Fréttablaðið - 25.02.2005, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 25.02.2005, Blaðsíða 49
Fjárfestingar Flugleiða lyftu af- komu fyrirtækisins, en tveir þriðju hagnaðar komu af fjár- festingarstarfsemi. Hagnaður Flugleiða var samkvæmt bjartsýnustu spá greiningardeilda bankanna. Félagið skilaði 3,4 millj- arða hagnaði í fyrra og er það 2,3 milljarða betri afkoma en árið áður. Afkoma félagsins fyrir afskrift- ir og fjármagnsliði var svipuð og árið áður. Árið í fyrra reyndist gjöfult og er þetta besta rekstrar- niðurstaða í sögu félagsins. Hannes Smárason, stjórnarformaður fé- lagsins, segir árangurinn á heildina litið mjög góðan. „Hann endur- speglar annars vegar styrkleika í rekstri sem skilaði góðri afkomu við erfiðar ytri kringumstæður.“ Hins vegar segir hann koma í ljós árangur af nýrri stefnu samstæð- unnar í alþjóðlegum fjárfestingum. Hagnaður af fjárfestingarstarf- semi félagsins nam 2,3 milljörðum króna og er fimmtungur hans inn- leystur hagnaður. Stjórn Flugleiða mun leggja til við hluthafafund að greiddir verða 1,5 milljarðar í arð til hluthafa eða 44 prósent hagnaðarins. - hh MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.743 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 272 Velta: 2.865 milljónir +1,02% MESTA LÆKKUN vidskipti@frettabladid.is Actavis 40,00 +3,90% ... Atorka 6,00+1,69%... Bakkavör 26,20 +1,16% ... Burðarás 13,10- ... Flugleiðir 13,95 +0,36% ... Íslandsbanki 11,90 +2,15% ... KB banki 512,00 +0,20% ... Kögun 51,00 +0,99% ... Landsbankinn 14,75+2,43% ... Marel 54,00 – ... Medcare 5,90 -... Og fjarskipti 3,81 +0,79% ... Samherji 11,10 +0,91% ... Straumur 9,90 +0,51% ... Össur 82,50 -0,60% Actavis 3,90% Landsbankinn 2,43% Íslandsbanki 2,15% Tryggingamiðstöðin -4,09% HB Grandi -0,65% Össur -0,60% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is 25FÖSTUDAGUR 25. febrúar 2005 Besta ár í sögu Flugleiða GOTT VEGANESTI Nýir stjórnendur Flugleiða fara með gott veganesti í rekstrinum fyrir árið í ár. Flugleiðir hafa aldrei skilað betri afkomu en í fyrra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I SPÁR UM HAGNAÐ FLUGLEIÐA FYRIR 2004: Íslandsbanki 1.906 KB banki 3.417 Landsbankinn 2.025 Niðurstaða 3.419 tölur í milljónum króna ÞIGGUR EKKI DANSINN Stjórn Somer- field vill fá frekari fullvissu um hug Baugs til fyrirtækisins og hefur hafnað tilboði Baugs í bili að minnsta kosti. Stjórn Som- erfield hikar Stjórn Somerfield ákvað á fundi að hafna tilboði Baugs í fyrirtækið. Stjórnin taldi ekki rétt að svo komnu máli að hleypa Baugi að bók- um fyrirtækisins án frekari vissu um framhaldið. Þetta mun ekki þýða að stjórnin hafi hafnað verðtilboði Baugs, en ótti virðist í stjórninni við að enda í svipaðri stöðu og stjórn Big Food Group gerði þegar áreiðanleika- könnun lækkaði verðið á félaginu. Stjórnin er því hikandi við að hleypa samkeppnisaðila í bækur fé- lagsins án frekari vissu um fram- haldið. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins eru forsvarsmenn Baugs hissa á tilkynningu stjórnarinnar og munu kanna hvers konar frekari vissu stjórnin sækist eftir ef fram- hald á að verða á tilhugalífinu. Erfitt sé að festa verðhugmyndir án þess að kanna áreiðanleika bóka Somerfield. - hh Stenst ekki væntingar Tap Burðaráss á fjórða ársfjórðungi síðasta árs var talsvert meira en greiningardeildir bankanna bjugg- ust við. Tap Burðaráss á ársfjórð- ungnum nam 2,6 milljörðum króna, en hagnaður fyrir árið í heild nam 9,3 milljörðum króna. Frávikið skýrist af meira gengistapi af hluta- bréfaeign en gert var ráð fyrir í spám. Óinnleyst tap af fjárfesting- um nam 3,8 milljörðum á fjórða árs- fjórðungi. Afkoma Eimskipafélagsins batn- aði á árinu og nam hagnaður félags- ins fyrir afskriftir og fjármagnsliði 2,6 milljörðum króna sem er 932 milljón krónum betri afkoma en í fyrra. Afkoman er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Heildareignir Burðaráss námu í árslok ríflega 70 milljörðum og eig- ið fé var 45,5 milljarðar króna. - hh Hagnaður minnkar Hagnaður Íbúðalánasjóðs nam 1,1 milljarði króna í fyrra og dróst saman um þriðjung. Útlán drógust saman um 3,2 prósent en miklar breytingar urðu á íbúðalánamark- aði á liðnu ári. Útlán bankanna jukust verulega á þeim markaði á árinu og miðað við samdrátt íbúða- lánasjóðs hafa bankalánin að stór- um hluta komið fram sem aukning á lánamarkaði. Hreinar vaxtatekjur sjóðsins drógust saman um 26 prósent. - hh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.