Fréttablaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 20. febrúar 2005 11
» BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á MIÐVIKUDÖGUM
Konudagurinn
Í dag er fyrsti dagur Góu, en hann
er jafnframt nefndur konudagur-
inn og aldalöng hefð fyrir því að
menn geri vel við konur sínar og
færi þeim smágjafir.
Dagurinn er í rökréttum sam-
hljómi við bóndadaginn og líklega
tilkominn sem virðingardagur við
iðnu búkonuna, en hefur síðan
þróast yfir í að verða dagur allra
kvenna. Næstu nágrannaþjóðir
okkar eiga sér ekki sérstakan
konudag, en Ítalir halda upp á
sinn konudag 8. mars ár hvert. ■
VÍKINGAR NÚTÍMANS Börnin á leikskól-
anum Mánagarði fá malt- og appelsínbland
tvisvar á ári, á jólunum og þorranum.
Sofnað ofan
í diskana
Þorrinn var kvaddur með stæl á
leikskólanum Mánagarði á föstudag
þegar slegið var upp langborði eftir
endilöngum ganginum og borinn á
borð íslenskur þorramatur; bringu-
kollar, lundabaggar, hákarl og allt.
Kolbrún Harðardóttir, leikskóla-
stjóri Mánagarðs, segir börnin bíða
eftir þorrablótinu með óþreyju og
alla taka vel til matar síns.
„Reyndar vilja þau kalla það vík-
ingablót því þeim finnst allt svo
spennandi í sambandi við víkinga.
Þau elstu eru að nema land eins og
víkingar forðum og einkar meðvit-
uð um uppruna sinn og hið þjóðlega.
Börnin búa til höfuðföt fyrir veisl-
una og sumir skreyta þau ullar-
druslum, til að hafa þau sem ísl-
enskust.“
Að sögn Kolbrúnar klárast
hangikjöt, sviðasulta, slátur og flat-
kökur fyrst úr trogunum, þótt vík-
ingarnir litlu séu engir gikkir þegar
kemur að smakkinu. „Sumum finnst
margt alveg hroðalega vont meðan
aðrir háma í sig eins og sælgæti, en
eldri börnin fá út úr því að smakka
sem mest og finnst áskorun að vera
eins og víkingarnir.“ Og Kolbrún
segir þorrablótið mikilvægt menn-
ingaruppeldi: „Því maður er hrædd-
ur um að þetta deyi út með komandi
kynslóðum. Hér æfum við þulur og
þjóðlög, krækjum saman höndum
og syngjum yfir matnum, og eins og
á alvöru þorrablótum sofnuðu sum-
ir ofan í diskinn sinn!“ ■
AFMÆLI
Bára Sigurjónsdóttir versl-
unarmaður er 83 ára í dag.
Arnhildur Jónsdóttir leik-
kona er 74 ára í dag.
Brynja Benediktsdóttir,
leikkona og leikstjóri, er 67
ára í dag.
Ólöf Kolbrún Harðardóttir
óperusöngkona er 56 ára í
dag.
Birgir Björn Sigurjónsson,
formaður launanefndar
sveitarfélaganna, er 56 ára
í dag.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R