Fréttablaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 21
Dolce og Gabbana
hættir saman
Löngu ástarsambandi er lokið en tískukóngarnir
ætla að halda áfram að vinna saman.
Fatahönnuðurnir Domenico Dolce og Stefano Gabbana hafa
staðfest sögusagnir þess efnis að nítján ára ástarsambandi
þeirra sé lokið. Tískugúrúarnir munu samt sem áður halda
áfram að reka Dolce & Gabbana áfram sem þeir stofnuðu
árið 1985 og er meðal umsvifamestu tískuhúsa heimsins.
„Við erum ennþá saman á faglegu sviði.
Við vinnum mjög vel saman og skiljum
hvor annan. Sterk ást bindur okkur sam-
an,“ lét Dolce hafa eftir sér en bætti við
að þeir byggju ekki lengur saman og
væru byrjaðir að fara á stefnumót.
Meðal viðskiptavina tískuhússins
eru stórstjörnur á borð við Kylie
Minogue, Madonnu, Victoriu Beck-
ham og Whitney Houston. ■
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 9
Flokkar
Bílar & farartæki
Keypt & selt
Þjónusta
Heilsa
Skólar & námskeið
Heimilið
Tómstundir & ferðir
Húsnæði
Atvinna
Tilkynningar
Góðan dag!
Í dag er fimmtudagur 24. febrúar,
55. dagur ársins 2005.
REYKJAVÍK 8.52 13.41 18.31
AKUREYRI 8.42 13.26 18.10
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
„Fyrst og fremst myndi ég nefna hettupe-
ysurnar, stórar, litlar, þröngar, víðar, síðar,
stuttar – alls kyns hettupeysur sem eru
ómissandi í fataskápnum mínum. Ég er
rosa hettupeysustelpa og geng örugglega í
hettupeysum að minnsta kosti fimm daga
vikunnar. Núna eru þessar stóru kósí alveg
ómissandi og framarlega í fataskápnum hjá
mér,“ segir Ingibjörg, eða Imba eins og hún
er kölluð, en hettupeysurnar koma alls
staðar að.
„Það er mjög blandað hvaðan hettupeys-
urnar eru en Nikita-peysurnar eru auðvitað
alltaf í meirihluta þar sem sýnishornin
streyma inn og út úr skápnum. Svo var ég í
Köben um síðustu helgi og náði þá að bæta
tveimur æðislegum í safnið, grárri Wood
Wood-hettupeysu og piparmintulitaðri Alis-
hettupeysu. Báðar eru með mjög skemmti-
legri áletrun. Ég er alveg ýkt „happy“ með
þær. Hettupeysurnar hverfa aldrei úr
skápnum hjá mér.“
Ingibjörg lætur ekki bjóða sér hvað sem
er þegar kemur að fötum og veit nákvæm-
lega hvað hún vill. „Þessa stundina á ég
meira af joggingbuxum og leggings en galla-
buxum – hálf fyndið í öllu gallabuxnaæðinu.
En ég er mjög pikkí á buxur og finn ekki
margar gallabuxur sem ég fíla. Ég vill hafa
buxur frekar víðar eða alveg þröngar. Þá
hentar mér oft vel að sauma þær sjálf sem ég
og geri. Annars er ég algjört „sneaker
freak“, eða strigaskófrík, fram yfir allt ann-
að. Ég horfi alltaf fyrst á skóna og finnst þeir
skipta miklu máli. Ég safna „old school“
strigaskóm og á mest af Adidas og Nike. Þeir
sem eru mest í uppáhaldi hjá mér núna eru
Adidas Hi-Top Attitude, bleikir, svartir og
gulllitaðir,“ segir Ingibjörg, sem fer út um
allan heim vinnu sinnar vegna og á því auð-
velt með að krækja í sjaldgæf föt og skópör.
„Ég ferðast mikið og á auðvelt með að safna
skemmtilegum skóm og týpum sem ekki fást
hvar sem er. Ég kem aldrei heim með minna
en eitt til tvö pör.“
lilja@frettabladid.is
Hettupeysurnar hverfa
aldrei úr skápnum
Ingibjörg Finnbogadóttir, fatahönnuður hjá Nikita, dýrkar hettupeysurnar sínar
en er líka mjög sólgin í alls kyns strigaskó. Hún á greiðan aðgang að skemmti-
legum skóm og fötum þar sem hún ferðast mikið vegna vinnunnar.
ferdir@frettabladid.is
Stúdentaferðir bjóða upp á
vinsæla ferð í haust þar sem
könnuð eru Andes-fjöllin frá
miðbaug og farið þaðan til Eld-
lands, Tierra del Fuego, syðst í
Suður-Ameríku. Síðan er hald-
ið upp Atlantshafsströndina
til Rio de Janeiro. Farið
er um Ekvador,
Perú, Bólivíu,
Argentínu,
Chile, Parag-
væ og Brasilíu. Ferðin er
áttatíu nætur og er verðið
313.200 krónur. Flug til og
frá Íslandi er ekki innifalið.
Skráningargjald í ferðina
er tíu þúsund krónur og
staðfestingargjald tíu
prósent af verði ferð-
arinnar. Brottfarardagar á þessu
ári eru 11. október og 6. des-
ember. Nánari upplýsingar er
að finna á exit.is.
Stuðmenn spila í Royal Albert
Hall í London 24. mars næst-
komandi, á skírdag. Sérstök
Stuðmannakjör eru í boði
hjá Icelandair en flug og
miði á tónleikana kostar
26.900 krónur. Í boði eru
sæti til London 22., 23. og
24. mars og frá
London 25. og 26.
mars. Vegna mikillar
eftirspurnar hefur
Icelandair bætt
við sig leiguvél frá
Loftleiðum og fer
hún frá Keflavík 24. mars og frá
London daginn eftir, 25. mars.
Nánari upplýsingar eru á
icelandair.is.
ÍT ferðir bjóða upp á ferð í
Knattspyrnu-
skóla Bobby
Charlton í sumar.
Farið er 29. júlí og kom-
ið aftur heim 7. ágúst. ÍT
ferðir hafa lækkað verðið
talsvert og er það nú
107.500 krónur en ferðin
er tilvalin fyrir pilta og
stúlkur á aldrinum þrettán
til sautján ára. Skólinn er í
Myerscough College í Preston
en þangað er hálftíma akstur
frá Manchester.
Ferðamálaráð Íslands ætlar að
bjóða íslenskum fyrirtækjum til
samstarfs við sig um gerð og
birtingu auglýsinga. Auglýsing-
arnar eiga að hvetja lands-
menn til ferðalaga innanlands
en um er að ræða hluta af
kynningarherferðinni „Ísland
– sækjum það heim“. Ferða-
málaráð hyggst verja tólf
milljónum króna til verkefn-
isins á tímabilinu 15. maí
2005 til 30. apríl 2006
en nánari upplýsing-
ar um verkefnið er
að finna á heima-
síðu Ferðamála-
ráðs, ferdamal-
arad.is.
Ingibjörg er fatahönnuður hjá Nikita
og því á hún alltaf nóg af Nikita-
hettupeysum, sem eru í uppáhaldi.
Smáauglýsingar
á 995 kr.
visir.is
LIGGUR Í LOFTINU
í ferðum
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl.
Þú getur pantað
smáauglýsingar á
www.visir.is
KRÍLIN
Skítt með
skálina, kara-
mellurnar eru
í heilu lagi!
Börn þurfa góða stóla
BLS. 3
][
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
Dolce og Gabbana eru ennþá vinir
þótt ástarsambandinu sé lokið.