Fréttablaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FIMMTUDAGUR MATUR Á ÞORRA OG GÓU Hallgerður Gísladóttir flytur erindið Þorrinn og Góan, matur og matarvenjur, á þjóðlegri dagskrá í Bókasafni Kópavogs klukkan 17.15 í dag. Þá munu kvæðamenn frá kvæða- mannafélaginu Iðunni kveða rímur. VEÐRIÐ Í DAG 24. febrúar 2005 – 53. tölublað – 5. árgangur Von á nýrri plötu Hljómsveitin Trabant: SÍÐA 30 LETTNESK KONA FRUMKVÖÐULL- INN Ilone Wilka, sem rekur fyrirtækið Vis- landia í Lettlandi, hefur flutt inn tugi Letta og Litháa á síðustu mánuðum til starfa í íslensk- um fyrirtækjum. Sjá síðu 2 KVEIKTI TVISVAR Í SÖMU NÓTT- INA Ungur maður hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir íkveikju í bílum í Hafnar- firði. Þykir maðurinn hafa stofnað lífi níu manna í hættu. Sjá síðu 4 EKKI SELT TIL AÐ EINKAVÆÐA Full- trúar Vinstri grænna í R-listanum vilja ekki að Landsvirkjun verði einkavædd. Borgar- stjóri vill aðskilja umræður um sölu borgar- innar og einkavæðingu. Sjá síðu 6 LITLI HLUTHAFINN Í AÐALHLUT- VERKI Kjölfestufjárfestir Símans hafði sig ekki mikið í frammi á aðalfundi fyrirtækisins. Handhafi brots af heildarhlutafé lét meira til sín taka og gagnrýndi fyrirtækið og flutti til- lögur sem voru felldar. Sjá síðu 20 Kvikmyndir 34 Tónlist 33 Leikhús 33 Myndlist 33 Íþróttir 34 Sjónvarp 36 heimili tíska ferðir Dýrkar hettu- peysurnar sínar Ingibjörg Finnbogadóttir: Í MIÐJU BLAÐSINS ÁFRAM HÆGVIÐRI með björtu veðri síst þó vestan til. Hætt við þokusúld með ströndum sunnan og vestan til. Lítið eitt svalara í dag en í gær. Næturfrost. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 71% 49% Dagblaðalestur á fimmtudögum* *Landið allt skv. fjölmiðlakönnun Gallups, nóv. 2004. leiðin að góðu kynlífi Týndi drengurinn: Skólastjórinn fann hann FÉLAGSMÁL Skólastjóri fjórtán ára piltsins, sem leitað hefur verið að undanfarna viku, fann hann í gær- morgun. Hann hafði dvalið á heimili vinkonu sinnar. Foreldrar hennar höfðu ekki áttað sig á að drengsins væri leitað. „Ég er búin að hitta hann og taka utan um hann,“ sagði móðir piltsins í gær, en blaðið birti viðtal við hana í gærmorgun þar sem hún sagði frá áralangri baráttu sinni og drengsins síns. Margir sem lásu viðtalið og þekktu fjölskylduna áttuðu sig á um hverja var að ræða, þótt það væri nafnlaust. Þetta varð til þess að margir hófu leit að drengnum, að sögn móðurinnar. - jss Orðlaus yfir sýknudómi Maður var sýknaður af því að hafa skorið leigubílstjóra á háls í júlí í fyrra. Bílstjórinn vonar að málinu verði áfrýjað. Hann hefur ekki keyrt leigubíl eftir árásina en gengur til sálfræðings og lýtalæknis. DÓMSMÁL Leigubílstjóri sem var skorinn á háls í lok júlí í fyrra sagðist hafa orðið gjör- samlega orðlaus þegar maðurinn sem var ákærð- ur fyrir árásina var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Einn af dómurunum þremur taldi manninn sekan og vildi dæma hann í fimm ára fangelsi. „Ég vona að dómnum verði áfrýjað til Hæsta- réttar,“ segir Ásgeir Elías- son, fyrrum leigubílstjóri, en hann hefur ekki treyst sér til að aka leigubíl eftir árásina. Hann hlaut átján sentimetra langan skurð á hálsinn sem þurfti 56 spor til að loka. „Ég hætti að keyra leigubílinn og er að reyna að jafna mig. Geng til sál- fræðings og fór í fyrstu lýtaaðgerðina af fimmtán síðasta mánudag,“ segir Ásgeir. Tveir mánuðir þurfa að líða á milli lýtaað- gerða og hann sér ekki fram á að þessu ljúki fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Von- ir standa til að allt að níu- tíu prósent af örinu hverfi eftir aðgerðirnar fimmtán en það er óvíst. „Það sjá allir hvað kom fyrir mig þegar örið er ekki hulið,“ segir Ásgeir. Dómurinn segir rannsókn lög- reglu stórlega ábótavant og segir að frekari rannsóknir hefðu getað haft úrslitaáhrif á niðurstöðu málsins. Í niðurstöðu dómaranna tveggja sem sýknuðu sakborning- inn segir að með hliðsjón af því að enginn hafi séð hver skar leigubíl- stjórann og með tilliti til ann- marka á rannsókn málsins sé ekki sannað að ákærði hafi skorið Ásgeir á háls. Þriðji dómarinn segir að leigu- bílstjóranum og vitni, sem var með árásarmanninum, beri saman í meginatriðum um hvað hafi gerst og það eigi að duga til að sanna sektina. Hann segir annmarka á rannsókn lögreglu á árásarvopn- inu ekki breyta neinu þar um. - hrs Síðan í haust hefur verið hægt að hlusta á raddsýnishorn al- þingismanna á vef þingsins, althingi.is. Solveig K. Jóns- dóttir, ritstjóri vefsins, segir að þetta sé bæði til gamans gert og eins svo fólk geti í framtíðinni rifjað upp hvernig rödd hvers og eins þingmanns hljómaði. Þegar er hægt að hlusta á raddsýnishorn allra núverandi þingmanna og er unnið að því í hjáverkum að bæta þeim inn sem áður sátu á þingi. Skipulögð hljóðritun þingræðna hófst 1952 en eitthvað er til af eldri upp- tökum. Þegar fram líða stundir verður hægt að hlusta á brot úr ræðum allra sem setið hafa á þingi frá þeim tíma. Solveig segir ekki fylgst með því hve mikið þessi nýjung á vefnum er notuð og því er ómögulegt að segja til um það hvaða þingmenn er mest hlust- að á. - bþs SKÁLAÐ FYRIR VERÐLAUNAHAFANUM Það var mikið fagnað hjá útgáfu Bjarts í gær eftir að tilkynnt var að Sjón muni fá bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs í ár. Sjón er fyrsti Íslendingurinn til að njóta þessa heiðurs í áratug, en það var Einar Már Guðmundsson sem síðast hlaut verðlaunin árið 1995. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Sjón fær verðlaunin VERÐLAUN „Þetta er mér mikill heiður og ánægja,“ sagði skáldið Sjón í gær eftir að tilkynnt var að hann muni hljóti bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs í ár. „Ég þóttist nú vera kominn í góðan félagsskap með tilnefning- unni, en nú er félagsskapurinn orðinn enn betri.“ Sjón hlýtur verðlaunin fyrir skáldsögu sína Skugga-Baldur sem Bjartur gaf út haustið 2003. Verðlaunin verða afhent í Reykjavík 26. október. Sjá nánar síðu 38 SÁRIÐ Á HÁLSI ÁSGEIRS Þarf að fara í fimmt- án lýtaaðgerðir til að laga örið. FORELDRAHÚSIÐ Móðir drengsins fékk mikinn stuðning í Foreldrahúsi meðan hún vissi ekki um afdrif hans. BJARNI BENE- DIKTSSON ELDRI Talar um sveiflur atvinnuveganna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M BJARNI BENE- DIKTSSON YNGRI Talar um forsetakjör. DAGURINN Í DAG Nýjung á vef Alþingis: Hægt að hlýða á raddsýnishorn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.