Fréttablaðið - 25.02.2005, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 25. febrúar 2005
Lokkar
Men
Hringar
FRÁ
Silfurskartgripir -Bjartir og fallegir
Erum að taka upp nýja sendingu
Sterkir sturtuklefar
VERSLUNIN TENGI ER MEÐ TILBOÐ
ÞESSA DAGANA.
Verslunin Tengi á Smiðjuvegi 11 í
Kópavogi býður nú Ifö Samba
sturtuklefa á sérstöku tilboðsverði.
Um er að ræða Samba sturtubotn
og bogahurð, 80x80, úr hertu örygg-
isgleri á 34.900 krónur. Ifö-sturtu-
klefarnir eru sænskir og fáanlegir í
mörgum stærðum og gerðum. Klef-
arnir eru sterkir og auðvelt er að
þrífa þá.
Nánari upplýsingar um Ifö-sturtu-
klefana er að finna á heimasíðunni
tengi.is en verslunin er með opið
alla virka daga og laugardaga. ■
Tilboð á útivistarvörum
FLEIRI TILBOÐ Á HESTAROGMENN.IS
Hestamannaverslunin Hestar & menn býður upp á
tilboð þessa dagana fyrir hestamenn og annað úti-
vistarfólk. Þar er hægt að fjárfesta í vönduðum
kuldagöllum frá Top Reiter á 15.900 krónur en þeir
voru áður á 19.900. Einnig bjóða þeir upp á flíshanska
á góðu verði frá 195 krónum. Enn fremur er tilboðsverð
á Saga Collection skóbuxum með rennilás. Barnastærð-
irnar eru á 6.900 krónur en fullorðinsstærðirnar eru á 7.900
krónur.
Opið er alla helgina í Hestar & menn en verslunin er á
Lynghálsi 4 í Reykjavík og fleiri tilboð er hægt að finna á
vefsíðunni hestarogmenn.is. ■
Raftæki á tilboði
Í RADÍÓBÆ ER HÆGT AÐ FÁ SJÓNVARP OG SPILARA Á TILBOÐI.
Í Radíóbæ er nú hægt að fjárfesta í ýmsum raf-
magnstækjum á tilboði. Til dæmis er Elfunk
28 tommu sjónvarp nú á 24.995
krónur en var áður á 29.995
krónur. Litli bróðir 28 tomm-
unnar, 20 tommu Elfunk
sjónvarp, er á 15.995 krónur.
Síðan er það Elfunk 2201 22
tommu LCD sjónvarp á 89.995 krón-
ur en það var áður á 149.995 krónur.
DVD-spilarar eru líka á
tilboði en hægt er að fá
Scott DSX-550 spilara á 4.995 krónur
sem var áður á 7.995 krónur og Scott
DVXi820 spilara á 9.995 krónur sem
var áður á 12.995. Fyrir þá sem vantar
ferðatæki er hægt að fá AIWA CSD-
FD99 tæki með geislaspilara, útvarpi,
segulbandi og fjarstýringu á 11.995
krónur en það var áður á 18.995 krónur.
Radíóbær er í Ármúla 38 og með heima-
síðuna radio.is.
Yfirhafnir
á hálfvirði
Topphúsið býður úlpur, kápur,
húfur og hatta á góðum kjör-
um.
Vattúlpur og ullarkápur eru seld-
ar á helmingsafslætti nú um helg-
ina í Topphúsinu í Mörkinni 6.
Ullarkápurnar eru í klassískum
litum svo sem gráum, svörtum,
brúnum og kamel og úlpurnar
fást líka í ýmsum litum. Húfur og
hattar eru líka á tilboði í Topphús-
inu, til dæmis alpahúfur sem eru
vinsælar hjá skvísum á öllum
aldri. ■
Hægindi af ýmsum gerðum
Útsala er í Setti, Hlíðarsmára.
Útsala er í húsgagnaversluninni Sett í Hlíðarsmára 14 í Kópavogi. Þar
eru hægindi af ýmsum gerð-
um og með áklæði úr ýmsum
efnum á allt að 30% afslætti.
Þegar talað er um hægindi er
átt við þriggja og tveggja sæta
sófa, hornsófa, nuddstóla,
hægindastóla og sófasett.
Einnig er mögulegt fyrir við-
skiptavini að panta úr bækling-
um hjá fyrirtækinu og
tryggja sér vöruna á útsölu-
verði. Opið er í Setti virka
daga kl. 14-18, laugardaga kl.
11-16 og sunnudaga kl. 13-16. ■