Fréttablaðið - 25.02.2005, Blaðsíða 49
Fjárfestingar Flugleiða lyftu af-
komu fyrirtækisins, en tveir
þriðju hagnaðar komu af fjár-
festingarstarfsemi.
Hagnaður Flugleiða var samkvæmt
bjartsýnustu spá greiningardeilda
bankanna. Félagið skilaði 3,4 millj-
arða hagnaði í fyrra og er það 2,3
milljarða betri afkoma en árið áður.
Afkoma félagsins fyrir afskrift-
ir og fjármagnsliði var svipuð og
árið áður. Árið í fyrra reyndist
gjöfult og er þetta besta rekstrar-
niðurstaða í sögu félagsins. Hannes
Smárason, stjórnarformaður fé-
lagsins, segir árangurinn á heildina
litið mjög góðan. „Hann endur-
speglar annars vegar styrkleika í
rekstri sem skilaði góðri afkomu
við erfiðar ytri kringumstæður.“
Hins vegar segir hann koma í ljós
árangur af nýrri stefnu samstæð-
unnar í alþjóðlegum fjárfestingum.
Hagnaður af fjárfestingarstarf-
semi félagsins nam 2,3 milljörðum
króna og er fimmtungur hans inn-
leystur hagnaður.
Stjórn Flugleiða mun leggja til
við hluthafafund að greiddir verða
1,5 milljarðar í arð til hluthafa eða
44 prósent hagnaðarins.
- hh
MESTA HÆKKUN
ICEX-15 3.743
KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ]
Fjöldi viðskipta: 272
Velta: 2.865 milljónir
+1,02%
MESTA LÆKKUN
vidskipti@frettabladid.is
Actavis 40,00 +3,90% ... Atorka
6,00+1,69%... Bakkavör 26,20 +1,16% ... Burðarás 13,10- ... Flugleiðir
13,95 +0,36% ... Íslandsbanki 11,90 +2,15% ... KB banki 512,00
+0,20% ... Kögun 51,00 +0,99% ... Landsbankinn 14,75+2,43% ... Marel
54,00 – ... Medcare 5,90 -... Og fjarskipti 3,81 +0,79% ... Samherji 11,10
+0,91% ... Straumur 9,90 +0,51% ... Össur 82,50 -0,60%
Actavis 3,90%
Landsbankinn 2,43%
Íslandsbanki 2,15%
Tryggingamiðstöðin -4,09%
HB Grandi -0,65%
Össur -0,60%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
nánar á visir.is
25FÖSTUDAGUR 25. febrúar 2005
Besta ár í sögu Flugleiða
GOTT VEGANESTI Nýir stjórnendur Flugleiða
fara með gott veganesti í rekstrinum fyrir árið í
ár. Flugleiðir hafa aldrei skilað betri afkomu en
í fyrra.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
SPÁR UM HAGNAÐ FLUGLEIÐA
FYRIR 2004:
Íslandsbanki 1.906
KB banki 3.417
Landsbankinn 2.025
Niðurstaða 3.419
tölur í milljónum króna
ÞIGGUR EKKI DANSINN Stjórn Somer-
field vill fá frekari fullvissu um hug Baugs
til fyrirtækisins og hefur hafnað tilboði
Baugs í bili að minnsta kosti.
Stjórn Som-
erfield hikar
Stjórn Somerfield ákvað á fundi að
hafna tilboði Baugs í fyrirtækið.
Stjórnin taldi ekki rétt að svo
komnu máli að hleypa Baugi að bók-
um fyrirtækisins án frekari vissu
um framhaldið.
Þetta mun ekki þýða að stjórnin
hafi hafnað verðtilboði Baugs, en
ótti virðist í stjórninni við að enda í
svipaðri stöðu og stjórn Big Food
Group gerði þegar áreiðanleika-
könnun lækkaði verðið á félaginu.
Stjórnin er því hikandi við að
hleypa samkeppnisaðila í bækur fé-
lagsins án frekari vissu um fram-
haldið.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins eru forsvarsmenn Baugs
hissa á tilkynningu stjórnarinnar og
munu kanna hvers konar frekari
vissu stjórnin sækist eftir ef fram-
hald á að verða á tilhugalífinu.
Erfitt sé að festa verðhugmyndir án
þess að kanna áreiðanleika bóka
Somerfield. - hh
Stenst ekki
væntingar
Tap Burðaráss á fjórða ársfjórðungi
síðasta árs var talsvert meira en
greiningardeildir bankanna bjugg-
ust við. Tap Burðaráss á ársfjórð-
ungnum nam 2,6 milljörðum króna,
en hagnaður fyrir árið í heild nam
9,3 milljörðum króna. Frávikið
skýrist af meira gengistapi af hluta-
bréfaeign en gert var ráð fyrir í
spám. Óinnleyst tap af fjárfesting-
um nam 3,8 milljörðum á fjórða árs-
fjórðungi.
Afkoma Eimskipafélagsins batn-
aði á árinu og nam hagnaður félags-
ins fyrir afskriftir og fjármagnsliði
2,6 milljörðum króna sem er 932
milljón krónum betri afkoma en í
fyrra. Afkoman er betri en áætlanir
gerðu ráð fyrir.
Heildareignir Burðaráss námu í
árslok ríflega 70 milljörðum og eig-
ið fé var 45,5 milljarðar króna. - hh
Hagnaður
minnkar
Hagnaður Íbúðalánasjóðs nam 1,1
milljarði króna í fyrra og dróst
saman um þriðjung. Útlán drógust
saman um 3,2 prósent en miklar
breytingar urðu á íbúðalánamark-
aði á liðnu ári. Útlán bankanna
jukust verulega á þeim markaði á
árinu og miðað við samdrátt íbúða-
lánasjóðs hafa bankalánin að stór-
um hluta komið fram sem aukning á
lánamarkaði.
Hreinar vaxtatekjur sjóðsins
drógust saman um 26 prósent. - hh