Fréttablaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 12
24. febrúar 2005 FIMMTUDAGUR
Snjókoma veldur Spánverjum vandræðum:
Snjóhvít jörð í Madríd
SAMGÖNGUR Bæjaryfirvöld í
Fjarðabyggð og á Seyðisfirði hafa
falið Rannsóknastofnun Háskól-
ans á Akureyri að vinna skýrslu
um samfélagsleg áhrif jarðganga
á Mið-Austurlandi. Tilgangurinn
er að afla gagna sem flýtt gætu
jarðgangagerð í fjórðungnum.
Smári Geirsson, forseti bæjar-
stjórnar Fjarðabyggðar, segir að
skýrslugerðin muni taka nokkra
mánuði en kostnaður við hana er á
þriðju milljón króna. „Við erum
sannfærðir um að skýrslan muni
styrkja hugmyndir um jarðgöng
sem tengja svæðið frá Eskifirði
til Seyðisfjarðar og jafnvel upp
á Hérað,“ segir Smári.
Einkum er rætt um tvær út-
færslur varðandi tengingu byggð-
anna á Mið-Austurlandi. Önnur út-
færslan byggir á fjórum göngum:
Nýjum göngum á milli Eskifjarð-
ar og Norðfjarðar, frá Norðfirði
til Mjóafjarðar, frá Mjóafirði til
Seyðisfjarðar og göngum upp í
Hérað en Smári segir ýmsar stað-
setningar á þeim göngum koma til
greina. Hin útfærslan miðast við
að nota einn þriggja risabora sem
eru við Kárahnjúka og bora ein
göng um austfirsku fjallgarðana
og opna þau á nokkrum stöðum.
- kk
FÉLAGSMÁL Útgjöld heimila vegna
neyslu voru fjórðungi hærri árið
2002 en 1995 að því er fram kom í
svari Davíðs Oddssonar, ráðherra
Hagstofu Íslands, við fyrirspurn
Jóhönnu Sigurðardóttir, þing-
manns Samfylkingarinnar.
„Hækkun á útgjöldum vegna
neyslu stafar fyrst og fremst
vegna þess að neysla er einfald-
lega meiri nú en áður,“ segir
Jóhanna. Hún bendir jafnframt á
að athyglisvert sé að skoða
hvernig aukningin skiptist milli
fjölskyldugerða.
Neysluútgjöld hjóna og sam-
búðarfólks hafa aukist talsvert
meira en hjá einstæðum foreldr-
um. Hjón og sambúðarfólk eyddu
fjórðungi hærri upphæð í neyslu
árið 2002 en átta árum fyrr en ein-
stæðir foreldrar eyddu um 16 pró-
sentum hærri upphæð.
Meðalneysla barnlausra hjóna
og sambúðarfólks jókst um fjórð-
ung á tímabilinu, eða úr rúmlega 2,9
milljón króna í 3,7 milljónir. Neysla
hjóna og sambýlisfólks með börn
jókst um sama hlutfall en fór úr 3,9
milljónum í 4,9 milljónir að meðal-
tali á ári, að sögn Jóhönnu.
Útgjöld einstæðra foreldra
jukust minnst, eða um rúm 8 pró-
sent. Einstæðir foreldrar eyddu
um 2,8 milljónum í neyslu á ári að
meðaltali árið 1995 en um 3 millj-
ónum árið 2002.
Einstaklingar eyddu um 11
prósentum meira vegna neyslu
árið 2002 en átta árum áður og
jókst neysla þeirra úr 1,8 milljón-
um í um tvær milljónir.
Jóhanna bendir á að þegar
neysluútgjöldin eru borin saman
við meðaltekjur ársins 2003 komi í
ljós hve mikill hluti tekna ein-
staklinga og einstæðra foreldra
fari í neyslu. Hún bendir á þá stað-
reynd að stærsti hluti einstæðra
foreldra er konur og að meðal-
tekjur kvenna voru undir tveimur
milljónum árið 2003. Útgjöld
einstæðra foreldra á árinu 2002,
á verðlagi ársins 2004 hafi hins
vegar verið nálægt 3 milljónum.
„Um eina milljón virðist því
vanta til að meðalatvinnutekjur
einstæðra foreldra hrökkvi fyrir
neysluútgjöldum eins og þau eru
skilgreind hjá Hagstofu Íslands,“
segir Jóhanna.
sda@frettabladid.is
SPÁNN Borgaryfirvöld í Madríd á
Spáni lýstu yfir neyðarástandi í
gærmorgun en þá vöknuðu borg-
arbúar við að þykk snjóalög lágu
yfir borginni og var varað við
mikilli hálku á helstu þjóðvegum
til og frá Madríd. Reyndist 15
sentimetra jafnfallinn snjór hafa
lagst yfir stór svæði í fyrrinótt en
slíkt er sjaldgæft þó ekki sé það
einsdæmi.
Snjókoman olli talsverðum töf-
um á flugi til og frá höfuðborginni
og eins urðu allt að klukkutíma
tafir á lestarsamgöngum og kom
það mörgum borgarbúum á leið til
vinnu mjög illa. Enn fremur greip
lögregla til þess ráðs að loka tíma-
bundið vegum sem liggja hvað
hæst í landinu vegna snjóþekju og
bætti það ekki úr skák.
Veðurfar sem þetta hefur orðið
mun algengara hin síðari ár í
landinu og er skemmst að minnast
skyndilegrar snjókomu sem olli
umferðaröngþveiti í Barcelona og
nærliggjandi svæðum í júní á
síðasta ári. ■
... og mundu eftir ostinum!
ÚTGJÖLD VEGNA NEYSLU HAFA AUKIST MJÖG Á SÍÐUSTU ÁRUM
Hjón og sambúðarfólk eyða að meðaltali fjórðungi meira í neyslu nú en fyrir nokkrum árum. Neysla þessa hóps hefur aukist töluvert
meira en einstæðra foreldra eða einstaklinga.
AUKNING NEYSLUÚTGJALDA
1995-2002 Í MILLJÓNUM KRÓNA
Hjón og sambúðarfólk 25%
3,9 í 4,9
Hjón og sambúðarfólk án barna 25,4%
2,9 í 3,7
Einstæðir foreldrar 16%
2,8 í 3
Einstaklingar 11%
1,8 í 2
EINN ÞRIGGJA RISABORA VIÐ
KÁRAHNJÚKA
Bæjaryfirvöld á Austurlandi hafa tekið
höndum saman svo hægt sé að flýta jarð-
gangagerð í fjórðungnum.
Tenging byggða á Austurlandi:
Panta úttekt á áhrifum ganga
SNJÓALÖG Í EVRÓPU
Mikið hefur snjóað víða um álfuna í vetur
en ekki er algengt að íbúar höfuðborgar
Spánar upplifi snjóhvítar götur eins og
raunin varð í gær.
Neysla einstæðra
milljón meiri en tekjur
Neysluútgjöld einstæðra foreldra eru að meðaltali milljón hærri en meðaltekj-
ur þeirra. Útgjöld hjóna og sambúðarfólks hafa aukist meira en útgjöld ein-
stæðra og voru fjórðungi hærri 2002 en átta árum áður.