Fréttablaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 12
24. febrúar 2005 FIMMTUDAGUR Snjókoma veldur Spánverjum vandræðum: Snjóhvít jörð í Madríd SAMGÖNGUR Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð og á Seyðisfirði hafa falið Rannsóknastofnun Háskól- ans á Akureyri að vinna skýrslu um samfélagsleg áhrif jarðganga á Mið-Austurlandi. Tilgangurinn er að afla gagna sem flýtt gætu jarðgangagerð í fjórðungnum. Smári Geirsson, forseti bæjar- stjórnar Fjarðabyggðar, segir að skýrslugerðin muni taka nokkra mánuði en kostnaður við hana er á þriðju milljón króna. „Við erum sannfærðir um að skýrslan muni styrkja hugmyndir um jarðgöng sem tengja svæðið frá Eskifirði til Seyðisfjarðar og jafnvel upp á Hérað,“ segir Smári. Einkum er rætt um tvær út- færslur varðandi tengingu byggð- anna á Mið-Austurlandi. Önnur út- færslan byggir á fjórum göngum: Nýjum göngum á milli Eskifjarð- ar og Norðfjarðar, frá Norðfirði til Mjóafjarðar, frá Mjóafirði til Seyðisfjarðar og göngum upp í Hérað en Smári segir ýmsar stað- setningar á þeim göngum koma til greina. Hin útfærslan miðast við að nota einn þriggja risabora sem eru við Kárahnjúka og bora ein göng um austfirsku fjallgarðana og opna þau á nokkrum stöðum. - kk FÉLAGSMÁL Útgjöld heimila vegna neyslu voru fjórðungi hærri árið 2002 en 1995 að því er fram kom í svari Davíðs Oddssonar, ráðherra Hagstofu Íslands, við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttir, þing- manns Samfylkingarinnar. „Hækkun á útgjöldum vegna neyslu stafar fyrst og fremst vegna þess að neysla er einfald- lega meiri nú en áður,“ segir Jóhanna. Hún bendir jafnframt á að athyglisvert sé að skoða hvernig aukningin skiptist milli fjölskyldugerða. Neysluútgjöld hjóna og sam- búðarfólks hafa aukist talsvert meira en hjá einstæðum foreldr- um. Hjón og sambúðarfólk eyddu fjórðungi hærri upphæð í neyslu árið 2002 en átta árum fyrr en ein- stæðir foreldrar eyddu um 16 pró- sentum hærri upphæð. Meðalneysla barnlausra hjóna og sambúðarfólks jókst um fjórð- ung á tímabilinu, eða úr rúmlega 2,9 milljón króna í 3,7 milljónir. Neysla hjóna og sambýlisfólks með börn jókst um sama hlutfall en fór úr 3,9 milljónum í 4,9 milljónir að meðal- tali á ári, að sögn Jóhönnu. Útgjöld einstæðra foreldra jukust minnst, eða um rúm 8 pró- sent. Einstæðir foreldrar eyddu um 2,8 milljónum í neyslu á ári að meðaltali árið 1995 en um 3 millj- ónum árið 2002. Einstaklingar eyddu um 11 prósentum meira vegna neyslu árið 2002 en átta árum áður og jókst neysla þeirra úr 1,8 milljón- um í um tvær milljónir. Jóhanna bendir á að þegar neysluútgjöldin eru borin saman við meðaltekjur ársins 2003 komi í ljós hve mikill hluti tekna ein- staklinga og einstæðra foreldra fari í neyslu. Hún bendir á þá stað- reynd að stærsti hluti einstæðra foreldra er konur og að meðal- tekjur kvenna voru undir tveimur milljónum árið 2003. Útgjöld einstæðra foreldra á árinu 2002, á verðlagi ársins 2004 hafi hins vegar verið nálægt 3 milljónum. „Um eina milljón virðist því vanta til að meðalatvinnutekjur einstæðra foreldra hrökkvi fyrir neysluútgjöldum eins og þau eru skilgreind hjá Hagstofu Íslands,“ segir Jóhanna. sda@frettabladid.is SPÁNN Borgaryfirvöld í Madríd á Spáni lýstu yfir neyðarástandi í gærmorgun en þá vöknuðu borg- arbúar við að þykk snjóalög lágu yfir borginni og var varað við mikilli hálku á helstu þjóðvegum til og frá Madríd. Reyndist 15 sentimetra jafnfallinn snjór hafa lagst yfir stór svæði í fyrrinótt en slíkt er sjaldgæft þó ekki sé það einsdæmi. Snjókoman olli talsverðum töf- um á flugi til og frá höfuðborginni og eins urðu allt að klukkutíma tafir á lestarsamgöngum og kom það mörgum borgarbúum á leið til vinnu mjög illa. Enn fremur greip lögregla til þess ráðs að loka tíma- bundið vegum sem liggja hvað hæst í landinu vegna snjóþekju og bætti það ekki úr skák. Veðurfar sem þetta hefur orðið mun algengara hin síðari ár í landinu og er skemmst að minnast skyndilegrar snjókomu sem olli umferðaröngþveiti í Barcelona og nærliggjandi svæðum í júní á síðasta ári. ■ ... og mundu eftir ostinum! ÚTGJÖLD VEGNA NEYSLU HAFA AUKIST MJÖG Á SÍÐUSTU ÁRUM Hjón og sambúðarfólk eyða að meðaltali fjórðungi meira í neyslu nú en fyrir nokkrum árum. Neysla þessa hóps hefur aukist töluvert meira en einstæðra foreldra eða einstaklinga. AUKNING NEYSLUÚTGJALDA 1995-2002 Í MILLJÓNUM KRÓNA Hjón og sambúðarfólk 25% 3,9 í 4,9 Hjón og sambúðarfólk án barna 25,4% 2,9 í 3,7 Einstæðir foreldrar 16% 2,8 í 3 Einstaklingar 11% 1,8 í 2 EINN ÞRIGGJA RISABORA VIÐ KÁRAHNJÚKA Bæjaryfirvöld á Austurlandi hafa tekið höndum saman svo hægt sé að flýta jarð- gangagerð í fjórðungnum. Tenging byggða á Austurlandi: Panta úttekt á áhrifum ganga SNJÓALÖG Í EVRÓPU Mikið hefur snjóað víða um álfuna í vetur en ekki er algengt að íbúar höfuðborgar Spánar upplifi snjóhvítar götur eins og raunin varð í gær. Neysla einstæðra milljón meiri en tekjur Neysluútgjöld einstæðra foreldra eru að meðaltali milljón hærri en meðaltekj- ur þeirra. Útgjöld hjóna og sambúðarfólks hafa aukist meira en útgjöld ein- stæðra og voru fjórðungi hærri 2002 en átta árum áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.