Fréttablaðið - 25.02.2005, Blaðsíða 45
Laugavegurinn: Lífæð miðborgarinnar
Héldi ég því fram að Reykjavík-
urlistinn hefði staðið sig vel í
skipulagsmálum stæði sú fullyrð-
ing því miður ekki á traustum
rökum. Þvert á móti hefur R-
listinn staðið sig afar illa þegar
kemur að skipulagi höfuðborgar-
innar. Sem er miður því skipu-
lagið mótar jú mannlífið í borg-
inni. Þó verður að segjast að
R-listinn tók nú ekki við kræsi-
legu búi af sjálfstæðismönnum,
sem hlupu alltaf upp á næsta hól
til að reisa ný hverfi, en enginn
mátti eiga heima í gróðursælum
dölununum sem skilja hverfin að.
Síðan er lagt tröllvaxið vegakerfi
sem sker borgina í sundur svo nú
kemst enginn hverfa á milli nema
á kraftmikilli bensínbelju, sem á
Íslandi er orðin heilagari en
mjólkurbeljurnar á Indlandi.
En nú hefur borgin loksins
druslast til að deiliskipuleggja
Laugaveginn, eins og sagt er á
bjórókratísku, og eftir áralangt
stapp heimilað niðurrif örfárra
kofaræfla sem standa þar engum
til prýði, skilst að það sé innan
við tíundi hluti húsanna við göt-
una sem nú má skipta út. Lauga-
vegurinn er lífæð gamla miðbæj-
arins og því segir það nokkuð um
hug manna til borgarinnar hvort
þar verði byggt af stórhug og
virðingu eða hvort haldið verður
áfram að láta Laugaveginn
grotna niður af misskilinni
verndarstefnu. Og hrekja versl-
unina endanlega út í mollin sem
eru eins og virki vörðuð hrað-
brautum og ógurlegu bílastæða-
flæmi sem hinn gangandi maður
á ekki séns í að komast yfir.
Það er vonandi að borgaryfir-
völd heykist ekki á uppbyggingu
Laugavegar og raunar miðbæjar-
ins alls, sem er vinsælasta íbú-
hverfi landsins eins og fasteigna-
verð sannar, enda eini vísirinn að
raunverulegu borgarskipulagi.
En maður er ekki viss um að
ráðafólkið í Ráðhúsinu þori þegar
á hólminn er kominn, sporin
hræða. Til að mynda hrökkluðust
þau til baka með ágætar áætlanir
um uppbygginu á Snorrabraut
því ekki mátti eyðileggja minn-
ingar nokkurra manna af 68-kyn-
slóðinni sem höfðu séð kúreka-
mynd frá Ameríku í Austurbæj-
arbíói þegar þeir voru litlir. Sögð
vera svo mikil menningarverð-
mæti í húsinu þótt það standi
meira og minna autt og enginn
vilji reka það. Svo eru fram-
kvæmdirnar við nýju Hring-
brautina nú ekki beint hug-
hreystandi, hana átti auðvitað að
setja í stokk. Svo ekki sé talað um
flugvallarklúðrið allt saman. Sá
farsi er einhvern veginn svona:
Fyrst festa borgaryfirvöld flug-
völlinn í sessi fram yfir árið 2016
en sjá svo að sér og setja framtíð
svæðisins í dóm kjósenda sem
kjósa völlinn beinustu leið í
burtu. En völlurinn er þarna enn
nokkrum árum síðar sem fleinn í
síðu borgarinnar og jafnvel verið
að byggja við skúrana sem þar
standa. Og okkar ágæti borgar-
stjóri hefur meira að segja gefið í
skyn að flugvöllurinn fái að vera
áfram í Vatnsmýrinni í smækk-
aðri mynd, sem er þvert ofan í
dóm kjósenda hennar. Það er von-
andi að menn standi í lappirnar
að þessu sinni. Sjáum til.
21FÖSTUDAGUR 25. febrúar 2005
Flottir hestar
– feit börn!
Eitt hundrað milljónir í hestarækt.
Tólf milljónir í mannrækt! Fyrir
liðlega ári var fjallað um það í sjón-
varpsfréttum hversu miklum fjár-
munum hið opinbera eyddi í gælu-
verkefni tengd íslenska hestinum
hér á landi og útbreiðslu skepnunn-
ar á erlendum vettvangi. Niður-
staðan var sú
að á þriggja
ára ára tíma-
bili hafði rík-
isvaldið veitt
um 300 millj-
ónum króna í
íslenska hest-
inn með marg-
v í s l e g u m
hætti. Á sama
tíma og stór
hluti heims-
byggðarinnar horfir upp á börn
fitna, ekki síst hér á Íslandi, setur
ríkisvaldið 12 milljónir króna í
Manneldisráð á ári. Því ráði er
ætlað að halda uppi víðtækri starf-
semi og áróðri með það að mark-
miði að við borðum holla fæðu og
gætum þess að missa börnin okkar
ekki út í vitleysu í neyslunni. Vissu-
lega er óábyrgt að ætlast til þess að
ríkisvaldið beri ábyrgð á uppeldi
barna okkar en ef veita á fjármun-
um til þess að hafa áhrif á foreldra,
og þá sem láta sig holdafar barna
varða, er ansi naumt skammtað – í
samanburði við íslenska hestinn.
Með fullri virðingu fyrir honum.
Manneldisráð heyrir nú undir
Lýðheilsustöð, sem er ætlað að
sinna alhliða forvarnarstarfi. Frá
upphafi hefur sú stöð ekki haft fjár-
muni til að halda uppi því öfluga
starfi sem til er ætlast, jafnvel þótt
hún hafi til þess mannafla og þekk-
ingu. Ef ríkisvaldinu er alvara með
því að setja á stofn alhliða forvarn-
arstöð, sem á leynt og ljóst að
minna okkur á það með margvísleg-
um hætti að heilbrigðir lífs-hættir
séu undirstaða vellíðunar, árangurs
og framfara, þarf að skapa Lýð-
heilsustöð starfsgrundvöll. Hann er
tæplega til staðar í dag.
Þrjú hundruð milljónir í ísl-
enska hestinn á móti þrjátíu og sex
milljónum í Manneldisráð endur-
speglar því miður þá forgangsröð
sem er svo áberandi í okkar upp-
lýsta, siðmenntaða og vinavædda
þjóðfélagi. Svo hrista menn haus-
inn yfir því að allt fari úr böndun-
um en halda áfram að dæla fjár-
magni í hégóma og það sem skiptir
litlu máli. Á stundum virðist sem
þeir sem telja sig hafa mestu völd-
in beri ekki skynbragð á hjartslátt
þjóðarinnar. Það gæti verið heppi-
legt að stíga niður af kontórnum
annað slagið og setja sig inn í mik-
ilvæga málaflokka áður en menn
greiða atkvæði á alþingi, umhugs-
unarlaust að því er virðist.
SENDIÐ OKKUR LÍNU
Við hvetjum lesendur til að senda okk-
ur línu og leggja orð í belg um málefni
líðandi stundar. Greinar og bréf skulu
vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek-
ið á móti efni sem sent er frá Skoðana-
síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið-
beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni
birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í
báðum miðlunum að hluta eða í heild.
Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til
að stytta efni.
ÞORGRÍMUR
ÞRÁINSSON
EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON
STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR
UMRÆÐAN
LAUGAVEGURINN