Fréttablaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 10
Í ár eru 95 ár síðan Samband ís-
lenskra samvinnufélaga fékk
nafn sitt, en í dag er, SÍS, eða Sam-
bandið eins og það er nefnt í dag-
legu tali, 103 ára. Þennan dag árið
1902 var stofnað Sambandskaup-
félag Þingeyinga, en nafni þess
var svo breytt í Samband ís-
lenskra samvinnufélaga. Sam-
bandið var stofnað til að sam-
ræma innkaup kaupfélaganna, ná
hagstæðari samningum við heild-
sala og halda utan um útflutning
kaupfélaganna. Það varð svo að
stórveldi í íslensku viðskiptalífi
en á síðustu áratugum síðustu ald-
ar fór veldi þess hnignandi og var
Sambandið sem fyrirtæki í raun
lagt niður árið 1992.
Sambandið hvar þó ekki alveg,
heldur starfaði stjórn þess áfram
og hélt úti smávægilegri starf-
semi. Á hundrað ára afmæli Sam-
bandsins var Ívar Jónsson, pró-
fessor við Viðskiptaháskólann á
Bifröst, svo fenginn til að gera
skýrslu um stöðu samvinnuhreyf-
ingarinnar þar sem leitað væri
svara við því hvort samvinnufé-
lagaformið gæti hentað í íslensku
þjóðlífi á 21. öldinni. Hans niður-
staða var að svo kynni að vera, en
að því mun þó ekki komið enn.
„Sú staða getur vel komið upp
að samvinnuhreyfing eflist að
nýju,“ segir Ívar og bætir við að
verið sé að skoða ýmsa möguleika
í því sambandi. „Til dæmis í hús-
byggingum þar sem hefur verið
vöxtur á þessu sviði,“ segir hann
og nefnir bæði Búmenn og Búseta
sem samvinnufélög á því sviði. „Í
ýmsum löndum eru samvinnu-
menn sterkir í þessu, svo sem í
Bretlandi, Svíþjóð og sums staðar
í Bandaríkjunum. En svo má segja
sem svo að hlutverk Samvinnufé-
laga á öðrum sviðum hafi einkum
verið að vinna gegn fákeppni. Þau
hafa gjarnan komið upp, rétt eins
og í sögu íslensku samvinnuhreyf-
ingarinnar, þar sem verið hefur
skortur á samkeppni.“ Í íslenska
dæminu segir hann samvinnu-
hreyfingarnar hafa brugðist við
ofurvaldi danskra kaupmanna, en
í Bandaríkjunum hafi átt sér stað
um margt svipuð þróun meðal
bænda. „Þar komu menn sér upp
bæði framleiðslufélögum og
verslun. Í Bretlandi og Svíþjóð
eru þetta aftur á móti borgar-
hreyfingar. Þá voru það aðallega
launþegar og verkafólk sem
stofnuðu svona félög til að efla
verslun og koma á mótvægi við
sterka fákeppnisaðila á markaði,“
segir hann og bendir á að í Banda-
ríkjunum sé stutt sérstaklega við
bakið á samvinnufélögum með
ýmsu móti til að sporna við fá-
keppni í hagkerfinu. „Maður sér
því fyrir sér að hér, þar sem
greinilega á sér stað mikil sam-
þjöppun á völdum og eignum og
samþjöppun í atvinnulífinu líka,
getur maður séð fyrir sér að í
framhaldinu gætu samvinnufélög
átt erindi á mörgum sviðum. Í
framhaldi af slíkri þróun mætti
svo aftur hugsa sér að samband
samvinnufélaga myndi eflast að
nýju, án þess þó að það þyrfti að
verða jafn mikið miðstjórnarvald
og var í SÍS á sínum tíma.“
10 20. febrúar 2005 SUNNUDAGUR
WALTER WINCHELL (1897-1972)
lést þennan dag.
Sambandið gæti eflst á ný
TÍMAMÓT: 103 ÁR FRÁ STOFNUN SÍS
„Yfirleitt frétti ég hluti hjá fólki sem lof-
aði einhverjum öðrum að segja engum.“
Bandaríski blaðamaðurinn Walter Winchell er sagður hafa fundið
upp „slúðurdálkinn“ en hann starfaði bæði við útvarp og prent-
miðla og varð mjög vinsæll. Hann braut óskráðar siðareglur og
upplýsti um einkamál opinberra persóna og markaði með því
spor í blaðamennsku og líf fræga fólksins.
timamot@frettabladid.is
AÐALFUNDUR SÍS ÁRIÐ 1985 Samband íslenskra samvinnufélaga er ennþá til en starfsemi þess hefur að mestu legið niðri í rúman áratug.
Þennan dag árið 2003 endaði flug-
eldasýning við upphaf tónleika
þungarokksveitarinnar Great White
með eldsvoða sem varð 98 manns
að bana. Þá slösuðust nærri 190 til
viðbótar, bæði af völdum elds og
svo troðnings í ofsahræðslunni sem
greip um sig á tónleikastaðnum, en
það var næturklúbbur í West
Warwick á Rhode Island í Bandaríkj-
unum. Daginn eftir brunann höfðu
ekki verið borin kennsl á nema lít-
inn hluta þeirra sem fórust og töldu
yfirvöld að nýta þyrfti DNA-tækni til
að þekkja illa brunnin líkin. Þá voru
35 taldir í lífshættu vegna sára
sinna. Eigendur næturklúbbsins
héldu því fram að þeir hefðu ekki
vitað að hljómsveitin ætlaði að hef-
ja tónleikana með flugeldasýningu,
en söngvari sveitarinnar, Jack
Russell, sagði við fjölmiðla: „Tón-
leikastjórinn gekk frá þessu öllu við
klúbbinn.“ Yfirvöld brunamála upp-
lýstu síðar að vegna þess hve húsið,
sem var viðarhús, hefði verið lítið
og byggt fyrir árið 1976 hefði ekki
þurft að setja þar upp úðaslökkvi-
kerfi, en slíkt kerfi hefði getað bjarg-
að málum. Þá hafði hljómsveitin
ekki tilskilin leyfi til að vera með
flugeldasýningu og mátti í fram-
haldinu sæta rannsókn vegna máls-
ins. Eins og við var að búast höfð-
aði líka fjöldi fólks mál á hendur
hljómsveitinni og eigendum klúbbs-
ins, en í opinberu máli sem höfðað
var á hendur Jeffrey og Michael
Derderian, eigendum klúbbsins, og
Dan Biechele, tónleikastjóra Great
White, voru þeir sakaðir um mann-
dráp af gáleysi. Málareksturinn
stendur enn.
20. FEBRÚAR 2003
Flugeldasýning hljómsveitarinnar
Great White olli stórbruna sem varð
98 manns að bana.
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1437 Jakob I Skotakonungur
myrtur í borginni Perth í til-
raun til valdaráns.
1631 Þýskir prinsar af mótmæl-
endatrú mynda bandalag
með Gústafi II Svíakonungi,
en þar með var lagður
grunnur að innkomu Svía í
Þrjátíu ára stríðið.
1911 Fiskifélag Íslands stofnað.
1918 Þjóðólfur kemur út á ný í
ritstjórn Sigurðar Guð-
mundssonar.
1943 Bensínskömmtun hefst á
Íslandi.
1990 England lýsir yfir einhliða
afnámi banns við nýjum
fjárfestingum í Suður-Afríku.
1996 Hussein Kamel, tengdason-
ur Saddams Hussein, for-
seta Íraks, snýr aftur til Íraks
eftir að hafa áður flúið til
Jórdaníu. Hann var, ásamt
ættingjum sínum, drepinn
nokkrum dögum síðar.
Flugeldasýning olli stórbruna
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is
MOSAIK
af legsteinum
gegn staðgreiðslu
í janúar og febrúar
Sendum myndalista
15% afsláttur
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
Garðar Ástvaldsson
Glitvangi 13, Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum í Fossvogi 10. febrúar sl. Útförin hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýnt hafa okkur samúð, hlý-
hug og vináttu. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á deild
B-2, Landspítala í Fossvogi.
Sigríður Stefánsdóttir, Stefán Andreasson, Kolfinna Magnúsdóttir,
Halldór Jón Garðarsson, Íris Helga Baldursdóttir, Sigríður Elín,
Sólveig Halldóra og Naomí Sif.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
móður, tengdamóður og ömmu,
Sólveigar Eyjólfsdóttur
Brekkugötu 5, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á 4. hæð Sólvangs í Hafnar-
firði.
Kristín V. Haraldsdóttir, Eyjólfur V. Haraldsson, Guðbjörg Edda
Eggertsdóttir, Eggert Eyjólfsson og Haraldur Sveinn Eyjólfsson.
Ástkær móðir okkar,
Guðný Málfríður Pálsdóttir
húsmóðir, Álfhólsvegi 12a, Kópavogi,
andaðist á heimili sínu aðfaranótt 17. febrúar. Jarðarförin verður
auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Páll Hjaltason, Pjetur G. Hjaltason, Sigurður Elías Hjaltason,
Eiríkur Hjaltason, tengdadætur og barnabörn.
ANDLÁT
Guðbrandur Sigurgeirsson, Furulundi
3c, Akureyri, lést laugardaginn 12. febrú-
ar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Friðrik Andrésson, múrarameistari,
Kirkjusandi 1, Reykjavík, lést fimmtudag-
inn 17. febrúar.
Guðný Málfríður Pálsdóttir, húsmóðir,
Álfhólsvegi 12a, Kópavogi, lést fimmtu-
daginn 17. febrúar.
Gunnhildur Eiríksdóttir, Hrafnistu,
Reykjavík, lést fimmtudaginn 17. febrúar.
Jóhann V. Sigurjónsson, Álftahólum 2,
Reykjavík, lést miðvikudaginn 17. febrúar.
FÆDDUST ÞENNAN DAG
1744 Sir William Cornwallis, enskur að-
míráll.
1925 Robert Altman, leikstjóri.
1927 Sidney Poitier, leikari.
1947 Peter Strauss, leikari.
1959 Joel Rifkin, raðmorðingi frá New
York.
1961 Imogen Stubbs, leikkona.
1963 William Baldwin, leikari.
1963 Ian Brown, söngvari Stone Roses.
1966 Cindy Crawford,
ofurfyrirsæta.
1967 Lili Taylor, leikkona.
1967 Kurt Cobain, söngvari Nirvana.
1967 Andrew Shue, leikari.
ÍVAR JÓNSSON „Sú staða getur vel kom-
ið upp að samvinnuhreyfing eflist að nýju.“