Fréttablaðið - 25.02.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.02.2005, Blaðsíða 12
12 25. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR Guffi bílasali hefur selt 30.000 bíla um ævina Guðfinnur Halldórsson hefur selt bíla í 35 ár. Hann segir að bílasalar séu almennt heiðarleg stétt en vandar verðbréfamiðlurum og lögfræðingum ekki kveðjurnar. Guðfinnur rekur líka bílaþvottastöð og hefur lent í ýmsu. Dolli, hundurinn hans, nýtur trausts í bankanum. Sigrún Þorláksdóttir var kjörin formaður kvenfélagsins Baugs í Grímsey á aðalfundi félagsins sem haldinn var um síðustu helgi. Sigrún er jafnmikill Grímseying- ur og hægt er að vera, báðir for- eldrar hennar fæddust í eynni og ólust þar upp og sjálf hefur hún búið þar alla sína tíð, utan tveggja ára sem hún varði á Akureyri. „Þetta er öflugasta kvenfélag landsins, allar konurnar í eynni eru félagar, bæði ungar og gamlar og allt þar á milli,“ segir Sigrún. Þegar blaðamaður nær af henni tali situr hún í stól á hár- greiðslustofu í Kópavogi og er að láta setja í sig nýjar strípur. „Ég þurfti rétt að skreppa hingað suður,“ segir Sigrún sem líður þó hvergi betur en heima í Grímsey. Starfsemi Baugs í Grímsey er öflug og segir formaðurinn að helst þyrfti að fjölga helgum í árinu svo kvensurnar gætu gert allt sem þær langar til. Framundan eru ýmsar skemmtanir á vegum félagsins, til dæmis hátíðarkaffi um páskana og húllumhæ á sumardaginn fyrsta. „Það er brjálað stuð út allt sumarið og ekki minnkar það þegar vetur- inn gengur í garð,“ segir Sigrún og hlakkar til að komast heim á ný enda Hörður Torfa væntanlegur í næstu viku til tónleikahalds. Þess má geta að Kvenfélagið Baugur á ekkert skylt við sam- nefnt stórfyrirtæki, sem raunar hefur enga starfsemi í Grímsey. - bþs Guðfinnur Halldórsson er aldrei kallaður annað en Guffi, nema ef vera skyldi Guffi bílasali. Hann hefur selt bíla í 35 ár og marga fjöruna sopið. Hann segist hafa selt um 70 bíla á mánuði í öll þessi ár og samtals gerir það um 30 þús- und bíla. Fáir komast með tærnar þar sem hann hefur hælana í þeim efnum. Guffi gefur lítið fyrir þann lífseiga orðróm um að við- skiptasiðferði bílasala sé skorið við nögl. „Miðað við aðra erum við góðir. Það er miklu meira um glæpamenn í lögfræðingastétt,“ segir Guffi og hlær. Og gusar svo út úr sér glósu á bankamenn. „Hér spruttu upp svokallaðir verð- bréfamiðlarar sem seldu hluta- bréf hægri vinstri, til dæmis í Decode. Svo féll þetta í verði og fólk tapaði enda var það platað. Ef ég hefði gert það sem þessir menn gerðu hefði ég verið dæmdur á Alcatraz og lyklunum hent.“ Fréttir hafa borist af óvenju mikilli sölu nýrra bíla síðustu vik- ur og mánuði en Guffi segir hana ekki koma niður á sölu notaðra bíla. „Það er fínt að gera. Það er til fullt af fólki sem vill ekki skulda og staðgreiðir því sína bíla og lætur sér líða vel. Þetta er fólk sem veit að bílar eru verðmæti og ef gengið er um þá af virðingu og vinsemd þá duga þeir þótt þeir séu gamlir.“ Samhliða bílasölunni rekur Guffi bílaþvottastöð á Bíldshöfðan- um. Mikið er að gera enda vilja flestir hafa bílana sína hreina og fína. „Stundum fáum við þó bíla sem hafa ekki verið þvegnir árum saman og fólk heldur að það komi nýr bíll út úr þvottastöðinni. Það virkar bara ekki svoleiðis, því miður. Svo kemur fyrir að þurrkur brotna af afturrúðum en það gerist af því að aldrei hefur verið skipt um þurrku. Þær falla þá ekki að rúðunum og lenda í burstunum. Sama á við um hliðarspegla, þeir geta losnað af. Það er af því að þeir hafa ryðgað fastir og falla ekki að bílnum eins og þeir eiga að gera lögum samkvæmt.“ Guffi botnar hvorki upp né niður í fólki sem þannig fer með bílana sína en finnst þó loftnets- klaufarnir verstir. „Margir eru á fínum bílum bílum með raf- magnsloftneti sem fer sjálfkrafa niður þegar slökkt er á útvarpinu. Þeir slökkva samviskusamlega á tækinu þegar ekið er inn en leiðist svo þófið meðan á þvotti stendur og kveikja á útvarpinu. Þá fer loftnetið auðvitað upp og brotnar undan burstunum.“ Guffi segist reyna að benda fólki á þetta en þorir varla að aug- lýsa það sérstaklega. „Þetta er svo viðkvæmt því olíufélögin eiga flestar þvottastöðvarnar og aug- lýsa að þau bæti ekki svona tjón. Ég á hins vegar erfitt með það því ég vil ekki vera ásakaður um sam- ráð við olíufélögin,“ segir hann og hlær. Sjálfur passar Guffi loftnet, spegla og þurrkur þegar hann þvær eigin bíla sem eru af Mercedes Benz og Land Rover gerð. „Það eru bestu bílarnir,“ segir Guffi og klappar hundinum sínum Dolla sem er stjórnarfor- maður fyrirtækisins, „enda hefur bankinn trú á honum,“ segir hann og hlær sem aldrei fyrr. bjorn@frettabladid.is – hefur þú séð DV í dag? ELLEFU ÁRA DRENGUR ALBLÓÐUGUR EFTIR ÁRÁS Í SKÓLANUM Fjórtán ára nemandi gekk í skrokk á yngri dreng í Árbæjarskóla: Hafði kvartað undan stríðni árásarpiltsins LANDSMENN EIGA 8.439 TJALDVAGNA Miðað við árið 2003. HEIMILD: SAMTÖK FERÐAÞJÓNUSTUNNAR SVONA ERUM VIÐ Framleiðendur hafa merkt aukna sölu á íslenskum vörum í kjölfar átaksins Velj- um íslenskt – og allir vinna. Brynjar Ragnarsson, markaðsstjóri Samtaka iðnaðarins, segir átakið hafa verið upp- fært á áramótum. „Samtökin kalla átakið hér eftir: Þitt val skiptir máli. Framleiðendur nota hins vegar áfram: Veljum íslenskt – og allir vinna,“ segir Brynjar. Hann segir hug í mönnum. Neytendur verði varir við það á næstunni þegar íslenskir dagar verði í Nóatúnsverslunum. Átakið sé því langt í frá að lognast út af en Samtök iðnað- arins hafa þurft að laga sig að aðstæð- um þar sem hagsmunasamtök mega ekki hvetja til kaupa á íslenskri vöru á íslenskum markaði vegna reglna Evrópusambandsins. Átakið var kynnt með viðhöfn í húsi Mjólkursamsölunnar í lok ágúst. Bændasamtök Íslands, Alþýðusam- bandið og Samtök iðnaðarins standa að því. Þau vilja vekja forráðamenn fyrirtækja, stofnana og almenning til vitundar um mikilvægi þess að velja íslenskt fyrir atvinnu- og verðmæta- sköpun í landinu. Samtök iðnaðarins skoðuðu með að- stoð Gallup viðhorf neytenda til ísl- enskra iðnaðarvara frá október til des- ember. Ánægjuvog Gallup sýnir til dæmis að ríflega sextíu prósent neyt- enda eru mjög ánægð með íslenskar mat- og drykkjarvörur og gefa þeim fyrstu einkunn. Örfáir gefa íslenskum vörum falleinkunn eða á bilinu 0,8 til 3,3 prósent. Könnun Gallup náði til 950 einstaklinga á aldrinum 16 til 75 og var svarhlutfallið 63 prósent. - gag Einungis örfáir gefa íslenskum vörum falleinkunn EFTIRMÁL: ÁTAKIÐ SEM ÆTLAÐ ER AÐ HVETJA TIL KAUPA Á ÍSLENSKUM VÖRUM „Mér líst bara vel á þetta,“ segir Sigrún Ármanns Reynisdóttir, miðill og forsvarsmaður Samtaka gegn fátækt, um þá tilllögu sem liggur fyrir flokks- þingi Framsóknarflokksins að aðildar- viðræður við Evrópusambandið verði hafnar. „Það er gott að fólki komi saman og ræði hlutina,“ segir hún en þekkir þó ekki til dýpstu innviða Evrópusambandsins. Hún telur þó að hag almennings á Íslandi sé betur borgið innan sambands en utan, til dæmis gæti verð á mat lækkað. „Já, ég held að það kæmi fólki til góða að Ísland gengi í Evrópusambandið.“ SIGRÚN ÁRMANNS REYNISDÓTTIR Líst vel á FRAMSÓKN OG ESB SJÓNARHÓLL SIGRÚN ÞORLÁKSDÓTTIR STJÓRNARFORMAÐUR BAUGS Til vinstri við hana situr Bogga kvenfélagskona. M YN D /H U LD A SI G N Ý G YL FA D Ó TT IR Sigrún Þorláksdóttir kjörin formaður á aðalfundi: Nýr stjórnarformaður Baugs BRYNJAR RAGNARSSON Markaðsstjóri Samtaka iðnaðarins sækir hér nýtt plakat í prentun. Því er ætlað að hvetja landsmenn til að velja íslenskar vörur í stað erlendra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I GUFFI BÍLASALI Fáir komast með tærnar þar sem hann hefur hælana í sölu á bílum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.