Fréttablaðið - 25.02.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 25.02.2005, Blaðsíða 54
30 25. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR NR. 8 - 2005 • Verð kr. 599 Deilt um eignirnar! Besta dagskráin! 24.feb.-2.mars Lilja Pálmadóttir fjárfestir: Jón og Helga í Skífunni í kröppum da nsi: EYÐIR MILLJÓNUM Í GÆÐINGA! Vilborg Arnardóttir talar um sorgina: MISSTI BÆÐI EIGINMANN OG SON í Kast- ljósinu: ERFIÐUR SKILNAÐUR! Sjáið myndirnar í GLAMÚR OG GLANS! Ráðherrar og ríkisbubbar flottir á því: Sigmar EINN Á NÝ! GERIR LÍFIÐ SKEMMTILEGRA ! ÍSLENSKI MARKAÐSDAGURINN: Lúðurinn veittur í dag Lúðurinn, íslensku aug- lýsingaverðlaunin, verður veittur í nítjánda sinn í dag. Það er ÍMARK, félag íslensks markaðsfólks, í samráði við Samband ísl- enskra auglýsingastofa (SÍA), sem stendur fyrir keppninni en markmiðið með henni er að verð- launa þær auglýsingar sem þykja skara fram úr á Íslandi. Yfir 400 auglýsingar bárust í keppnina í ár. Keppt er í tólf flokkum og dómnefnd er skipuð fimmtán aðilum; fimm frá ÍMARK, fimm frá SÍA, þremur frá Félagi ísl- enskra teiknara, einum frá Orðspori, félagi texta- gerðarmanna, og einum aðila frá Félagi kvik- myndagerðarmanna. At- kvæðagreiðsla dómnefnd- ar er leynileg, þannig að dómnefndin veit ekki fyrr en í dag hver úrslitin eru. Íslenski markaðsdag- urinn, sem haldin er af sama tilefni, verður einnig haldinn með pompi og prakt í dag. Ráðstefna hefst klukkan níu sem stendur langt fram eftir degi. Klukkan fimm hefst sjálfurinn Lúðurinn í Há- skólabíói, þar sem verð- launin verða afhent og um kvöldið verður boðið í sérstaka Lúðrahátíð í Listasafni Reykjavíkur þar sem verður boðið upp á mat og skemmtanir. Bestu auglýsingarnar að mati þjóðarinnar TITILL: Hægðu á þér AUGLÝSANDI: Umferðarstofa FRAMLEIÐANDI: Hvíta húsið og Spark ALMANNAHEILLAAUGLÝSINGAR - LJÓSVAKA Þjóðin kaus um bestu auglýsing- una í sex flokkum, Almannaheilla- auglýsingar – ljósvakamiðlar, Almannaheillaauglýsingar – prent-miðlar, Dagblaðaauglýsing- ar, Sjónvarpsauglýsingar, Tíma- ritaauglýsingar og Útvarpsauglýs- ingar, á visir.is. Um þúsund manns tóku þátt í valinu og varð niður- staðan sem hér segir. TITILL: Clinton á Bæjarins beztu AUGLÝSANDI: SS FRAMLEIÐANDI: Fíton DAGBLAÐAAUGLÝSINGAR TITILL: Gefðu gjöf sem vex AUGLÝSANDI: Íslandsbanki FRAMLEIÐANDI: Fíton TÍMARITAAUGLÝSINGAR TITILL: Kollekt *888* – lækur AUGLÝSANDI: Síminn FRAMLEIÐANDI: ENNEMM / Saga film – Samúel Bjarki og Gunnar Páll SJÓNVARPSAUGLÝSINGAR TITILL: Hlussan á Hlemmi AUGLÝSANDI: Síminn FRAMLEIÐANDI: Sveppi, Pétur og Auddi í 70 mínútum ÚTVARPSAUGLÝSINGAR TITILL: Hægðu á þér AUGLÝSANDI: Umferðarstofa FRAMLEIÐANDI: Hvíta húsið ALMANNAHEILLAAUGLÝSINGAR - PRENT HÆGÐU Á ÞÉR: VALIN BESTA AUGLÝSINGIN Á VISIR.IS Falleg en átakanleg Þ jóðin valdi auglýsingaher-ferðina Hægðu á þér, semHvíta húsið og Spark gerðu fyrir Umferðarstofu, sem bestu auglýsinguna en kosið var á vef- svæðinu visir.is. Hægðu á þér fékk yfirburðakosningu eða rúm 30 prósent, nánast tvöfalt fleiri atkvæði en næsta auglýsing sem kom á eftir. Hugmyndasmiður auglýsing- arinnar er Bjarney Hinriksdótt- ir sem starfar hjá Hvíta húsinu. „Þegar Umferðarstofa var að leita að hugmyndum fyrir næstu herferð komum við á fót aug- lýsingakeppni hér innanhúss. Bjarney átti þessa hugmynd en auglýsingin á að sýna á tákn- rænan hátt fórnarlömb umferð- arslysa,“ segir Gísli Brynjólfs- son sem kom einnig að gerð auglýsingarinnar ásamt Elínu Hilmarsdóttur textagerðarkonu. Hægðu á þér hefur hlotið verð- laun víða en hún hreppti meðal annars gullið á Eurobest Awards auglýsingahátíðinni. Þar er, að sögn Gísla, keppt um hálfgerðan Evrópumeistaratitill í auglýsing- um. „Hún vann í almannaheilla- flokknum þar og atti meðal ann- ars kappi við auglýsingu frá frönsku Umferðarstofunni. Sú auglýsing hefur verið gríðarlega vinsæl út um allan heim. Engin íslensk auglýsing eða auglýsinga- stofa hefur fengið verðlaun á þessari hátíð áður,“ segir Gísli. Aðspurður segir Gísli að verð- laun sem þessi skipti hiklaust miklu máli. „Þetta er ákveðin viðurkenning á því starfi sem við erum að vinna enda eru einkunnarorð Hvíta hússins: – allt starf er skapandi.“ Kosningin um bestu auglýsing- una fór fram á Vísi og þar var hægt að rökstyðja hvers vegna sú auglýsing varð fyrir valinu. Þeir sem kusu Hægðu á þér sem bestu auglýsinguna sögðu meðal ann- ars: „Þetta er besta auglýsingin vegna þess að hún er einföld en segir samt allt sem segja þarf. Hún er eftirminnileg, falleg en samt átakanleg. Tónlist og mynd fara vel saman og textinn er skýr“, „Rosalega áhrifamikil aug- lýsing!!! Fer alltaf að gráta þegar ég sé hana...svo sorgleg“ og „Það smellur allt saman, vísur Vatns- enda-Rósu passa vel við, hún er falleg en jafnframt sorgleg“. Hvíta húsið fær afhentan Lúður, verðlaunagrip Ímark-há- tíðarinnar, í kvöld en það eru Fréttablaðið og visir.is sem gefa verðlaunin. ■ SIGURVEGARARNIR Elín Hilmarsdóttir, Bjarney Hinriksdóttir og Gísli Brynjólfsson fá Lúður, sem Fréttablaðið og visir.is gefa, en þjóðin valdi auglýsingu þeirra, Hægðu á þér, sem bestu auglýsinguna. Guðjón Jónsson hjá Spark leikstýrði auglýsingunni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Heildarvelta íslenska auglýsinga- markaðarins var um 11,3 milljarð- ar á síðasta ári og jókst um 10 prósent frá árinu á undan. Þetta kemur fram í úttekt IMG-Gallup sem nær utan um alla auglýsinga- miðla nema útvarp. Tölurnar eru reiknaðar út frá listaverði fjöl- miðlanna og er án afslátta. Dagblöðin eru langstærstu aug- lýsingamiðlarnir með um 61 pró- sents hlut af veltunni en í öðru sæti er sjónvarp með 27 prósenta hlut. Auglýsingar í dagblöðum juk- ust verulega á síðasta ári í saman- burði við auglýsingar í öðrum fjöl- miðlum samkvæmt úttekt IMG- Gallup. Fréttablaðið leikur lykil- hlutverk í þeirri aukningu. Frá því að blaðið var sett á fót árið 2001 hafa auglýsingatekjur dagblaða aukist um 44 prósent í samanburði við 7 prósenta tekjuhækkun í sjón- varpi. Þennan árangur má þakka fádæma útbreiðslu blaðsins en fjölmiðlakannanir hafa ítrekað sýnt að um 70 prósent landsmanna lesa Fréttablaðið á hverjum degi og yfir 90 prósent lesa það eitthvað í hverri viku. Þessi mikli og stöðugi lestur gerir Fréttablaðið að mest notaða fjölmiðli landsins. Auglýsingamarkaðurinn hefur fylgt blaðinu vel eftir en velta þess rúmlega sexfaldaðist frá 2001 til 2004. Ef heldur fram sem horfir mun Fréttablaðið afla mestra aug- lýsingatekna allra fjölmiðla á þessu ári. ■ LESTUR DAGBLAÐA 1999-2004 Upp- safnaður lestur dagblaða á vikutímabili skv. fjölmiðlakönnunum IMG-Gallup. Yfir 90% landsmanna lesa Fréttablaðið í hverri viku. Íslenski auglýsingamarkaðurinn velti 11,3 milljörðum 2004: Fréttablaðið í lykilhlutverki 100% Fréttablaðið Morgunblaðið DV Okt. 2000 Okt. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.