Fréttablaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 ÓKEYPIS LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ á hverju fimmtudagskvöldi kl. 19.30 til 22.00 í síma 5511012. ORATOR, félag laganema við Háskóla Íslands. Áhyggjur Mér leiðist hræðsluáróður. Frétt-irnar eru uppfullar af ótta. Ábúðarfullir fréttamenn horfa al- varlegum augum inní stofu til okkar og fylla líf okkar af tortryggni og skelfingu. Enginn er öruggur. Allt getur gerst. Fjöldi fólks er orðið háð fréttum eins og fíkniefnaneytendur. Fréttafíklar. Og fréttamennirnir eru dílerarnir. ÉG BJÓ í Svíþjóð þegar fyrra Persaflóastríðið geisaði. Þá kepptust fjölmiðlar við að spá um hvernig allt gæti farið á sem verstan veg. Þykkt mengunarsý átti eftir að leggjast yfir alla Norður-Evrópu ásamt öldu hryðjuverka, flóttamannastraums og sjúkdóma. Eftir stríðið þurfti fjöldi barna áfallahjálp vegna þess að þau trúðu á fjölmiðlana, enda lesa þau bara fyrirsagnirnar. ÓTTI ER eðlilegur. Það er í fínu lagi að vera hræddur þegar eitthvað hættulegt er að gerast. En óttageð- veikin í dag er ekki byggð á neinu sem er að gerast, heldur öllu því sem er ekki að gerast en gæti gerst. Til dæmis er óttinn við náttúruham- farir farinn að líkjast ofsóknarbrjál- æði. Það er ekki eðlilegt að vera hræddur við eitthvað sem er ekki að gerast. Það er sjúklegt. Eins og flug- hræðsla. Og áhyggjur eru ekki um- hyggja fyrir öðrum heldur eru þær sjálfselskar. Hinn flughræddi er að- eins hræddur þegar hann sjálfur er í flugvél. Hann getur horft áhyggju- laus á flugvélar fljúga. ÓTTINN ER hindrun í sjálfu sér. Ef við fóðrum hann þá tekur hann völdin af okkur. Við verðum eins og kvíðasjúklingar sem þorum ekki einu sinni útí búð af ótta við flóð- bylgjur og glæpamenn og loftsteina og jarðskjálfta og pestir og geislanir úr símum og óbeinar reykingar og mengun og fjölónæmar bakteríur og aukaefni. Við megum ekki rugla saman ábyrgð og ótta. Maður getur alveg verið ábyrgur þótt maður sé ekki með steinrunninn áhyggjusvip á andlitinu. Í RAUNINNI er ekkert að óttast. Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur. Þetta verður allt í lagi. Ekki hafa endurnar á tjörninni áhyggjur. Og Guð sér vel um þær. Og fyrst hann sér um þær mun hann sjá ennþá betur um okkur. Dagurinn í dag verður góður dagur. Höfum því ekki áhyggjur af morgundegin- um. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning. Þetta reddast allt saman. JÓNS GNARR BAKÞANKAR » FA S T U R » PUNKTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.