Fréttablaðið - 25.02.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 25.02.2005, Blaðsíða 56
Lafði Macbeth og Dorian Gray mætast á sviðinu í Klink og Bank í kvöld og annað kvöld þegar sænska leikkonan Annika B. Lew- is fer með hlutverk þeirra beggja í einleik sínum, Blændverk. Annika er bæði leikari, dansari og skemmtikraftur. Hún segist blanda saman þessum þremur þáttum sviðslistarinnar og geti í raun ekki gert upp á milli þeirra. Þar fyrir utan er hún bæði höf- undur og leikstjóri einleiksins, sem byggður er á textum eftir Shakespeare og Oscar Wilde, textabrotum úr dægurlögum og kvikmyndum, auk þess sem hún bætir við frumsömdum textum frá eigin brjósti. „Við erum líka með stjórt tjald og sjónvarpsskjá þar sem sýndar eru kvikmyndir. Svo er tónlistar- maður með mér á sviðinu sem notar nútímagræjur til að stjórna bæði sjónrænni hlið sýningarinn- ar og tónlistinni.“ Þessi tónlistarmaður er Jens Mønsted, sem jafnframt gegnir hlutverki „myndbandasnúðs“, ef nota má svo skelfilegt orð yfir „vid- eo jockey“ eins og hann nefnir sig. „Ég er líka að leika mér svo- lítið með orðið Blændverk,“ segir Annika, því Blændverk, sem er nafn sýningarinnar, þýðir blekk- ingarleikur eða sjónhverfingar, en um leið er hún að blanda sam- an ýmsum þáttum sviðslistanna, dansi, leiklist og skemmtiatriðum svo úr verður ein heild. „Og svo nota ég blandara á sviðinu, heimilistækið.“ Sýningin hverfist sem fyrr segir í kringum þau lafði Macbeth og Dorian Gray, sem við fyrstu sýn virðast ekki eiga margt sam- eiginlegt. „Mér finnst þau samt standa mjög nærri hvort öðru. Þau hafa bæði mikinn metnað, en munur- inn er þó sá að Lafði Macbeth átt- ar sig á endanum á því hvílíkt ill- virki hún hefur framið. Gray er hins vegar tælandi, eins og djöf- ullinn, hann reynir að sannfæra menn um að hugsa fyrst og fremst um sjálfa sig en vera ekki að brjóta heilann yfir stórum hug- myndum eða vera með tillitssemi við aðra.“ Sýningin Blændverk var frum- sýnd árið 2003 í Kaupmannahöfn, en Annika hefur ferðast með hana víða um Danmörku og Svíþjóð. Í júní ætlar hún með hana til Noregs og á næsta ári til Banda- ríkjanna. Sýning hennar í Klink og Bank hefst klukkan 21 bæði kvöldin. ■ 32 25. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR EKKI MISSA AF… Stuðboltarnir í frönsku hljómsveitinni NoJazz ætla að sjá til þess að allir bregði sér út á dansgólfið á Nasa við Austurvöll í kvöld. Þrátt fyrir nafnið eru þeir djassarar af lífi og sál, en hafa einsett sér að blása nýju stuði í djassinn, hefja hann til vegs á ný sem fjöruga danstónlist og skemmtitónlist eins og hann var í öndverðu. NoJazz verður með tónleika í Nasa bæði í kvöld og annað kvöld. Engin lognmolla ríkir á tónleikum þeirra enda eru þeir jafnvígir á djass, hiphop, fönk og jungle. Á báðum tónleikunum kemur hin einstæða fönkhljómsveit Jagúar fram með NoJazz, og aldrei er að vita nema tónlistarmennirnir úr þessum tveimur líflegu hljómsveitum djammi svolítið saman þegar líða tekur á kvöldið. NoJazz er skipuð þeim Philippe Sellam á saxófón, Guillaume Poncelet á trompet, Pascal Reva á slagverk og gítar, Philippa Balatier á hljómborð og Mickael Chekli sem sér um hljóðsmölun. Hljómsveitin gaf út sinn fyrsta disk árið 2002 eftir að hafa einbeitt sér lengi að tónleika- haldi. Árið 2004 kom svo plata númer tvö: Nolimits Mixes & Combinations. kl.17.00 Í dag stendur myndlistardeild Listaháskóla Íslands fyrir kynningu í sýningarrýminu Kubbnum á listamanninum Einari Þorláks- syni, sem á sínum tíma varð fyrir sterkum áhrifum af verkum Cobra-listamanna og hefur sótt innblástur til náttúrutengdra listamanna á súrrealíska kantinum. Kynningin hefst klukkan 17 í dag, en sýning á verkum hans verður opin virka daga næstu þrjár vikurnar. menning@frettabladid.is Blása nýju stuði í djassinn ! STÓRA SVIÐ HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar Í kvöld kl 20 - UPPSELT, Lau 26/2 kl 20 - UPPSELT Fö 4/3 kl 20 - UPPSELT, Lau 5/3 kl 20, Su 13/3 kl 20 Fi 17/3 kl 20, Fi 7/4 kl 20, Fö 8/4 kl 20 ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN SÝNIR: OPEN SOURCE eftir Helenu Jónsdóttur Frumsýnig Su 27/2 kl 20, Fi 3/3 kl 20, Su 6/3 kl 20 - Aðeins 3 sýningar HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Sýningar halda áfram eftir páska. LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 27/2 kl 14 , Su 6/3 kl 14 Síðustu sýningar HOUDINI SNÝR AFTUR Fjölskyldusýning um páskana. Forsala aðgöngumiða hafin. NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN SEGÐU MÉR ALLT e. Kristínu Ómarsdóttur Lau 26/2 kl 20, Su 27/2 kl 20 Su 6/3 kl 20, Su 13/3 kl 20 BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson, Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Í kvöld kl 20 - UPPSELT, Fi 3/3 kl 20, Fö 4/3 kl 20, Lau 5/3 kl 20, Fi 10/3 kl 20, Fö 11/3 kl 20, Lau 12/3 kl 20 Lokasýningar AUSA eftir Lee Hall Í samstarfi við LA. Lau 26/2 kl 20, Su 6/3 kl 20, Su 13/3 kl 20 Ath: Miðaverð kr. 1.500 AMERICAN DIPLOMACY eftir Þorleif Örn Arnarsson. Í samstarfi við Hið lifandi leikhús. Fö 11/3 kl 20, Lau 18/3 kl 20 SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson. Í samstarfi við TÓBÍAS. Í kvöld kl 20, Mi 2/3 kl 20, Fi 10/3 kl 20, Fi 17/3 kl 20 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. Frumsýning Fö 4/3 kl 20, Su 6/3 kl 20, Fö 11/3 kl 20, Su 12/3 kl 20, Fö 18/3 kl 20, Lau 19/3 kl 20 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA Su 27/2 kl 20, Lau 12/3 kl 20, Lau 19/3 kl 20 15:15 TÓNLEIKAR ÍSLENSKI FLAUTUKÓRINN Lau 26/2 kl. 15:15 Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Lafði Macbeth og Dorian Gray ... opnun á myndlistarsýningu Jóns Óskars í 101 gallery að Hverf- isgötu 18a, sem verður klukkan 17 í dag. Þar dregur Jón Óskar saman marga þætti úr rúmlega tveggja áratuga starfi sínu. ... tónleikum í Salnum á morgun þar sem söngvararnir Marta Guðr- ún Halldórsdóttir, Snorri Wium og Ólafur Kjartan Sigurðarson syngja lög eftir Tryggva M. Baldvinsson. Með þeim leikur Hrefna Eggerts- dóttir á píanó og einnig leikur Salon-hljómsveit Berjadaga með Örn Magnússon í broddi fylkingar. ... þremur einkasýningum í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, sem öllum lýkur nú um helgina. Þetta eru sýningar Bjargeyjar Ólafsdóttur, Brians Griffin og Þórðar Ben Sveinssonar. SJÓNHVERFINGAR Sænska leikkonan Annika B. Lewis sýnir einleik sinn, Blændverk, í Klink og Bank í kvöld og annað kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.