Fréttablaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 12
Ragnhildur Geirsdóttir
er aðeins 33 ára gömul en
er komin í eitt ábyrgðar-
mesta starfið í íslensku
viðskiptalífi. Hún átti
stóran þátt í skipulags-
breytingum félagsins fyr-
ir þremur árum og tekur
nú við stjórnartaumun-
um af Sigurði Helgasyni.
Starfsframi Ragnhildar Geirs-
dóttur hjá Flugleiðum hefur
verið hraður. Hún er aðeins 33
ára en á miðvikudaginn til-
kynnti Hannes Smárason,
stjórnarformaður félagsins, að
stjórnin hefði ráðið hana í starf
forstjóra. Þessi ákvörðun kom
þeim sem fylgst hafa með
rekstri Flugleiða á undanförn-
um árum ekki mjög á óvart enda
hefur Ragnhildur átt stóran þátt
í þeim skipulagsbreytingum
sem umsnúið hafa rekstri fé-
lagsins á síðustu árum.
Vildi í meiri bissness
Ragnhildur hefur starfað hjá
Flugleiðum í rúmlega fimm ár.
Hún nam verkfræði við Háskóla
Íslands og náði þar einhverjum
besta árangri í sögu deildarinn-
ar. Eftir framhaldsnám í Banda-
ríkjunum fór hún til starfa í
Fjárfestingarbanka atvinnulífs-
ins en staldraði aðeins við í eitt
ár þar. Hún segist hafa haft
áhuga á því að starfa „í meiri
bissness“ og hjá Flugleiðum
fékk hún tækifæri til að verða
fljótt virkur þátttakandi í
stefnumótunarvinnu hjá fyrir-
tækinu. „Ég fékk mjög góða yf-
irsýn yfir allan rekstur sam-
stæðunnar og svo mjög mikla
yfirsýn yfir rekstur Icelandair.
Strax frá byrjun fékk ég tæki-
færi til að starfa nálægt yfir-
stjórninni,“ segir hún.
Flókinn rekstur
Rekstur Flugleiða er viðameiri
og flóknari en flesta grunar.
Mest áberandi vörumerki fé-
lagsins er vitaskuld dótturfélag-
ið Icelandair sem sér um milli-
landaflug og um helmingur af
tekjum Flugleiða kemur nú í
gegnum þann rekstur. Það hlut-
fall fer hins vegar lækkandi og
önnur dótturfélög Flugleiða
skila stöðugt hærra hlutfalli af
veltunni. Í stefnumótunarvinnu
síðustu ára hefur rekstur undir-
félaga Flugleiða orðið stöðugt
sjálfstæðari. Þessi þróun hefur
nú leitt til þess að stjórn félags-
ins hefur ákveðið að ráðinn
verði sérstakur forstjóri yfir
Icelandair og við sama tækifæri
og tilkynnt var um ráðningu
Ragnhildar var tilkynnt að Jón
Karl Ólafsson hefði verið ráðinn
forstjóri Icelandair.
„Á síðustu árum er búið að
vera að skipta Flugleiðum skýr-
ar og skýrar upp í sjálfstæð
fyrirtæki og síðasta stóra skref-
ið varð þegar Icelandair varð
sérstakt fyrirtæki en Icelandair
hafði alltaf verið hluti af Flug-
leiðum og svo átti Icelandair öll
dótturfélögin og Sigurður var í
raun á tveimur stöðum,“ segir
Ragnhildur.
Hún segir að starfsemi fé-
lagsins hafi breyst mikið á und-
anförnum árum. Fyrst var um
hefðbundið flugfélag að ræða en
smám saman færðist reksturinn
meira út í alhliða ferðaþjónustu.
Um miðjan tíunda áratuginn var
starfssvið félagsins endurskil-
greint þannig að Flugleiðir varð
ferðaþjónustufyrirtæki. Nú hef-
ur áherslan enn breyst og Flug-
leiðir eru nú fjárfestingarfyrir-
tæki með megináherslu á ferða-
og flugiðnaðinn.
Endurskipulagning 2001
Á síðustu árum hefur rekstur
Flugleiða gengið vel. Þetta hef-
ur víða vakið athygli enda hafa
flest sambærileg flugfélög á
Vesturlöndum glímt við gríðar-
legan rekstrarvanda. Árangur
Flugleiða á síðustu árum er að
miklu leyti rakinn til þeirrar
röggsemi sem stjórnendur fé-
lagsins sýndu við skipulags-
breytingar sem tilkynntar voru
skömmu eftir hryðjuverkaárás-
irnar í Bandaríkjunum haustið
2001. Ragnhildur var einn af
lykilmönnunum í undirbúningi
þeirra breytinga.
Hún segir að fram að því að
hafi vöxtur félagsins verið hrað-
ur. „Félagið var búið að vaxa
mjög hratt á árunum á undan og
þarna var í raun verið að stoppa
þann vöxt svolítið og skoða
hvort við værum að fá nógu
mikið út úr rekstrinum. Þetta
voru auðvitað ekki mjög vinsæl-
ar aðgerðir þegar þetta gerðist
en síðan eru menn mjög sáttir
við þær,“ segir Ragnhildur.
Áhrif hryðjuverkanna í
Bandaríkjunum voru mjög mik-
il á flugrekstur í heiminum og
það var því lán í óláni að Flug-
leiðir höfðu einmitt nýlokið við
endurskipulagningu sem fól í
sér samdrátt þegar það áfall
reið yfir. Eftir það áfall gerðu
allir sér grein fyrir að
breytingar voru nauðsynlegar.
Fjölbreytni rekstrarins er styrkur
Ragnhildur telur það vera styrk
að Flugleiðir byggi afkomu sína
á mismunandi rekstrareining-
um þar sem það hafi í för með
sér að heildaráhættan í rekstr-
inum minnkar. Þríþætt áhersla í
millilandafluginu hefur sömu
áhrif. „Það sem dregur úr
áhættunni hjá okkur er að við
skiptum markaði okkar í þrennt.
Það er í fyrsta lagi markaðurinn
út úr Íslandi, þar sem Íslending-
ar eru að fara til útlanda. Í öðru
lagi markaðurinn til Íslands, þar
sem útlendingar eru að koma
hingað. Og í þriðja lagi erum við
með Norður-Atlantshafsmark-
aðinn. Það er gott að vera með
þessa þrjá markaði því það er
ólíklegt að það gangi illa hjá
þeim öllum á sama tíma. Þegar
umsvifin minnka á einum mark-
aði þá er hægt að blása til sókn-
ar á öðrum. Það er það sem er
jákvætt við Icelandair út frá
áhættunni í rekstrinum,“ segir
hún.
Ragnhildur mun starfa við
hlið Sigurðar Helgasonar þar til
hann lætur af störfum 1. júní.
Hún segist njóta góðs af því að
hafa starfað náið með Sigurði og
fram hefur komið að hann verð-
ur félaginu áfram til ráðgjafar
eftir að hann lætur af störfum.
Tekur við góðu búi
Það er jafnan talið vera til
12 20. febrúar 2005 SUNNUDAGUR
vidskipti@frettabladid.is nánar á visir.is
Ég held að þetta nýtist örugglega í vinnunni. Þegar maður gengur á fjöll þá
er maður að takast á við eitthvað og gefst ekki upp og maður er alltaf
ánægður þegar árangrinum er náð.
Hin nýja ásjóna Flugleiða
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
ÞEKKIR FLESTA ÞÆTTI REKSTRARINS Ragnhildur hóf
störf hjá Flugleiðum fyrir rúmlega fimm árum. Hún hefur
tekið virkan þátt í allri stefnumótunarvinnu félagsins og
unnið náið með helstu stjórnendum. Hún á ennfremur
sæti í stjórn félagsins. Ragnhildur hefur því öðlast góða
yfirsýn yfir hina fjölþættu starfsemi Flugleiða.