Fréttablaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 24. febrúar 2005 31 Höfundur og leikstjóri: Hávar Sigurjónsson Frumsýning í kvöld! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S PR E 27 45 5 0 3/ 20 05 Hvað skiptir þig máli í auglýsingum? Veldu bestu auglýsinguna á visir.is Verðlaun fyrir athyglisverðustu auglýsingar ársins verða afhent á Lúðrinum, föstudaginn 25. febrúar. Við gefum þér kost á að segja þitt álit og velja „bestu auglýsinguna“ á visir.is Atkvæðamesta auglýsingin hlýtur titilinn „Val fólksins“ og fær sérstök verðlaun á hátíðinni, sem Fréttablaðið og visir.is veita. Taktu þátt og greiddu atkvæði á visir.is Nöfn vinningshafa verða birt á visir.is og í Fréttablaðinu 25. febrúar. The White Stripes byrja á nýrri plötu Jack White hefur loksins fundið sér tíma til að hefja upptökur á fimmtu breiðskífu The White Stripes. Síðasta árið hefur hann einbeitt sér að kvikmyndaleik og því að stjórna upptökum fyrir aðra listamenn. Hann nældi sér í leikkonuna Renée Zellweger eftir að hafa leikið á móti henni í Cold Mountain og endurvakti feril kántrísöngkonunnar Lorettu Lynn. Hún fékk einmitt Grammy verðlaun á dögunum fyrir plötuna sem þau gerðu saman, Van Lear Rose. Einnig vann White að plötu með Brendan Benson í millitíðinni en nú virðist hann ætla að einbeita sér aftur að skilnaðardúettnum. Hann segir að næsta plata The White Stripes verði unnin mjög hratt og ætti að verða tilbúin von bráðar. Það eru því allar líkur á því að ný breiðskífa skili sér í búðir fyrir árslok. ■ Blink 182 hættir... í bili Rokktríóið Blink 182 hefur ákveð- ið að fara í frí um óákveðinn tíma. Piltarnir gáfu út fréttatilkynn- ingu á heimasíðu sinni þar sem sagði að liðsmenn ætluðu sér að einbeita sér að fjölskyldum sínum. „Í rúman áratug hefur Blink 182 verið á tónleikaferðalagi, að hljóðrita eða í kynningarferðum,“ stendur m.a. í tilkynningunni. „Á meðan hefur verið erfitt að ná jafnvægi í einkalífi þeirra. Sveitin hættir því störfum í bili til að njóta þeirra ávaxta sem vinna þeirra hefur gefið þeim. Liðs- menn eru ekki með nein plön um að vinna saman aftur, en enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Blink 182 hefur gefið út sex breiðskífur frá því 1994 og hefur átt fjölda slagara. Síðasta breið- skífa þeirra, sem hét nafni sveit- arinnar, þótti þroskaðasta verk sveitarinnar. ■ Vinyl: LP LP er nokkuð góð rokkplata sem tekst þó ekki að kveikja í manni neista. Til þess vantar fyrst og fremst meiri frum- og léttleika. FB Kasabian: Kasabian „Frumraun Kasabian er hin fullkomna plata til þess að setja á fóninn áður en farið er í bæinn á föstu- dagskvöldi. Það er ómögulegt að smitast ekki af þessu grúfi, að minnsta kosti í einhvern tíma.“ BÖS Matt Sweeny & Bonnie Prince Billy: Superwolf „Will Oldham gerir hér plötu með einum besta vini sínum, Matt Sweeny úr Chavez. Mögnuð plata sem þarfnast nokkrar umferðir en sekkur svo djúpt inn.“ BÖS The Kills: No Wow „Flottasta kærustuparið í rokkinu þarf að eyða minni tíma fyrir framan spegilinn og meiri tíma í að semja betri og grípandi lög. Hljómar merkilega líkt PJ Harvey, og ég set plötur hennar frekar á fón- inn en þessa þynnku.“ BÖS Lou Barlow: Emoh „Forsprakki Sebadoh og The Folk Implosion gefur loksins út plötu undir eigin nafni. Hér er hann að- allega vopnaður kassagítar og skilar af sér frekar ljúfum grip, sem ætti að höfða til flestra aðdáenda hans sem og aðdáenda Will Oldham.“ BÖS Joanna Newsom: The Milk-Eyed Mender „Ótrúleg frumraun frá undarlegum söngfugli. Joanna spilar á hörpu og syngur með sínu nefi, sem mörgum myndi ekki þykja fagurt. Tjáningin er stórkostleg og lagasmíðarnar yndislegar.“ BÖS The Chemical Brothers: Push the Button „Chemical Brothers rísa úr líkkistum sínum og skella sér aftur í dansskóna. Ótrúlegt en satt skila þeir af sér einni af sinni bestu plötu frá upphafi. Hver hefði trúað þessu?“ BÖS ...And You Will Know Us By the Trail of Dead: Worlds Apart „Frábær hljómsveit gerir tilraun til þess að skapa epískt meistaraverk, en endar með uppblásna, óá- hugaverða og lífvana plötu. Tilvistarkreppa í náinni framtíð.“ BÖS The Arcade Fire: Funeral „Það er ótrúleg sál í þessari fyrstu breiðskífu The Arcade Fire. Svipuð fegurð og í tónlist Godspeed og Sigur Rósar, skilað með minni trega, hefð- bundnari lagasmíðum og hljómsveitarskipan. Ekki láta þessa framhjá ykkur fara.“ BÖS Stranger: Paint Peace „Paint Peace er rólegheitaplata þar sem unnið er ágætlega úr frekar gamaldags tónlistarformi. Einhvern neista vantar þó til að gera hana að prýðisgrip.“ FB Saliva: Survival of the Sickest „Þessi diskur er búinn að fá að malla fram og aftur í spilaranum og er mér skapi næst að mölva hann í frumeindir. Söngvarinn færi létt með að drepa heilan her úr leiðindum. Ætti maður kannski að búast við einhverju öðru frá hljómsveit sem kallar sig Munnvatn?“ SJ Clinic: Winchester Cathedral „Á þriðju plötu Clinic er að finna nokkur góð lög en útsetningar eru of kæruleysislegar. Ekki slæmt, en ekkert sérstaklega gott heldur.“ BÖS Devendra Banhart: Nino Rojo „Sálarfull og róandi plata sem virkar vel sem und- irspil fyrir frosna janúardaga. Birtan yfir þessari plötu er svipuð og fyrstu sólargeislarnir sem teygja sig til okkar yfir fjallstindana á morgnana.“ BÖS The Futureheads: The Futureheads „Frumraun The Futureheads er góð. Hljómur sveitar- innar er ekki mjög ferskur en sveitin bætir upp fyrir það með beittum önglum og góðum flutningi.“ BÖS [ SMS ] UM NÝJUSTU PLÖTURNAR The Mars Volta: Francis the Mute „The Mars Volta nær að gera það eina sem þeir áttu ekki að geta gert, að toppa frumraun sína. Francis the Mute er epískur sambræðingur níð- þungs sýrurokks, mariachi, kúbudjass og spuna. Gæsahúð frá upphafi til enda.“ BÖS PLATA VIKUNNAR Umsjón: BIRGIR ÖRN STEINARSSON. biggi@frettabladid.is THE WHITE STRIPES Sveitin er byrjuð á nýrri plötu eftir að hafa hjálpa öðrum sveitum síðustu mánuði. BLINK 182 Handboltarokksveitin ætlar í frí um óákveðinn tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.