Fréttablaðið - 25.02.2005, Blaðsíða 35
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Dugleg að fara í messu
Íris Dögg Haraldsdóttir ætlar að fermast á pálmasunnu-
dag í Seljakirkju í Breiðholti og hefur búið sig undir það í
allan vetur.
„Við höfum verið að fræðast um
Guð og Jesú, fletta upp í biblíunni,
læra trúarjátninguna, boðorðin og
fleira fallegt,“ segir Íris Dögg þegar
hún er innt eftir undirbúningnum
undir ferminguna. Hún segir prest-
ana Valgeir Ástráðsson og Bolla Pét-
ur Bollason hafa séð um fræðsluna,
sem byrjaði strax í ágúst síðastliðn-
um. Íris Dögg kveðst ekki hafa verið
kirkjurækin síðan hún var í sunnu-
dagaskóla þar til nú að hún er búin
að sækja margar messur. Hún býst
síður við að verða tíður gestur í
kirkjunni hér eftir, þrátt fyrir ferm-
inguna.
Íris Dögg er í Ölduselsskóla og
stundum er hún barnapía á kvöldin.
Nýlega var starfsdagur í skólanum,
en þá fóru fermingarbörnin í Vatna-
skóg og áttu þar skemmtilegan sól-
arhring við lestur og söng. Íris Dögg
kveðst ekki hafa lært neinn sálm
fyrir ferminguna en oft fylgst með á
sálmabókinni í sunnudagamessun-
um.
Fermingarveislan verður í hús-
næði fyrirtækisins Heitt og kalt, sem
sér um matinn og skreytingarnar, og
Íris Dögg kveðst farin að spá í boðs-
kortin sem hún ætlar að senda út til
vina og kunningja. Veit samt ekki
hversu margir mæta. „Það eru svo
margir sem fara til útlanda í páska-
fríinu,“ segir hún svolítið mædd. En
hvað um föt. Fær hún ekki nýjan
kjól? „Ég veit ekki hvort ég kaupi
kjól. Mig langar svolítið í pils, ann-
að hvort hvítt eða svart. Ég er aðeins
farin að horfa í kringum mig en ekki
búin að velja,“ segir hún og er ósköp
afslöppuð þó mikið standi til.
Íris Dögg hefur verið í vikulegri fræðslu hjá prestunum og auk þess stundað messurnar vel.
Ekki gleyma
gestabókinni!
Litlir hlutir geta stund-
um gleymst í fermingar-
undirbúningnum.
Það er ávallt nóg að gera í ferm-
ingarundirbúningnum fyrir
bæði fermingarbarnið og að-
standendur þess. Mikilvægt er
að gleyma alls ekki gömlu góðu
gestabókinni. Það er voðalega
gaman að eiga gestabókina
langt eftir fermingardaginn til
að sjá hverjir létu sjá sig í fagn-
aðarlátunum. Síðan er þetta góð
heimild um hve margir lögðu
leið sína í veisluna. Fermingar-
bækur eru líka fallegar og um að
gera að eyða smá auka og merk-
ja bókina fermingarbarninu og
fermingardeginum. Ekki klikka á
smáatriðunum!
Orðabækur eru algengar fermingar-
gjafir en hvernig skilgreinir orðabók-
in ferminguna?
1 fermingar -ar, ar KVK 1 trúarleg at-
höfn þar sem prestur fermir börn efitr
að þau hafa hlotið fræðslu um kristna
trú og siðfræði – eitt af sakramentum
kaþólskrar kirkju 2 borgaraleg ferming
hátíðleg athöfn sem ekki tengist
kirkju eða kristni en er haldin fyrir
börn á fermingaraldri í kjölfar fræðslu
um siðfræðileg og félagsleg efni.
2 ferming -ar, ar KVK það að koma fyr-
ir farmi í farartæki.
Ferming