Fréttablaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 62
34 20. febrúar 2005 SUNNUDAGUR
HELGI OG PÉTUR Listamennirnir tveir
ætla að halda keppni í beltavélaslípun á
Kjarvalsstöðum á sunnudag.
Keppa í belta-
vélaslípun
Keppni í beltavélaslípun verður
haldin á Kjarvalsstöðum í dag
klukkan 15.00. Listamennirnir
Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur
Örn Friðriksson hafa sett upp vísi
af bifreiðaverkstæði í miðrými
Kjarvalsstaða undir yfirskriftinni
Markmið XI.
Hluti af sýningunni er keppni í
beltavélaslípun og hvetja þeir fólk
til að mæta á staðinn með sína eig-
in beltaslípivél og etja kappi við
aðrar vélar á 25 metra langri braut.
Tímataka sker síðan úr um það
hvaða vél ber sigur úr býtum.
Listamennirnir munu aðstoða fólk
við að koma vélunum á brautirnar
og kynna það fyrir reglum sem
gilda í keppni sem þessari.
„Þetta er ekkert ný keppni sem
við erum að finna upp. Kaninn
stundar þettta grimmt,“ segir
Helgi Hjaltalín. „Þetta er útsláttar-
keppni eins og í kvartmílunni.
Brautin er keyrð og síðan er skipt á
milli brauta. Það væri óskandi að
það kæmi fullt af hobbímönnum
með vélarnar sínar en það eru samt
engin verðlaun í boði,“ segir hann.
Bætir hann því við að mörg mark-
mið séu með sýningunni en öll séu
þau tiltölulega óljós. ■
Blúspíanóleikarinn Pinetop Perk-
ins, sem tók upp sína fyrstu sóló-
plötu með hljómsveitinni Vinum
Dóra árið 1992, fékk heiðursverð-
laun fyrir æviframlag sitt til tón-
listar á nýafstaðinni Grammy-
verðlaunahátíð í Bandaríkjunum.
Perkins er þar í góðra manna
hópi því á meðal þeirra sem fengu
heiðursverðlaun voru stór nöfn á
borð við Janis Joplin, Led Zeppel-
in og Jerry Lee Lewis.
Hinn 91 árs gamli Perkins hef-
ur verið einn albesti blúspíanó-
leikari heims í gegnum tíðina.
Hann hóf feril sinn
sem atvinnutón-
listarmaður árið 1926 í Mississippi
og varð meðal annars þekktur sem
hjálparkokkur hins goðsagnar-
kennda Muddy Waters á árunum
1969 til 1981. Kom hann fram
ásamt Waters í heimildarmynd-
inni frægu The Last Waltz sem
fjallaði um síðustu tónleika hljóm-
sveitarinnar The Band. Auk þess
hefur hann spilað með stórmenn-
um á borð við Eric Clapton, BB
King og Rolling Stones, sem eru
miklir aðdáendur hans, og komið
fram í fréttaskýringaþætt-
inum 60 mínútur.
Perkins, sem
heitir réttu nafni
Joe Willie Perkins, hefur tvisvar
komið hingað til lands. Í fyrra
skiptið tók hann upp sólóplötu sína
á Púlsinum og í hljóðverinu Sýr-
landi með Vinum Dóra. Árið eftir,
1993, fór hann í tónleikaferð um
landið ásamt Vinum Dóra og spil-
aði fyrir framan 10 þúsund manns
í miðbæ Reykjavíkur á 17. júní, þá
79 ára gamall. Sama ár spiluðu
Vinir Dóra með honum á blúshátið
í Chicago og héldu þar upp á átt-
ræðisafmæli hans með honum.
„Hann er mjög skemmtilegur og
góður karl,“ segir Dóri, sem sjálf-
ur heitir réttu nafni Halldór
Braga-
son. „Hann kenndi okkur að spila
blús almennilega og er guðfaðir
Vina Dóra. Hann er fyrstu kyn-
slóðar blúsmaður og það var mjög
gaman að kynnast honum. Það var
heiður fyrir unga sveitastráka að
spila með svona hetju. Maður átt-
aði sig ekkert á þessu. Hann sagði
manni margar sögur og að spila
með honum var eins og að vera í
háskóla.“
Dóri segist lítið hafa verið í
sambandi við Perkins undanfarin
ár en þeir voru aftur á móti í
miklu sambandi ‘94 og ‘95 þegar
Dóri bjó úti í Bandaríkjun-
um. Blúshátíð verður hald-
in í Reykjavík um pásk-
ana og þó svo að Perk-
ins sé ekki væntanleg-
ur vonast Dóri til að
hann komi hingað aft-
ur fyrr en síðar.
„Það væri gaman
að fá karlinn einu
sinni enn til Ís-
lands. Það er
draumurinn að
spila með hon-
um einu sinni
áður en hann
verður allur,“
segir hann.
„Mér þykir mjög
vænt um hann.“
freyr@frettabladid.is
PINETOP PERKINS: BLÚSPÍANISTI OG ÍSLANDSVINUR HEIÐRAÐUR
Vinur Dóra fékk Grammy
HIN HLIÐIN
HIN HLIÐIN Á SIF GUNNARSDÓTTUR VERKEFNISSTJÓRA VETRARHÁTÍÐAR REYKJAVÍKUR.
Hvernig ertu núna?Ég er kát en örlítið þreytt.
Augnlitur:Grágrænn.
Starf:Verkefnisstjóri viðburða hjá Höfuðborgarstofu.
Stjörnumerki: Tvíburi.
Hjúskaparstaða: Í sambúð.
Hvaðan ertu? Frá Reykjavík.
Helsta afrek: Afrek á dag kemur skapinu í lag.
Helstu veikleikar: Óþolinmæði.
Helstu kostir: Óþrjótandi áhugi á því sem ég er að gera.
Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Hin dásamlega danska sápa Kroniken. Ég bíð
spennt eftir því að hún komi aftur.
Uppáhaldsútvarpsþáttur: Morgunvaktin.
Uppáhaldsmatur: Rótsterk grænmetissúpa sem maðurinn minn býr til
sem drepur flensu.
Uppáhaldsveitingastaður: 101.
Uppáhaldsborg: Reykjavík.
Mestu vonbrigði lífsins: Að vera ekki frægur rithöfundur.
Áhugamál: Fólk og það sem það gerir skemmtilegt.
Viltu vinna milljón? Ekki spurning.
Jeppi eða sportbíll? Til skiptis á sumrin og veturna.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 1,75 cm. Ég er 1,71 cm
núna.
Hver er fyndnastur/fyndnust? John Cleese er mjög fyndinn.
Hver er kynþokkafyllst(ur)? Indversku strákarnir í DCS sem spil-
uðu á Vetrarhátíð.
Trúir þú á drauga?Nei.
Hvaða dýr vildirðu helst vera?Fugl með mikið vænghaf.
Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Rotta.
Áttu gæludýr?Já, köttinn Tófu.
Besta kvikmynd í heimi: Ég hef enga séð jafnoft og
Casablanca.
Besta bók í heimi:„Þó er best að borða ljóð en bara reyndar þau
sem eru góð.“
Næst á dagskrá: Ráðstefna fyrir hátíðahaldara í Amsterdam.
25.05.1965
Ætlaði að verða 1,75 cm
...fær Eyrún Magnúsdóttir í Kast-
ljósinu fyrir að hafa náð að
sjarma þjóðina upp úr skónum á
mettíma. Hún var á dögunum
valin kynþokkafyllsta kona
landsins af hlustendum Rásar 2.
HRÓSIÐ
VINIR DÓRA Hljómsveitin
Vinir Dóra spilaði með Pinetop
Perkins í byrjun tíunda áratug-
arins við fádæma undirtektir.
Hér er sveitin ásamt Chicago
Beau og Pinetop Perkins, sem
er þriðji frá vinstri.
Vinur Dóra hefur lengi verið tal-
inn einn albesti blúspíanisti í
heimi.