Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.02.2005, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 25.02.2005, Qupperneq 35
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Dugleg að fara í messu Íris Dögg Haraldsdóttir ætlar að fermast á pálmasunnu- dag í Seljakirkju í Breiðholti og hefur búið sig undir það í allan vetur. „Við höfum verið að fræðast um Guð og Jesú, fletta upp í biblíunni, læra trúarjátninguna, boðorðin og fleira fallegt,“ segir Íris Dögg þegar hún er innt eftir undirbúningnum undir ferminguna. Hún segir prest- ana Valgeir Ástráðsson og Bolla Pét- ur Bollason hafa séð um fræðsluna, sem byrjaði strax í ágúst síðastliðn- um. Íris Dögg kveðst ekki hafa verið kirkjurækin síðan hún var í sunnu- dagaskóla þar til nú að hún er búin að sækja margar messur. Hún býst síður við að verða tíður gestur í kirkjunni hér eftir, þrátt fyrir ferm- inguna. Íris Dögg er í Ölduselsskóla og stundum er hún barnapía á kvöldin. Nýlega var starfsdagur í skólanum, en þá fóru fermingarbörnin í Vatna- skóg og áttu þar skemmtilegan sól- arhring við lestur og söng. Íris Dögg kveðst ekki hafa lært neinn sálm fyrir ferminguna en oft fylgst með á sálmabókinni í sunnudagamessun- um. Fermingarveislan verður í hús- næði fyrirtækisins Heitt og kalt, sem sér um matinn og skreytingarnar, og Íris Dögg kveðst farin að spá í boðs- kortin sem hún ætlar að senda út til vina og kunningja. Veit samt ekki hversu margir mæta. „Það eru svo margir sem fara til útlanda í páska- fríinu,“ segir hún svolítið mædd. En hvað um föt. Fær hún ekki nýjan kjól? „Ég veit ekki hvort ég kaupi kjól. Mig langar svolítið í pils, ann- að hvort hvítt eða svart. Ég er aðeins farin að horfa í kringum mig en ekki búin að velja,“ segir hún og er ósköp afslöppuð þó mikið standi til. Íris Dögg hefur verið í vikulegri fræðslu hjá prestunum og auk þess stundað messurnar vel. Ekki gleyma gestabókinni! Litlir hlutir geta stund- um gleymst í fermingar- undirbúningnum. Það er ávallt nóg að gera í ferm- ingarundirbúningnum fyrir bæði fermingarbarnið og að- standendur þess. Mikilvægt er að gleyma alls ekki gömlu góðu gestabókinni. Það er voðalega gaman að eiga gestabókina langt eftir fermingardaginn til að sjá hverjir létu sjá sig í fagn- aðarlátunum. Síðan er þetta góð heimild um hve margir lögðu leið sína í veisluna. Fermingar- bækur eru líka fallegar og um að gera að eyða smá auka og merk- ja bókina fermingarbarninu og fermingardeginum. Ekki klikka á smáatriðunum! Orðabækur eru algengar fermingar- gjafir en hvernig skilgreinir orðabók- in ferminguna? 1 fermingar -ar, ar KVK 1 trúarleg at- höfn þar sem prestur fermir börn efitr að þau hafa hlotið fræðslu um kristna trú og siðfræði – eitt af sakramentum kaþólskrar kirkju 2 borgaraleg ferming hátíðleg athöfn sem ekki tengist kirkju eða kristni en er haldin fyrir börn á fermingaraldri í kjölfar fræðslu um siðfræðileg og félagsleg efni. 2 ferming -ar, ar KVK það að koma fyr- ir farmi í farartæki. Ferming
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.