Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.02.2005, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 20.02.2005, Qupperneq 11
SUNNUDAGUR 20. febrúar 2005 11 » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á MIÐVIKUDÖGUM Konudagurinn Í dag er fyrsti dagur Góu, en hann er jafnframt nefndur konudagur- inn og aldalöng hefð fyrir því að menn geri vel við konur sínar og færi þeim smágjafir. Dagurinn er í rökréttum sam- hljómi við bóndadaginn og líklega tilkominn sem virðingardagur við iðnu búkonuna, en hefur síðan þróast yfir í að verða dagur allra kvenna. Næstu nágrannaþjóðir okkar eiga sér ekki sérstakan konudag, en Ítalir halda upp á sinn konudag 8. mars ár hvert. ■ VÍKINGAR NÚTÍMANS Börnin á leikskól- anum Mánagarði fá malt- og appelsínbland tvisvar á ári, á jólunum og þorranum. Sofnað ofan í diskana Þorrinn var kvaddur með stæl á leikskólanum Mánagarði á föstudag þegar slegið var upp langborði eftir endilöngum ganginum og borinn á borð íslenskur þorramatur; bringu- kollar, lundabaggar, hákarl og allt. Kolbrún Harðardóttir, leikskóla- stjóri Mánagarðs, segir börnin bíða eftir þorrablótinu með óþreyju og alla taka vel til matar síns. „Reyndar vilja þau kalla það vík- ingablót því þeim finnst allt svo spennandi í sambandi við víkinga. Þau elstu eru að nema land eins og víkingar forðum og einkar meðvit- uð um uppruna sinn og hið þjóðlega. Börnin búa til höfuðföt fyrir veisl- una og sumir skreyta þau ullar- druslum, til að hafa þau sem ísl- enskust.“ Að sögn Kolbrúnar klárast hangikjöt, sviðasulta, slátur og flat- kökur fyrst úr trogunum, þótt vík- ingarnir litlu séu engir gikkir þegar kemur að smakkinu. „Sumum finnst margt alveg hroðalega vont meðan aðrir háma í sig eins og sælgæti, en eldri börnin fá út úr því að smakka sem mest og finnst áskorun að vera eins og víkingarnir.“ Og Kolbrún segir þorrablótið mikilvægt menn- ingaruppeldi: „Því maður er hrædd- ur um að þetta deyi út með komandi kynslóðum. Hér æfum við þulur og þjóðlög, krækjum saman höndum og syngjum yfir matnum, og eins og á alvöru þorrablótum sofnuðu sum- ir ofan í diskinn sinn!“ ■ AFMÆLI Bára Sigurjónsdóttir versl- unarmaður er 83 ára í dag. Arnhildur Jónsdóttir leik- kona er 74 ára í dag. Brynja Benediktsdóttir, leikkona og leikstjóri, er 67 ára í dag. Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona er 56 ára í dag. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, er 56 ára í dag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.