Fréttablaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 25
7 ATVINNA Óskum að ráða til starfa: Vana byggingarverkamenn Upplýsingar um störfin og umsóknareyðublöð á skrifstofu ÍSTAKS, Engjateigi 7 og í síma 530 2700 á skrifstofutíma kl. 8:15 - 17 www.istak.is Karlmaður óskast til starfa í Egilshöllina. Erum að leita að karlmanni til að sinna baðvörslu, þrifum og öðrum tilfallandi verkefnum í Egilshöllinni. Um er að ræða vaktavinnu og vinnutími eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar gefur Jóhann í síma 899 6360 og johann@egilshollin.is. HÚSGAGNAVERSLUN – AFGREIÐSLA Húsgagnaverslunin Nýform Reykjavíkurveg 66 Hafnarfirði óskar eftir að ráða starfskraft til af- greiðslustarfa. Viðkomandi þarf að hafa þjónustu- lund, enskukunnáttu, tölvukunnáttu og vera heið- arlegur með góða framkomu. Vinnutími getur orðið breytilegur en er alla virka daga frá 13 – 18. Skiflegar umsóknir sendist til afgr. Fréttablaðsins merkt Afgr. Nýform fyrir 25. febrúar. Steypustöðin ehf. er framsækið þjónustu og framleiðslufyrirtæki sem skapar ásamt viðskiptavinum sínum verðmætar gæðalausnir. Vegna góðrar verkefnastöðu, meðal annars við uppsteypu á álveri á Reyðarfirði, óskar Steypustöðin að ráða í eftirfarandi stöður. Starf í útkeyrslu Steypustöðin auglýsir eftir bílstjórum með meirapróf. Starfið felst í útskeyrslu steypubíls og afhendingu á steypu. Starf á lyftara Steypustöðin óskar eftir að ráða vanan starfsmann á lyftara með öll réttindi. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir ásamt ferillýsingu sendist á skrifstofu á Malarhöfða 10, Reykjavík eða í tölvupósti á netfangið: sveinn@steypustodin.is fyrir miðvikudaginn 23.febrúar 2005. Nánari upplýsingar veitir Sveinn Gunnarsson í síma 840-6810. Starf á rannsóknarstofu Steypustöðin mun sjá um framleiðslu á steypu við byggingu Fjarðaáls í Reyðarfirði. Steypustöðin auglýsir því eftir starfsmanni á rannsóknarstofu á Reyðarfjörð. Hæfniskröfur: Góð enskukunnátta og tölvuþekking æskileg. Reynsla af störfum á rannsóknarstofu, stúdentspróf, iðnmenntun eða sambærileg menntun æskileg en ekki nauðsynleg. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. ÞG-Verk óskar eftir færum smiðum og harðduglegum verkamönnum til vinnu við Hellisheiðarvirkjun. Mikil vinna framundan, góð vinnuað- staða og mjög öflugt starfsmannafélag. Áhugasamir fylli út umsóknir á www.tgverk.is, eigi síðar en 25 febrúar eða sendi inn skriflegar umsóknir. Upplýsingar einnig veittar í síma 534-8400 á skrifstofutíma. Fossaleyni 16, 112 Rvk. Sími: 5348400 / Fax: 5348401 Hellisheiðarvirkjun Um er að ræða starf ráðgjafa, er veitir sjávarútvegs- ráðuneytinu aðstoð við uppbyggingu þriggja rannsókn- arstofa í landinu. Ráðgjafinn mun starfa við hlið yfir- manna rannsóknarstofanna og veita þeim nauðsynlega aðstoð við að koma rekstri þeirra í stöðugt horf og að undirbúa þær undir faggildingu skv. ISO 17025, ef til þess kemur. Jafnframt mun ráðgjafinn sinna nauðsyn- legri þjálfun starfsmanna með áherslu á framkvæmd ör- verufræðilegra mælinga á fiski og skeldýrum. Starfsstöð ráðgjafans verður í Mapútó, höfuðborg landsins, en hann mun einnig sinna verkefnum á tveim- ur öðrum stöðum í landinu. Ráðgjafinn mun starfa undir daglegri stjórn verkefnisstjóra ÞSSÍ í gæða- og sjávar- útvegsmálum í Mósambík. Umsækjendur um starfið skulu hafa framhaldsmenntun í matvælafræði eða jafngildi þess og hafa starfað við matvælarannsóknir í minnst 10 ár þar af við örveru- greiningu matvæla í minnst 5 ár. Auk þess er æskilegt, að umsækjandi hafi staðgóða þekkingu á eftirfarandi: • Aðferðafræði við framkvæmd reglubundinna efna- og örverugreininga á fiski og fiskivörum og þá sérstaklega á framkvæmd örverumælinga. • Framkvæmd vinnu við faggildingu rannsóknar stofa samkvæmt staðli ISO 17025. • Uppsetningu, gerð og framkvæmd verklagsreglna fyrir rannsóknarstofur. • Rekstri rannsóknarstofa, þar með gerð fjárhags- áætlana og framkvæmd þeirra. Tilskilið er, að umsækjandi hafi mjög gott vald á ensku; bæði talmáli og ritmáli; auk þess sem æskilegt er, að umsækjandi hafi einhverja kunnáttu í portúgölsku, en það er ríkismálið í Mósambík. Þá er góð tölvukunnátta áskilin. Ráðið verður til tveggja ára með möguleikum á fram- lengingu ráðningar ef um semst. Laun eru greidd í bandarískum dollurum skv. launataxta UNDP (Þróun- arstofnun Sameinuðu þjóðanna) og eru þau undanþeg- in tekjuútsvari og tekjuskatti skv. lögum þar um. Þá verður ráðgjafanum séð fyrir húsnæði og grunnhúsbún- aði honum að kostnaðarlausu svo og slysa- og líftrygg- ingu skv. ákvæðum í ráðningarsamningum ÞSSÍ. Um önnur réttindi fer samkvæmt reglum ÞSSÍ, samningi rík- isstjórna Íslands og Mósambík um þróunarsamstarf og íslenskum lögum eftir því, sem við á. Skriflegar umsóknir ásamt ljósritum af prófskírteinum, meðmælum og upplýsingum um starfsreynslu skal senda til: Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, Þverholti 14, Reykjavík, FYRIR 20. MARS N.K. Allar nánari upplýsingar veitir Sighvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri, í síma 545-8980 eða á skrifstofunni. Þróunarsamvinnustofnun Íslands auglýsir Starf matvælafræðings í Mósambík Þróunarsamvinnustofnun Íslands leitar eftir háskólamenntuðum sérfræðingi til starfa við rannsóknarstofur sjávarútvegsráðu- neytisins í Mósambík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.