert fundið fyrir þessu.“ Arnar vonast til að komast í að- gerð í vor og ef allt gengur að ósk- um mun hann verða stálsleginn á nýjan leik fljótlega eftir aðgerð- ina. „Það er víst hægt að laga þetta í gegnum hjartaþræðingu og að henni lokinni á ég að geta gert allt sem mig langar til nokkrum vikum seinna. Það fer eftir því hversu langt það dregst hvort ég komist í form fyrir mótið. Það verður að sjálfsögðu að fylgjast með þessu en ég hef ekki teljandi áhyggjur. Ég verð bara jafngóður og jafnvel betri eftir á,“ sagði Arnar Jón, áhyggjulítill um gang mála. Úr herbúðum KR er það annars að frétta af samningur liðsins við Kristin Hafliðason rann út í vor og að sögn Magnúsar Gylfasonar, þjálfara KR-inga, verður samning- urinn ekki endurnýjaður. smari@frettabladid.is ARNAR JÓN EKKI MEÐ Arnar Jón Sigurgeirsson, til vinstri, gæti misst af tímabilinu í sumar vegna hjartaaðgerðar sem hann þarf að gangast undir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.