Fréttablaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 60,77 61,07 115,98 116,54 80,26 80,70 10,78 10,85 9,71 9,77 8,815 8,867 0,58 0,58 92,80 93,36 GENGI GJALDMIÐLA 22.02.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 110,10 +0,05% 4 24. febrúar 2005 FIMMTUDAGUR Rán framin í Bettís og Videospólunni: Ræningi með úðabrúsa RÁN Eigandi Bettís við Borgar- holtsbraut í Kópavogi var að vinna í fyrrakvöld þegar dökkklæddur ræningi með úða- vopn ruddist inn og heimtaði peninga. Hann spreyjaði úða í andlit eigandans. Sami ræning- inn er talinn hafa verið að verki í söluturninum Videospólunni við Holtsgötu í Reykjavík. Eigandi Bettís var ein að vinna um klukkan níu um kvöldið þegar maðurinn kom inn. Hann úðaði í andlitið á henni og skipaði henni að opna peningakassann. Hún náði að ýta á neyðarhnapp Securitas áður en hún opnaði kassann sem ræninginn hrifsaði peningana úr áður en hann hvarf á braut. Eftir ránið fór hún á slysadeild þar sem úðinn var skolaður úr andliti hennar. Hún var skelf- ingu lostin eftir árásina og segir hún óttann við ræningja hafa aukist til muna eftir þessa lífs- reynslu. Um klukkan hálf tólf sama kvöld ruddist dökkklæddur maður með rauðan klút fyrir andlitinu inn í Videospóluna og heimtaði pen- inga. Hann var með úðavopn en beitti því ekki. Þetta er fjórða rán- ið í söluturninum frá árinu 2001. Ræninginn eða ræningjarnir náðu óverulegri peningaupphæð á báðum ránunum. Í ráninu í Kópa- vogi innan við tíu þúsund krónur. Þegar blaðið fór í prentun í gær var ræningjans enn leitað. - hrs Kveikti tvisvar í sömu nóttina Ungur maður hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir íkveikju í bílum í Hafnarfirði í fyrra. Í annarri íkveikjunni barst eldur í næsta hús og þykir maðurinn hafa stofnað lífi níu manna í húsinu í hættu. DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært 22 ára gamlan mann fyrir að kveikja í bílum og að hafa með því stofnað lífi níu manna í hættu. Mað- urinn er einnig ákærður fyrir að eiga ólöglegt vopn og akstur undir áhrifum deyfandi lyfja. Maðurinn er sakaður um að hafa hellt bensíni yfir og kveikt í bíl sem stóð á bílaplani við fjölbýlishús í Lækjargötu í Hafnarfirði í byrjun september í fyrra. Eldurinn bloss- aði upp og náði í bíla sem stóðu sitt hvoru megin við þann sem kveikt var í. Eldurinn barst í gluggakistu á jarðhæð fjölbýlishússins og brunnu og sprungu rúður bæði á jarðhæð- inni og annarri hæð hússins. Elds- upptök voru aðeins um einum og hálfum til tveimur metrum frá húsinu og þykir maðurinn hafa með íkveikjunni stofnað lífi níu íbúa hússins í hættu, en þeir voru allir sof- andi þegar kveikt var í. Eldsins varð fljótlega vart og það er talið hafa orðið til þess að ekki fór verr. Maðurinn er líka sakaður um að hafa sömu nótt hellt bens- íni yfir og kveikt í öðrum bíl skammt frá fyrri bruna- staðnum. Bíllinn og grindverk sem hann stóð við skemmdust í eldinum. Lögregla stöðvaði manninn í Hafnarfirði í júní í fyrra og reynd- ist vera undir áhrifum deyfandi lyfja og hafa ekki ökuréttindi. Eins fannst hnífur með fimmtán senti- metra löngu blaði í bílnum. Við þingfestingu málsins í Hér- aðsdómi Reykjaness í gær tók maðurinn sér frest til að tjá sig um efni ákærunnar sem hann var þá að sjá í fyrsta skipti. Krafist er að hann verði dæmdur til refsingar og sviptur ökuréttindum. Eigendur þriggja bíla sem urðu eldinum að bráð hafa lagt fram bótakröfu á hendur manninum sam- tals að upphæð rúmrar einnar millj- ónar króna. hrs@frettabladid.is HERVE GAYMARD Sótt er að fjármálaráðherranum vegna húsaleigumála hans. Fjármálaráðherra: Ríkið greiðir húsaleiguna FRAKKLAND, AP Herve Gaymard, fjármálaráðherra Frakklands, er í vanda eftir að upp komst að ríkis- sjóður greiðir í mánuði hverjum andvirði rúmlega milljón króna í leigu fyrir hús sem hann hefur til afnota. Það bætir ekki stöðu ráð- herrans að hann leigir eigin íbúð út á 200 þúsund krónur og er sú íbúð stutt frá húsinu sem ríkissjóður greiðir fyrir. Eftir að upp komst um leigu- greiðslurnar úr ríkissjóði viður- kenndi Gaymard mistök og ákvað að flytja út úr íbúðinni. Það kom ekki í veg fyrir að þingmenn veltu því upp hvort hann ætti að segja af sér vegna málsins. ■ Dæmd fyrir auðgunarbrot: Lögmaður í fangelsi DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavík- ur dæmdi í gær karlmann á sex- tugsaldri í átta mánaða fangelsi og konu á sextugsaldri í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir auðgunarbrot. Þau höfðu gert víxil til málamynda í því skyni að skerða rétt þrotabús eiginmanns konunnar. Maðurinn er lögfræðingur og var refsingin ákvörðuð með það að sjónarmiði að hann hefði gerst sek- ur um auðgunarbrot í skjóli starfs- leyfis. Þeim var gert að greiða all- an sakarkostnað, þar af fær verj- andi konunnar hálfa milljón króna og verjandi lögmannsins seka fær 300 þúsund. - bs HÁSKÓLI ÍSLANDS 27. FEBRÚAR NÁMSKYNNING Í HÁSKÓLA ÍSLANDS www.hi.is ■ BANDARÍKIN Húsleit á Reyðarfirði: Fíkniefni og smyglvara LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Eskifirði lagði í gær hald á fíkniefni og smyglvarning í vöruskemmu á Reyðarfirði um hádegisbilið í gær. Húsleitin var í samvinnu við deildarstjóra tollgæslunnar á Eski- firði, en lögreglunni höfðu borist ábendingar um að ólögleg efni væru í húsinu. Við leit fundust fimm grömm af hassi, þrettán flöskur af sterku áfengi, níu kassar af bjór og tæki til fíkniefnaneyslu. Fjórir menn á fertugsaldri búa í skemm- unni Þeir hafa allir gengist við að eiga varninginn og telst málið upp- lýst. - bs World Trade Center: Hætt að bera kennsl á lík BANDARÍKIN, AP Réttarlæknar í New York eru formlega hættir að bera kennsl á lík fórnarlamba hryðju- verkaárásanna á World Trade Cent- er 11. september árið 2001. Ekki tókst að bera kennsl á rúm- lega 1.100 af þeim 2.749 sem létust í árásunum. Réttarlæknar hafa unnið sleitulaust frá því árásirnar voru gerðar en undanfarna mánuði hefur starfið sífellt orðið erfiðara. Síðan í september hefur aðeins tekist að bera kennsl á átta lík. ■ SÖLUTURNINN BETTÍS Eigandi söluturnsins segir skelfilegt að hugsa til þess að ræninginn gangi laus. VIÐ LÆKJARGÖTU Í HAFNARFIRÐI Eldurinn barst í fjölbýlishúsið frá bílunum enda stóðu þeir mjög nálægt húsinu. ÁKÆRÐUR FYRIR BRENNU Maðurinn er sakaður um að hafa stofnað níu mannslífum í hættu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AF ST EI N N I N G Ó LF SS O N DVÍNANDI VINSÆLDIR Meirihluti íbúa Kaliforníu er ánægður með störf Arnolds Schwarzenegger rík- isstjóra en ánægja með hann fer þó minnkandi. 54 prósent segjast sátt við störf hans nú en í september voru 65 prósent aðspurðra sáttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.