Fréttablaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 62
34 20. febrúar 2005 SUNNUDAGUR HELGI OG PÉTUR Listamennirnir tveir ætla að halda keppni í beltavélaslípun á Kjarvalsstöðum á sunnudag. Keppa í belta- vélaslípun Keppni í beltavélaslípun verður haldin á Kjarvalsstöðum í dag klukkan 15.00. Listamennirnir Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson hafa sett upp vísi af bifreiðaverkstæði í miðrými Kjarvalsstaða undir yfirskriftinni Markmið XI. Hluti af sýningunni er keppni í beltavélaslípun og hvetja þeir fólk til að mæta á staðinn með sína eig- in beltaslípivél og etja kappi við aðrar vélar á 25 metra langri braut. Tímataka sker síðan úr um það hvaða vél ber sigur úr býtum. Listamennirnir munu aðstoða fólk við að koma vélunum á brautirnar og kynna það fyrir reglum sem gilda í keppni sem þessari. „Þetta er ekkert ný keppni sem við erum að finna upp. Kaninn stundar þettta grimmt,“ segir Helgi Hjaltalín. „Þetta er útsláttar- keppni eins og í kvartmílunni. Brautin er keyrð og síðan er skipt á milli brauta. Það væri óskandi að það kæmi fullt af hobbímönnum með vélarnar sínar en það eru samt engin verðlaun í boði,“ segir hann. Bætir hann því við að mörg mark- mið séu með sýningunni en öll séu þau tiltölulega óljós. ■ Blúspíanóleikarinn Pinetop Perk- ins, sem tók upp sína fyrstu sóló- plötu með hljómsveitinni Vinum Dóra árið 1992, fékk heiðursverð- laun fyrir æviframlag sitt til tón- listar á nýafstaðinni Grammy- verðlaunahátíð í Bandaríkjunum. Perkins er þar í góðra manna hópi því á meðal þeirra sem fengu heiðursverðlaun voru stór nöfn á borð við Janis Joplin, Led Zeppel- in og Jerry Lee Lewis. Hinn 91 árs gamli Perkins hef- ur verið einn albesti blúspíanó- leikari heims í gegnum tíðina. Hann hóf feril sinn sem atvinnutón- listarmaður árið 1926 í Mississippi og varð meðal annars þekktur sem hjálparkokkur hins goðsagnar- kennda Muddy Waters á árunum 1969 til 1981. Kom hann fram ásamt Waters í heimildarmynd- inni frægu The Last Waltz sem fjallaði um síðustu tónleika hljóm- sveitarinnar The Band. Auk þess hefur hann spilað með stórmenn- um á borð við Eric Clapton, BB King og Rolling Stones, sem eru miklir aðdáendur hans, og komið fram í fréttaskýringaþætt- inum 60 mínútur. Perkins, sem heitir réttu nafni Joe Willie Perkins, hefur tvisvar komið hingað til lands. Í fyrra skiptið tók hann upp sólóplötu sína á Púlsinum og í hljóðverinu Sýr- landi með Vinum Dóra. Árið eftir, 1993, fór hann í tónleikaferð um landið ásamt Vinum Dóra og spil- aði fyrir framan 10 þúsund manns í miðbæ Reykjavíkur á 17. júní, þá 79 ára gamall. Sama ár spiluðu Vinir Dóra með honum á blúshátið í Chicago og héldu þar upp á átt- ræðisafmæli hans með honum. „Hann er mjög skemmtilegur og góður karl,“ segir Dóri, sem sjálf- ur heitir réttu nafni Halldór Braga- son. „Hann kenndi okkur að spila blús almennilega og er guðfaðir Vina Dóra. Hann er fyrstu kyn- slóðar blúsmaður og það var mjög gaman að kynnast honum. Það var heiður fyrir unga sveitastráka að spila með svona hetju. Maður átt- aði sig ekkert á þessu. Hann sagði manni margar sögur og að spila með honum var eins og að vera í háskóla.“ Dóri segist lítið hafa verið í sambandi við Perkins undanfarin ár en þeir voru aftur á móti í miklu sambandi ‘94 og ‘95 þegar Dóri bjó úti í Bandaríkjun- um. Blúshátíð verður hald- in í Reykjavík um pásk- ana og þó svo að Perk- ins sé ekki væntanleg- ur vonast Dóri til að hann komi hingað aft- ur fyrr en síðar. „Það væri gaman að fá karlinn einu sinni enn til Ís- lands. Það er draumurinn að spila með hon- um einu sinni áður en hann verður allur,“ segir hann. „Mér þykir mjög vænt um hann.“ freyr@frettabladid.is PINETOP PERKINS: BLÚSPÍANISTI OG ÍSLANDSVINUR HEIÐRAÐUR Vinur Dóra fékk Grammy HIN HLIÐIN HIN HLIÐIN Á SIF GUNNARSDÓTTUR VERKEFNISSTJÓRA VETRARHÁTÍÐAR REYKJAVÍKUR. Hvernig ertu núna?Ég er kát en örlítið þreytt. Augnlitur:Grágrænn. Starf:Verkefnisstjóri viðburða hjá Höfuðborgarstofu. Stjörnumerki: Tvíburi. Hjúskaparstaða: Í sambúð. Hvaðan ertu? Frá Reykjavík. Helsta afrek: Afrek á dag kemur skapinu í lag. Helstu veikleikar: Óþolinmæði. Helstu kostir: Óþrjótandi áhugi á því sem ég er að gera. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Hin dásamlega danska sápa Kroniken. Ég bíð spennt eftir því að hún komi aftur. Uppáhaldsútvarpsþáttur: Morgunvaktin. Uppáhaldsmatur: Rótsterk grænmetissúpa sem maðurinn minn býr til sem drepur flensu. Uppáhaldsveitingastaður: 101. Uppáhaldsborg: Reykjavík. Mestu vonbrigði lífsins: Að vera ekki frægur rithöfundur. Áhugamál: Fólk og það sem það gerir skemmtilegt. Viltu vinna milljón? Ekki spurning. Jeppi eða sportbíll? Til skiptis á sumrin og veturna. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 1,75 cm. Ég er 1,71 cm núna. Hver er fyndnastur/fyndnust? John Cleese er mjög fyndinn. Hver er kynþokkafyllst(ur)? Indversku strákarnir í DCS sem spil- uðu á Vetrarhátíð. Trúir þú á drauga?Nei. Hvaða dýr vildirðu helst vera?Fugl með mikið vænghaf. Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Rotta. Áttu gæludýr?Já, köttinn Tófu. Besta kvikmynd í heimi: Ég hef enga séð jafnoft og Casablanca. Besta bók í heimi:„Þó er best að borða ljóð en bara reyndar þau sem eru góð.“ Næst á dagskrá: Ráðstefna fyrir hátíðahaldara í Amsterdam. 25.05.1965 Ætlaði að verða 1,75 cm ...fær Eyrún Magnúsdóttir í Kast- ljósinu fyrir að hafa náð að sjarma þjóðina upp úr skónum á mettíma. Hún var á dögunum valin kynþokkafyllsta kona landsins af hlustendum Rásar 2. HRÓSIÐ VINIR DÓRA Hljómsveitin Vinir Dóra spilaði með Pinetop Perkins í byrjun tíunda áratug- arins við fádæma undirtektir. Hér er sveitin ásamt Chicago Beau og Pinetop Perkins, sem er þriðji frá vinstri. Vinur Dóra hefur lengi verið tal- inn einn albesti blúspíanisti í heimi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.