Fréttablaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 24. febrúar 2005 33 Hugsaðu smátt! *Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. www.sonycenter.is Kauptu Sony hjá Sony DSC-T1 Stafræn Myndavél • 5 milljón pixlar • 3x aðdráttur um Carl Zeiss linsu • 2,5" Skjár • tengistöð. Verð 4.165 krónur vaxtalaust* í 12 mán. eða 49.980 krónur staðgreitt. • Sony CyberShot DSC-T1 Vasavélin með stóra skjánum EISAverðlaunin 2004-2005! Stamina tæknin hjá Sony sparar orku og tryggir þér lengri endingu á rafhlöðunum. Carl Zeiss linsa með 3x optical aðdrætti frá stærsta linsuframleiðanda heims. 256MB minniskort á aðeins 995 krónur með myndavél. Venjluegt verð er 8.495 krónur. DSC-L1 Stafræn Myndavél • 4,1 milljón pixlar • 3x aðdráttur um Carl Zeiss linsu • 1,5" skjár Verð 3.499 krónur vaxtalaust* í 12 mán. eða 41.988krónur staðgreitt. Segja vélina einu myndavélina sem umsagnaraðili bar alltaf á sér. Sony CyberShot DSC-L1 Hönnun og stíll Hönnun sem tek ið er eftir! 995 krónur með mynda- vél! 995 krónur með mynda- vél! Þessa dagana stendur yfir kynn- ing á spænskum og portúgölskum í Vínbúðunum undir yfirskriftinni Olé! Vert er að benda á fróðlegan bækling sem dreift er í búðunum og ágætum framsetningum á vín- um frá svæðinu sem eru sérmerkt í hillum og á sérstöku kynningar- verði. Þau þrjú vín sem kynnt eru hér eru öll á kynningarverði en þau eru vel kunn íslenskum vín- áhugamönnum sem taka eflaust þessu framtaki Vínbúðanna fagn- andi. Portúgal næsta stjörnulandið? Það hallar töluvert á portúgölsk vín á íberískum dögum sem standa nú yfir í Vínbúðunum. Nágrannar þeirra á Spáni fá töluvert meira pláss enda spænsk vín verið afar vinsæl hérlendis um árabil á meðan portúgölsk vín hafa átt undir högg að sækja ef undan eru skilin port- vín sem ævinlega njóta töluverðra vin- sælda. Úrvalið á íberískum dögum end- urspeglar þetta en þar eru í boði fjögur portvín, eitt rósavín – hið kunna Mateus, en aðeins eitt rauðvín, Prima- vera Bairrada Reserva. Það virðist því sem sú ætlun stjórnenda Vínbúðanna að beina sjónum einnig að Portúgal hafi ekki hlotið mikinn meðbyr innflytj- enda en val þeirra endurspeglar aftur á móti erfiða stöðu portúgalskra vína á ís- lenskum markaði. Sjötti stærsti framleiðandi heims Er þetta miður því mikil gerjun hefur verið í portúgalskri víngerð. Árum sam- an hafa vínskríbentar verið að leita að næsta „stjörnulandinu“ í vínheiminum. Margir hafa litið til Portúgals og þeirrar framþróunar sem þar á sér stað. Vín þaðan hafa löngum verið hefðbundin borðvín, einkum ætluð fyrir innan- landsmarkað og portúgölsk léttvín ekki lagt af baki margar mílur í vínheimum. Þaðan hafa komið nokkur athyglisverð vín undanfarin ár, með litlum gassa- gangi þó. Það kemur sjálfsagt mörgum á óvart hversu mikið er framleitt af víni í Portúgal en landið er sjötti stærsti vínframleiðandi heims þrátt fyrir lítið landrými. Um fjórðungur af þeim sem starfa að landbúnaði í landinu starfa að vínrækt. Góðir dómar Í lokin skulum við líta á hvað nokkrir heimsþekktir vínrýnar hafa að segja um portúgölsk vín. „Þrjóskan við að selja sig undir alþjóð- lega tísku og það hversu óvænt vínin eru gera Portúgal að jafn spennandi vínlandi og raun ber vitni.“ Oz Clarke „Portúgalar hafa ævinlega haft þann undarlega sið að hugsa bara um að vínin falli öðrum Portúgölum í geð fremur en að búa til þær gerðir að vín- um sem venjulega falla hinum dæmig- erða alþjóðlega neytanda í geð.“ Jancis Robinson „Landslagið og þrúgurnar í Portúgal er ákaflega fjölbreytt. Beri Portúgalir gæfu til þess að leyfa fjölbreytninni að end- urspeglast í víninu og halda sínu striki eru möguleikarnir óendanlegir.“ Kathryn McWhirter, Charles Metcalfe: The Wines of Spain and Portugal Las Campanas Crianza Ótrúlega margslungið vín frá Navarra. Oft kallað „tapasvínið“ vegna þess hve vel það passar með fjölbreyttum mat. Vín sem er sniðið fyrir veislur þar sem smá- réttir eru í boði. Kynningarverð 1.040 kr. Campo Viejo Reserva: Vín sem fyrir löngu hefur unnið hug og hjörtu lands- manna. Kemur frá uppá- haldsvínsvæði Íslendinga, Rioja. Frábært vín fyrir þá sem eru að leita eftir mjúkum en í senn kraft- miklum karakter. Kynningarverð 1.290 kr. Vín á kynningarverði á íberískum dögum Marques de Arienzo Gran Reserva: Nú gefst fólki kostur á að smakka eitt ástsælasta vín Spánar á tilboðs- verði. Frábært vín frá Rioja sem margan hefur glatt bæði sem ne- ysluvara og ekki síður sem gjöf, þar sem útlit flöskunnar er glæsi- legt. Kynningarverð 1.590 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.