Fréttablaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 10
24. febrúar 2005 FIMMTUDAGUR Millilandaflug frá Akureyri og Egilsstöðum: Búbót fyrir byggðakjarnana FERÐAÞJÓNUSTA Ferðaskrifstofan Trans – Atlantic á Akureyri stefnir á beint flug frá Egils- stöðum til London eða Kaup- mannahafnar í lok mars eða byrjun apríl og frá Akureyri til Kaupmannahafnar í sumar- byrjun. Egill Örn Arnarson, stjórnar- formaður Trans – Atlantic, segir samninga varðandi Akureyrar- flugið á lokastigi en Egilsstaða- flugið standi og falli með lang- tíma samningi við Impregilo eða Bechtel sem annast fram- kvæmdir við álver Alcoa í Reyð- arfirði. „Við höfum samið við evrópskt flugfélag um flug á milli Akureyrar og Kaupmanna- hafnar og stefnum á að fljúga einu sinni í viku, frá byrjun júní og út sumarið,“ segir Egill. Trans – Atlantic hefur verið í viðræðum við Impregilo og segir Egill niðurstöðu að vænta á næstu vikum. „Við höfum einnig kynnt Egilsstaðaflugið fyrir bæjaryfirvöldum á Héraði og forsvarsmönnum Ferðaskrif- stofu Austurlands og eru allir mjög spenntir. Við stefnum á að fljúga allan ársins hring frá Egilsstöðum, tvisvar til fjórum sinnum í mánuði næstu tvö til þrjú árin,“ segir Egill. - kk ■ ASÍAKynning á BIOTHERM snyrtivörunum fimmtudag, föstudag og laugardag CELLULI-CHOC gelið vinnur gegn appelsínuhúð og má nota á öll vandamálasvæði. ABDO-CHOC er sérstaklega hannað fyrir magann og inniheldur einstakan, grennandi kokteil sem örvar náttúrulega losun fitu. Nú fást tilboðsöskjur með CELLULI-CHOC og ABDO-CHOC vörunum: 20% afsláttur. Allir sem kíkja á kynninguna fá sýnishorn af andlitskremi og body lotion*. Glæsilegir kaupaukar. 50 ÁRA REYNSLA AF GAGNSEMI HEITRA LINDA OG UPPBYGGJANDI ÁHRIFA ÞEIRRA Á HÚÐINA. CELLULI – CHOC no comment ! með virkum efnum úr kakóbaunum ww w .b io th er m .c om a *m eð an b ir gð ir e nd as t. Sími: 568 5170 DÓMARI DÆMDUR Hæstiréttur Úsbekistans dæmdi dómara á lægra dómstigi til sjö ára fang- elsisvistar fyrir að hafa þegið mútur. Litlar upplýsingar feng- ust um mál dómarans hjá rétt- inum en Surat Ikramov, bar- áttumaður fyrir mannréttind- um, sagði dómarann hafa þegið mútur af ættingjum sakborn- inga fyrir að kveða upp vægari dóma. ÞÚSUNDIR FLÝJA ÁRÁSIR Árásir maóískra uppreisnarmanna á bændur og þorpsbúa í Katmandu-dal í Nepal hafa orðið til þess að þúsundir manna, kvenna og barna hafa flúið til höfuðborgarinnar. Upp- reisnarmenn eru sagðir pynta og myrða fólk sem þeir telja hafa veitt stjórnvöldum aðstoð. AKUREYRARFLUGVÖLLUR Forsvarsmenn Trans – Atlantic hafa kynnt Kaupmannahafnarflugið fyrir bæjaryfirvöld- um á Akureyri, stofnunum og fyrirtækjum og segir stjórnarformaður Trans – Atlantic Akureyringa almennt mjög áhugasama. Lest ók á sjúkrabíl: Sjúklingur slapp ARKANSAS, AP Lest í Arkansas ók á sjúkrabifreið á krossgötum, en engin ljós eða merki gáfu til kynna að lestin væri á leiðinni. Þrír sjúkraflutningamenn létust í slysinu, en sjúklingurinn í bif- reiðinni, kona sem var á leið á sjúkrahús með hjartaáfall, slapp ómeidd. Lestarstjórinn segist hafa hringt bjöllum, þeytt horn og notað neyðarbremsur þegar hann sá sjúkrabifreiðina á tein- unum, en árangurslaust. Slysið er í rannsókn. ■ Deilt á hryðjuverkalög Breska stjórnin sætir harðri gagnrýni fyrir lagafrumvarp sem veitir lögreglu rétt til að setja þá sem grunaðir eru um hryðjuverkastarfsemi í stofufangelsi án dóms og laga. Nauðsynlegt að bregðast við hryðjuverkaógn, segir Blair. BRETLAND, AP Breska ríkisstjórnin sætir mikilli gagnrýni vegna fyrir- hugaðrar löggjafar sem veitir lögreglu aukin völd til að handtaka og halda grunuðum hryðjuverka- mönnum. Stjórnarandstæðingar segja löggjöfina grafa undan mann- réttindum og breska réttarkerfinu auk þess sem þingmönnum gefist ekki tími til að ræða frumvarpið, sem feli í sér grundvallarbreyting- ar á bresku dómskerfi. Verði frumvarp stjórnarinnar að lögum getur lögregla haldið meint- um hryðjuverkamönnum í stofu- fangelsi eða sett staðsetningartæki á þá án dómsúrskurðar. Stjórnin vill líka rétt til að lýsa yfir útgöngu- banni eða ferðabanni og setja tak- markanir við notkun síma og netsins ef grunur leikur á að hryðju- verk kunni að verða framin. „Bretland stendur frammi fyrir alvarlegri ógn við öryggi almenn- ings,“ sagði Tony Blair forsætisráð- herra í breska þinginu. Hann sagði það mat stjórnvalda, lögreglu og ör- yggisstofnana að grípa þyrfti til að- gerða og veita lögreglu víðtækari heimildir í baráttunni gegn hryðju- verkum. Hann sagði líka að ekki yrði gengið nærri mannréttindum. Stjórnarandstæðingar eru á öðru máli og segja of langt gengið. Þeir gagnrýna ekki síst að aðeins gefist tveir dagar til að ræða mál sem þingmönnum gefist venjulega nokkrar vikur eða mánuðir til að skoða. Michael Howard, leiðtogi íhalds- manna, sakaði Blair um hroka. „Hvers vegna heldur forsætisráð- herra svona fast í að takmarka þann tíma sem gefst til að ræða þessar mikilvægu spurningar? Hvers vegna neitar hann að skilja að það eru aðrir valmöguleikar sem er vert að skoða? Hví er hann svo hroka- fullur þegar kemur að þessum spurningum sem skipta sköpum um öryggi okkar og réttindi?“ Með frumvarpinu er brugðist við úrskurði æðsta dómstóls Bretlands um að óheimilt sé að halda meintum hryðjuverkamönnum ótímabundið án dóms og laga. Því þarf að sleppa tíu mönnum en breska stjórnin vonast til að komast hjá því með nýrri löggjöf. ■ TONY BLAIR Breski forsætisráðherrann segir frumvarp stjórnar sinnar viðbrögð við hryðju- verkaógninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.