Fréttablaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 18
Margir kvíða þeim degi, þegar
Nelson Mandela fellur frá. Ferill
hans er þannig vaxinn frá fyrstu
tíð, að Mandela nýtur óskiptrar
aðdáunar og virðingar í landi sínu
og um allan heim. Hann þótti
sjálfsagður fyrsti forseti frjálsrar
Suður-Afríku, en kaus þó að sitja
ekki í embætti nema eitt kjör-
tímabil, fimm ár, þótt hann væri í
fullu fjöri. Gríðarleg umskipti í
efnahags- og stjórnmálalífi lands-
ins hafa valdið miklu ölduróti
þarna suður frá, svo sem algengt
er við slíkar aðstæður – ölduróti,
sem svipar að ýmsu leyti til Rúss-
lands á sama skeiði. Löndin tvö
eiga það sammerkt, að nýfengið
frelsi hefur leyst úr læðingi áður
bælda krafta, sem kunna sér ekki
hóf. Í Rússlandi birtist þíðan í
skefjalausri græðgi þeirra, sem
komust í aðstöðu til þess að sölsa
undir sig eigur ríkisins: baráttan
um yfirráðin yfir þjóðarauði
Rússlands stendur enn, og þar er
ýmsum brögðum beitt. Ríkis-
stjórn Pútíns forseta hefur látið
loka fjölmiðlum, sem stjórninni
voru ekki þóknanlegir. Og nú hef-
ur rússneska varnarmálaráðun-
eytið opnað nýja sjónvarpsstöð:
dagskrána prýða gamlar myndir
af skriðdrekum og skrúðgöngum
á Rauða torginu og annað þjóð-
þrungið efni. Einkunnarorð stöðv-
arinnar eru þessi: Öflugar land-
varnir útheimta óbilandi ætt-
jarðarást. Nýi sjónvarpsstjórinn,
borðalagður á bak og brjóst,
segist stefna að því, að fimm ára
sonur hans geti verið jafnstoltur
af Rússlandi og hann var sjálfur
af Sovétríkjunum. Ríkið ræður nú
þegar yfir þrem helztu sjónvarps-
stöðvum landsins auk ýmissa
smærri stöðva.
Suður-afrískir ráðamenn og
einkavinir þeirra hafa sumir eins
og Rússar reynt að maka krókinn í
ölduróti undanfarinna ára, en fjöl-
miðlar fylgjast vel með þeim og
veita þeim aðhald. Mandela hefur
einnig vakandi auga með þeim:
vitneskjan um það heldur e.t.v.
aftur af þeim. Margir óttast því, að
græðgin og úlfúðin kunni að keyra
um þverbak, þegar Mandela hverf-
ur af vettvangi. Aðrir telja, að um-
bætur undangenginna ára – einka-
væðing, uppskipting lands o.fl –
séu nógu langt á veg komnar til
þess, að hættan á upplausn og
afturför sé að mestu liðin hjá. Tím-
inn einn getur leitt í ljós, hvor
skoðunin er rétt.
Þjóðum með veika lýðræðis- og
markaðsbúskaparhefð eða jafnvel
enga hættir til harðvítugra og
stundum skaðlegra átaka um auð
og völd, þegar þær öðlast loksins
líf og frelsi. Átök um yfirráð yfir
bönkum, fyrirtækjum og fiski-
miðum hér heima undangengin ár
eru angi á þessum sama meiði, af
því að lýðræðisskipan okkar unga
lýðveldis haltrar í skugga ófull-
kominnar þrískiptingar valds og
ónógs gagnkvæms aðhalds og eft-
irlits (meira um það við tækifæri)
og markaðsbúskaparhefðin hér er
með líku lagi ung og óþroskuð.
Hvað um Kúbu? Þar hafa menn
lengi beðið þess með óþreyju, að
Fídel Kastró standi upp eða falli
frá, því að hann stendur enn sem
fyrr í vegi fyrir öllu því, sem
Kúbverjar þurfa mest á að halda:
frelsi, lýðræði og markaðsbúskap.
Hann hefur stjórnað landinu með
harðri hendi í bráðum hálfa öld og
lætur engan bilbug á sér finna.
Hann lítur svo á, að efnahags-
erfiðleikar Kúbu – þ.e.a.s. þrúg-
andi fátækt og niðurníðsla – stafi
annars vegar af langvinnu við-
skiptabanni Bandaríkjanna og
hins vegar af upplausn Sovétríkj-
anna, sem hann telur hafa verið
misráðna, en Sovétríkin voru áður
helzti kostunaraðili Kúbu, eins og
það er kallað í skemmtanabrans-
anum (og mætti víst kalla víðar).
Kastró lifir í eigin heimi og botn-
ar hvorki upp né niður í heimi
okkar hinna, og enginn þorir að
andmæla honum.
Flestir gera ráð fyrir því, að
Kúba hljóti að hverfa frá einræði
og áætlunarbúskap eins og hendi
væri veifað um leið og Kastró
kveður. En karlinn situr við sinn
keip. Kúba er stórveldi í hans
augum, og Bandaríkin eru eins og
vansæll óknyttaunglingur, sem
fleygir múrsteinum inn um glugg-
ana hjá honum annað veifið:
þannig lýsir hann misheppnuðum
morðtilraunum bandarísku leyni-
þjónustunnar. Kúbverjar snúa
ekki við honum bakinu svo lengi
sem hann segist aldrei sofa í sama
húsi tvo daga í röð. Þess vegna
situr hann enn.
Biðin eftir því, að Kastró
kveðji, hefur verið löng og dýr.
Ætli Reykjavíkurflugvöllur verði
ekki loksins fluttur burt úr Vatns-
mýrinni, þegar samgönguráðun-
eytið fær nýjan húsbónda? Og
ætli Íslendingar sæki ekki loksins
um inngöngu í Evrópusam-
bandið, þegar Sjálfstæðisflokkur-
inn skiptir um formann?
Hvað af þessu þrennu skyldi
nú gerast fyrst? ■
Y firlýsing fjármálaráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráð-herra um einkavæðingu Landsvirkjunar var ótímabær.Burtséð frá því hverrar skoðunar menn eru um fram-
tíðareignarhald á Landsvirkjun var fátt sem knúði á um slíkar
yfirlýsingar nú.
Hitt er svo annað að viðbrögð fulltrúa Vinstri grænna í
borgarstjórn Reykjavíkur eru kostuleg. Hótanir um að stöðva
sölu borgarinnar á hlut sínum í Landsvirkjun eru í besta falli
barnalegar. Salan er ákveðin á forsendum hagsmuna borgar-
búa. Þar er horft til þess hvort þeir fjármunir sem Reykjavík-
urborg á bundna í Landsvirkjun nýtast hagsmunum borgar-
búa betur annars staðar. Að blanda þeim hagsmunum saman
við pólitíska sýn Vinstri grænna á landsvísu er fáránlegt.
Pólitísk barátta um hvort Landsvirkjun verður í framtíðinni
einkavædd eða ekki fer fram á öðrum vettvangi. Sala á eign
felur í sér framsal á ráðstöfunarrétti eignarinnar. Fyrrum
eigandi hefur í kjölfarið ekkert um það að segja hvernig eign-
inni er ráðstafað í framtíðinni. Vinstri grænir verða því að
berjast gegn einkavæðingu Landsvirkjunar á Alþingi, ekki í
borgarstjórn.
Langur vegur er hins vegar frá því að hugmyndir um
einkavæðingu Landsvirkjunar hafi verið ræddar að ein-
hverju marki í samfélaginu. Helgi Hjörvar, alþingismaður og
stjórnarmaður í Landsvirkjun, hefur vakið athygli á því að
versta rekstrarform sem hugsast geti sé einkavædd einokun.
Þetta er ein þeirra forsenda sem þarf að ræða í þaula áður en
frekari ákvarðanir eru teknar um fyrirtækið. Það er ekki
sjálfgefið að þeir sem hlynntir eru lágmarksþátttöku ríkisins
í rekstri fyrirtækja séu sjálfkrafa hlynntir einkavæðingu
Landsvirkjunar.
Greiningardeild KB banka hefur skoðað arðsemi fyrirtækis-
ins. Hún er ekki þess eðlis að fjárfestar muni standa í biðröðum
eftir að komast í eigendahóp þess. Ekki má álykta af þeim
tölum einum um rekstur fyrirtækisins þar sem fleiri þættir
ráða ákvörðunum um verkefni sem fyrirtækið hefur ráðist í.
Landsvirkjun hefur lagaskyldur um nýtingu náttúruauðlinda
landsins að gefnum ákveðnum forsendum. Arðsemiskrafan er
því ekki sú sama og gerð er í venjulegum rekstri, heldur er það
Alþingi sem ákveður í hvaða verkefni skuli ráðist. Fyrirtækinu
ber síðan að framfylgja þeim vilja. Við slíkar ákvarðanir líta
stjórnvöld oftar en ekki til þjóðhagslegra þátta, fremur en til
hreinna hagsmuna fyrirtækisins sjálfs.
Um þá þjóðhagslegu þætti má einnig deila, en ljóst má vera
að Landsvirkjun er ekki venjulegt fyrirtæki í strangasta skiln-
ingi þess orðs. Án þess að útiloka beri mögulega einkavæðingu
fyrirtækisins eða breytingu á rekstrarformi er ljóst að vand-
lega þarf að skoða rök og sjónarmið áður en frekari ákvarðan-
ir verða teknar. Ríkisstjórnin stendur nú frammi fyrir risa-
stóru einkavæðingarverkefni við sölu Símans. Að vekja upp
drauga með ótímabærum yfirlýsingum um Landsvirkjun er til
þess fallið að efla þá sem eru andstæðingar einkavæðingar al-
mennt. ■
24. febrúar 2005 FIMMTUDAGUR
SJÓNARMIÐ
HAFLIÐI HELGASON
Yfirlýsingar um hugsanlega einkavæðingu
eru ótímabærar.
Vanhugsað
útspil
FRÁ DEGI TIL DAGS
Tónleikar á Nasa fös. 25. og lau. 26. febrúar kl.23.00
NOJAZZ ( franskur elektró-jass ) og JAGÚAR
Forsala 700.kr Miðaverð 1000 kr.
af.ismennt.is / nasa.is
Paris
Þegar Kastró kveður
Hnippt í Bush
DV skúbbaði í gær með baksíðumynd
frá leiðtogafundi NATO í Brussel þar
sem sjá mátti Halldór Ásgrímsson
hnippa í George W. Bush Bandaríkja-
forseta þar sem leiðtogar bandalagsins
höfðu stillt sér upp til myndatöku. En
blaðið svaraði því miður ekki spurning-
unum sem brenna á allra vörum í
framhaldinu: Hvernig brást forsetinn
við? Og hvað sagði Halldór við Bush
eða ætlaði að segja við hann? Kannski
„Davíð biður að heilsa“ eða „Ekki
gleyma litla Íslandi“? Vonandi er að
þetta verði upplýst hið fyrsta.
Keppt um prentun
Kaup bókaútgáfunnar Eddu á prent-
smiðjunni Prentmeti hafa vakið athygli.
Menn spyrja sig að því hver staða
Odda verði á markaðnum ef þetta
stærsta forlag landsins flytur bóka-
prentun sína yfir til Prentmets. Sam-
kvæmt Viðskiptablaðinu í gær leikur
ekki vafi á því að Edda ætlar að efla
Prentmet svo um munar. Segir blað-
ið að framkvæmdastjóri prent-
smiðjunnar, hafi verið að skoða
hinar gömlu höfuðstöðvar Hamp-
iðjunnar á Bíldshöfða, sem eru tíu
þúsund fermetrar að flatar-
máli. Þar er gott rými fyrir
fullkomnar prentvélar.
Dómarinn og boltinn
Margir sakna Jóns Stein-
ars Gunnlaugssonar úr þj-
óðmálaumræðunni. Hann
var alltaf skorinorður og rökvís. En það
fer víst ekki saman að vera helsti álits-
gjafi þjóðarinnar og sitja sem dómari í
Hæstarétti. Þess vegna hefur ekki
heyrst í Jóni Steinari um nokkra hríð.
Aðdáendur hans geta þó tekið gleði
sína aftur – að hluta. Jón Steinar er
búinn að finna glufu. Hann má segja
skoðun sína á ensku knattspyrn-
unni. Jafnvel þótt
Íslendingar eigi Stoke er ólíklegt
að enski boltinn komi til
kasta Hæstaréttar. Í gær-
morgun var Jón Steinar
mættur í þáttinn „Ísland í
bítið“ á Stöð tvö og lá
ekki á skoðunum sínum.
Við treystum því að fram-
hald verði á þessu efni.
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL-
SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS
Í DAG
LISTIN AÐ KUNNA
AÐ KVEÐJA
ÞORVALDUR
GYLFASON
Flestir gera ráð fyrir
því, að Kúba hljóti að
hverfa frá einræði og áætlun-
arbúskap eins og hendi væri
veifað um leið og Kastró
kveður. En karlinn situr við
sinn keip. Kúba er stórveldi í
hans augum, og Bandaríkin
eru eins og vansæll
óknyttaunglingur, sem fleygir
múrsteinum inn um gluggana
hjá honum annað veifið.
,,