Fréttablaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 22
Spegill
Speglar eru snilldarlausn í litlu rými og geta verið góð lausn þar sem birta er af
skornum skammti. Speglar á réttum stað geta stækkað rými, endurkastað ljósi á
rétta staði og gerbreytt ásýnd heimilisins.[ ]
Mikið úrval
af viðarörnum og
eldstæðum
Arinbúðin
Stórhöfða 17 v/Gullinbrú (fyrir neðan húsið)
Sími 567 2133 · www.arinn.is
Tessa
308.000 kr.
Aitana
393.700 kr.
7 vikna
talnámskeið
Skólavörðustíg 21 • Sími 551 4050 • Reykjavík
Úrval af vönduðum
sængurfatnaði
Líður best með
mörg járn í eldinum
Jódís Hlöðversdóttir textílhönnuður þrykkir mynstur á
gegnsætt efni og setur í glugga líkt og steint gler.
Fyrsti þrykkramminn sem Jódís gerði hefur verið rauði þráðurinn í gegnum hönnun hennar.
Jódís Hlöðversdóttir er textíl-
hönnuður að mennt og kennir leik-
skólabörnum myndlist. Hún hefur
skapað skemmtilegt myndverk í
glugga þar sem hún leikur sér
með gegnsæi og birtu.
„Efnið sem ég nota er allt
gegnsætt og þegar það er uppsett
í glugga er það líkt og steint gler,“
segir Jódís og krefst myndverkið
þess að birtu sé hleypt í gegnum
það. „Ég nota sérstaka aðferð við
þrykkvinnuna sem gerir það að
verkum að engir tveir reitir eru
eins,“ segi Jódís, sem sjálf hefur
sett myndverkið upp heima hjá
sér með ljósaseríu aftan við.
„Mynstrið vann ég upp úr
skissuvinnu sem ég gerði á Syðri-
Rauðamel í Hnappadal, en þar er
stór rauðamelskúla sem ég skiss-
aði, og mynstrið er boginn af kúl-
unni,“ segir Jódís. Við gerð mynd-
verksins notar hún fyrsta
þrykkrammann sem hún gerði í
námi og hefur hann verið rauði
þráðurinn í gegnum hennar textíl-
hönnun.
Jódís stefnir á frekari úr-
vinnslu á hugmyndinni. Hún hef-
ur verið að prófa sig áfram með
lampa og fyrir jólin þrykkti hún
jólakort með mynstrinu. „Mér líð-
ur best þegar ég hef mörg járn í
eldinum og hef líka málað í olíu
jafnhliða textílhönnuninni,“ segir
Jódís.
kristineva@frettabladid.is
„Við tókum þessi húsgögn inn rétt
fyrir jól og viðskiptavinum okkar
líst ofboðslega vel á þau. Fólk er
mikið að skoða og kaupa og greini-
legt að þessi nýju húsgögn falla í
kramið. Við erum þau einu á land-
inu sem selja þessi húsgögn enda
ekkert gaman að selja eitthvað sem
einhver annar selur líka,“ segir
Olga Stefánsdóttir, skartgripa-
hönnuður og eigandi Unika.
„Þetta eru frönsk mahóníhús-
gögn eftir hönnuðinn Veronique
Vailhe og í línunni eru speglar,
skenkir, lampar, borðstofuborð og
hillur. Við í Unika erum þekkt fyr-
ir mýkri húsgögn en þessi eru stíl-
hreinni og aðeins dekkri. Strúkt-
úrinn í viðnum er afskaplega góð-
ur og vinnan í húsgögnunum er
mjög flott frá A til Ö. Það er hugs-
að út í hvert einasta smáatriði,“
segir Olga en skenkir og hillur
eru einmitt að koma sterk inn
núna. „Það er voða vinsælt núna
að hafa eina hillu á vegg yfir
skenk og kannski einn eða tvo list-
muni í hillunni. Frönsku hillurnar
eru einmitt þannig gerðar að fest-
ingarnar sjást ekki og hægt er að
fá þær í nokkrum stærðum.“ ■
Stílhrein húsgögn
með góðan strúktúr
Verslunin Unika í Fákafeni 9 í Reykjavík hefur hafið sölu á
nýjum frönskum mahóníhúsgögnum.
Vandað er við alla vinnu í mahóníhús-
gögnunum og hugsað út í öll smáatriði.
Jódís hefur leikið sér með mynstrið og
hefur meðal annars þrykkt það á
lampa.
Myndverk Jódísar þar sem ljósið skín
fallega í gegn.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.