Fréttablaðið - 25.02.2005, Blaðsíða 6
6 25. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR
Rannsókn á orsökum bruna sem varð ungum manni að bana er lokið:
Ríkissaksóknari er kominn með málið
BRUNI Lögreglan hefur lokið rann-
sókn sinni á orsökum brunans sem
varð í einbýlishúsi á Sauðárkróki
í byrjun desember. Maður um
tvítugt lést í brunanum.
Björn Mikaelsson, yfirlögreglu-
þjónn á Sauðárkróki, segir að máls-
gögn hafi verið send ríkissaksókn-
ara. Það ætti að verða ljóst eftir
fáeinar vikur hvort ákært verður í
málinu. Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins er vitað að eldurinn
kviknaði af mannavöldum en hins
vegar eru engin sönnunargögn í
málinu sem benda til þess að um
íkveikju hafi verið að ræða. Tækni-
deild lögreglunnar í Reykjavík tók
sýni á vettvangi. Niðurstöður úr
sýnatökunni benda ekki til þess að
eldhvetjandi efni hafi verið í stof-
unni þar sem eldsupptök voru.
Nokkur ungmenni voru í húsinu
nóttina og morguninn sem bruninn
varð. Vitað er að töluvert var reykt
í húsinu um morguninn og eru
líkur á því að eldurinn hafi kviknað
út frá sígarettuglóð.
Ungur maður, sem slapp
ómeiddur úr brunanum, fékk rétt-
arstöðu grunaðs manns skömmu
eftir að bruninn varð. Björn segir
að staða hans sé óbreytt og breytist
ekki fyrr en eftir að ríkissaksókn-
ari hafi lokið sinni vinnu.
- th
Lögreglan í Hafnarfirði:
Tveir teknir
með fíkniefni
LÖGREGLUMÁL Tveir menn á fer-
tugsaldri voru handteknir með
tvö grömm af amfetamíni og lítil-
ræði af hassi í Hafnarfirði um
tíuleytið í gærmorgun. Að sögn
lögreglunnar í Hafnarfirði hafa
báðir mennirnir komið við sögu
lögreglunnar áður og þótti
ástæða til afskipta þegar þeir
sáust á gangi.
Mennirnir voru teknir til yfir-
heyrslu og kom í ljós að annar
þeirra var eftirlýstur og átti að
mæta í dómssal. Lögreglan keyrði
honum á áfangastað en hinum var
sleppt að lokinni skýrslutöku.
- bs
MORÐVETTVANGUR RANNSAKAÐUR
Þingmenn ræða morðið á Rafik Hariri
næsta mánudag og greiða þá atkvæði um
framtíð stjórnarinnar.
Líbanska stjórnin:
Möguleiki á
afsögn
LÍBANON, AP Omar Karami, forsæt-
isráðherra Líbanons, segist reiðu-
búinn að verða við kröfum stjórn-
arandstæðinga um að segja af sér,
að því gefnu að þing landsins
komist að samkomulagi um nýja
stjórn. Fyrst ætlar hann þó að
fara þess á leit við þingmenn að
þeir greiði atkvæði um traust eða
vantraust á stjórnina.
Stjórn Karami nýtur stuðnings
meirihluta þingmanna en talið er
að það kunni að breytast vegna
morðsins á Rafik Hariri, fyrrum
forsætisráðherra, sem stjórnar-
andstæðingar kenna sýrlenskum
og líbönskum stjórnvöldum um. ■
AUKIÐ SAMSTARF VIÐ ÍSRAEL
Atlantshafsbandalagið vill auka
samstarf sitt við Ísraela en á slíkt
má þó ekki líta sem aðdraganda
þess að Ísrael verði aðili að
bandalaginu sagði Jaap de Hoop
Scheffer, framkvæmdastjóri
Nató. Hann sagði að til dæmis
mætti auka samstarf í baráttu
gegn útbreiðslu gjöreyðingar-
vopna.
RÉTTAÐ YFIR TÁNINGI Átján ára
piltur mætti fyrir dómara ákærð-
ur um að skipuleggja hryðjuverka-
árásir í Hollandi. Honum er gefið
að sök að vera félagi í samtökum
íslamskra hryðjuverkamanna sem
myrtu kvikmyndagerðarmanninn
Theo van Gogh í fyrra vegna um-
deildrar heimildarmyndar hans.
Á að einkavæða Landsvirkjun?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Á að hefja aðildarviðræður við
Evrópusambandið?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
92%
8%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
ALMANNATRYGGINGAR Ríkisstjórnin
hefur ákveðið að láta kanna hvort
ekki sé rétt að setja hluta af við-
fangsefnum Tryggingastofnunar
ríkisins undir félagsmálaráðu-
neytið. „Við erum að láta skoða
hvort ekki sé heppilegt að flytja
lífeyristryggingarnar og örorku-
tryggingarnar hingað yfir, en
sjúkratryggingarnar heyrðu á-
fram undir heilbrigðisráðuneytið,“
segir Árni Magnússon félagsmála-
ráðherra.
„Þetta yrði meiriháttar breyting
á verkaskiptingu þessara tveggja
ráðuneyta og myndi stækka félags-
málaráðuneytið gríðarlega. Heil-
brigðismálaráðneytið minnkaði að
sama skapi, en færa má rök
fyrir því að það sé nægjanlegt við-
fangsefni eitt og sér að fást við
heilbrigðismál,“ segir hann.
„Ekki er ólíklegt að málin
þróuðust með þeim hætti að mál-
efni aldraðra og öryrkja heyrðu
undir félagsmálaráðuneytið enda
er hvorugt fyrst og fremst heil-
brigðismál, heldur miklu frekar
félagsmál,“ segir Árni. Hann bend-
ir á að málefni fatlaðra heyri nú
þegar undir félagsmálaráðuneytið,
sömuleiðis búsetumál og því sé
skynsamlegt að hafa umsjóna allra
félagslegra bóta á einum stað.
Árni segir að þessi áform teng-
ist ekki fyrirætlunum ríkisstjórn-
arinnar að skoða til hlítar auknar
greiðslur örorkubóta undanfarin
ár. Verði niðurstaðan hins vegar sú
að hluti viðfangsefna Trygginga-
stofnunar verði færð undir félags-
málaráðuneytið þá verði þau sam-
ræmd kerfi sem þegar er í vinnslu,
og gengur meðal annars út á það að
kanna hvort atvinnuleysisbóta-
þegar séu á réttum stað í kerfinu.
Til marks um hve mikið félags-
málaráðuneytið muni stækka,
verði tilfærslan að veruleika,
nema lífeyristryggingar nú um 35
milljörðum á ári. Þær ná yfir aldr-
aða, öryrkja og foreldra eða fram-
færendur með börn sem njóta fé-
lagslegrar aðstoðar. „Til að setja
þetta í samhengi kostar fæðingar-
orlofið nú allt 6,5 milljarða og at-
vinnuleysisbætur um 4 milljarða.
Þetta yrði því margföld aukning,“
segir Árni. Breytingarnar gætu
orðið að veruleika í lok þessa árs
eða byrjun þess næsta.
sda@frettabladid.is
ÁRNI MAGNÚSSON FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA
„Þetta yrði meiriháttar breyting á verkaskiptingu þessara tveggja ráðuneyta og myndi stækka
félagsmálaráðuneytið gríðarlega. Heilbrigðismálaráðuneytið minnkaði að sama skapi, en færa
má rök fyrir því að það sé nægjanlegt viðfangsefni eitt og sér að fást við heilbrigðismál.“
Öryrkjar heyri
undir félagsmál
Verið er að kanna hvort flytja skuli lífeyristryggingar og örorkutryggingar
frá heilbrigðisráðuneytinu til félagsmálaráðuneytis. Félagsmálaráð-
herra segir að allar félagslegar bætur væru þá á einum stað.
Höfðabakka 1 - sími 587 50 70
- alltaf ódýrastir -
STÓR
HUMAR
og risarækjur
Opið laugardag 10-14
VOTMÚLI
Lokið var við að rífa húsið í vikunni.
Bruninn á Blönduósi:
Enginn
grunaður
BRUNI Ekki er enn vitað hver
kveikti í atvinnuhúsnæðinu
Votmúla á Blönduósi að sögn
Kristjáns Þorbjörnssonar, yfirlög-
regluþjóns á staðnum.
Stærsti hluti hússins brann til
grunna en í þeim hluta var mat-
vælaverksmiðja Vilkó, pakkhús
Kaupfélagsins og Bílaþjónustan
með starfsemi. Nú í vikunni var
lokið við að rífa þann hluta húss-
ins sem brann. Ekki liggur fyrir
hvort húsið verður byggt að nýju.
Þótt enginn sé grunaður um
íkveikjuna segist Kristján ekki
vera búinn að gefa upp alla von.
Dæmi séu um að mál leysist
tveimur til þremur árum eftir að
þau komi upp. - th
Herve Gaymard:
Afsögn ekki
á dagskrá
FRAKKLAND, AP Franski ráðherrann
Herve Gaymard þvertekur fyrir að
segja af sér í kjölfar uppljóstrana
um að ríkissjóður hafi greitt leiguna
fyrir lúxusíbúð sem hann býr í á
sama tíma og hann leigði út sína
eigin íbúð í nágrenninu.
Gaymard sagðist í viðtali ekkert
hafa gert rangt og að mannorð sitt
væri eins hreint og nýslegin mynt.
Hann sagði einnig að hann nyti
trausts forsetans og stuðnings for-
sætisráðherrans, því væri afsögn
hans ekki á dagskrá. ■
ELDSVOÐINN Á SAUÐÁRKRÓKI
Ungur maður lést þegar eldur kom upp
í einbýlishúsi við Bárustíg á Sauðárkróki
sunnudagsmorguninn 5. desember.
■ EVRÓPA
Brim sýknað fyrir dómi og fær greiddan málskostnað:
Vélstjórafélagið mun stefna Sólbaki
SÓLBAKUR Félagsdómur hefur
sýknað Brim hf. af kröfum Vél-
stjórafélags Íslands í Sólbaks-
málinu. Vélstjórafélaginu er gert
að greiða Brimi 200 þúsund
krónur í málskostnað.
Helgi Laxdal, formaður Vél-
stjórafélags Íslands, sagði dóm-
inn vonbrigði, en við frekar skoð-
un megi túlka hann sem ákveðinn
sigur. Í rökstuðningi dómsins er
vísað til þess að forsvarsmenn
Útgerðarfélagsins Sólbaks, sem
er dótturfélag Brims, hafi brotið
gegn lögum. Þeir hafi gert samn-
inga undir lágmarkslaunum og
ekki virt hafnarfrísákvæði sjó-
mannanna í september.
Því muni Vélstjórafélagið
höfða annað mál í Félagsdómi
á hendur Útgerðarfélaginu Sól-
baki.
Árni Bjarnason, formaður
Farmanna- og fiskimannasam-
bandsins, sagði dóminn bjóða upp
á enn meiri átök: „Ekki síst í ljósi
þess að ég hef heyrt að gert sé
upp við mennina á Sólbaki í blóra
við gildandi kjarasamninga. Því
hafi í engu verið breytt þrátt
fyrir dóm sem krefjist þess.“
Ekki náðist í Guðmund Krist-
jánsson forstjóra Brims. - gag
VIÐ UPPKVAÐNINGU FÉLAGSDÓMS
Félagsdóm tók einungis um þrjár mínútur til að kveða upp sýknudóm í máli Vélstjórafé-
lags Íslands geng Brimi hf. Hér sitja Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands, og
Friðrik Á. Hermannsson, lögmaður félagsins.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L