Fréttablaðið - 25.02.2005, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 25.02.2005, Blaðsíða 51
FÖSTUDAGUR 25. febrúar 2005 27 Argentínska knattspyrnugoðiðDiego Armando Maradona þarf að punga út 40 milljónum dollara í sekt til ítalskra skattayfirvalda vegna skattsvika. Maradona var fundinn sekur í nóvember árið 2001 en áfrýjaði dómnum. Áfrýjun- inni var synjað í hæstarétti í fyrradag. Verjendur Maradona greindu frá því að skjól- stæðingi þeirra hefði aldrei verið sagt frá málinu af ítölskum skatta- yfirvöldum. Það reyndist hins vegar ekki á rökum reist þar sem kom í ljós að Maradona fékk tvívegis gögn um málið, árið 1994 og 1998. Sir Alex Ferguson, knattspyrnu-stjóri Manchester United, var ekkert gramur yfir mistökum Roy Carroll, markvarðar United-liðsins, eftir tapið gegn AC Milan í Meistara- deild Evrópu í fyrrakvöld. Carroll missti boltann frá sér eftir langskot frá Clarence Seedorf og Hernan Crespo varð fyrri til knattarins og skoraði, 12 mínútum fyrir leikslok. „Við hefðum átt að stöðva þá fyrr í sókninni,“ sagði Ferguson, sem full- yrti að leikurinn hefði tapast á dauðafærum United-liðsins þar sem menn stigu feilspor í hvívetna. Seinni leikurinn verður á heimavelli Milan eftir tvær vikur. Jose Antonio Reyes var í gærdæmdur í þriggja leikja bann af enska knattspyrnusambandinu eftir að hafa tekið þátt í slagsmálum í leik gegn Sheffield United um síð- ustu helgi. Leiknum lauk með jafnt- efli, 1-1. Þá var áfrýjun Hollendings- ins Dennis Bergkamp hafnað. Shaquille O’Neal meiddist á hnéþegar Miami Heat beið lægri hlut fyrir Chicago Bulls í framlengingu í NBA-körfuboltanum á þriðjudags- kvöldið, 105-101. Orðrómur fór strax á kreik um að kappinn myndi ekki leika meira með á tímabilinu en forráðamenn Heat þvertóku fyrir að meiðslin væru alvarleg. „Hann fer í myndatöku í dag,“ sagði Stan Van Gundy, þjálfari Heat, og bætti við að liðið væri full- fært um að leika vel þó að Shaq væri fjarri góðu gamni. „Liðið er náttúrulega byggt í kringum hann en við getum alveg bitið frá okkur með því að breyta leikskipulaginu.“ Heat tapaði fyrir Indiana Pacers í fyrrinótt, 93-91. Það er auðveldara að leika í aug-lýsingu en að vinna spænsku deildina. Þetta lét David Beckham, leikmaður Real Madrid, hafa eftir sér á meðan á tökum stóð á nýrri Pepsi-auglýsingu. Þar má einnig sjá söngdívurnar Jennifer Lopez og Beyoncé. Beck- ham sagði að sönn ánægja hefði verið að vinna með söng- konunum tveim- ur. Slúðurblöðin máttu bíða eftir Beckham í vel á þriðju klukku- stund eftir að tökum lauk. Blaðasnáparnir vildu ólmir spyrja Becks út í nýfæddan son kappans en breska knattspyrnu- goðið vildi ekkert afhjúpa um drenginn. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Allt fyrir tónlistarmanninn! Hljóðfærahúsið Laugavegi 176 105 Reykjavík www.hljodfaerahusid.is info@hljodfaerahusid.is Sími 525 5060 Á mögnuðu verði! Verð áður 39.900,- nú 29.900,- Gítarmagnari 100W Verð áður 29.900,- nú 24.900,- Bassamagnari 60W Rumble-100 FM-212 Verð áður 27.900,- nú 22.900,- Gítarmagnari 65W FM-65 Verð áður 39.900,- nú 29.900,- Bassamagnari 100W Rumble-100 Fjölnismenn missa sinn besta mann í Intersportdeildinni í körfubolta: Skelfileg blóðtaka á þessum tíma KÖRFUBOLTI Darrel Flake hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Fjölni í Intersportdeildinni í körfubolta í vetur því hann þarf að fara í að- gerð á hné vegna þráðlátra hné- meiðsla sem hafa angrað hann seinni hluta vetrar. Í stað Flake hafa Fjölnismenn fengið til sín William Coley sem lék síðast í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra. Coley er 197 sm framherji sem skoraði 16 stig að meðaltali með Södertalje í Svíþjóð síðasta vetur. „Þetta er skelfileg blóðtaka á þessum tíma fyrir okkur og í raun algjört neyðarúrræði. Það er mjög slæmt að þurfa að stokka upp í liðsheildinni þegar svona lítið er eftir af mótinu. Nýi maður- inn er engin bomba en honum er ætlað það hlutverk að komast sem fyrst inn í leik liðsins og er von- andi traustur liðsspilari. Flake er mikið hörkutól og hefur verið að pína sig í síðustu leikjum en nú fékk hann þau skilaboð frá lækn- um að hann yrði að fara í aðgerð annars væri hann að skemma sig. Það er mjög leiðinlegt að hann geti ekki klárað þennan vetur með okkur því Flake er frábær leik- maður og hefur átt mikinn þátt í velgengni okkar og var algjör miðpunktur í sóknarleiknum,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Fjölnis, um missi nýlið- anna. Darrel Flake hefur glímt við meiðslin eftir áramót og hefur lítið sem ekkert getað æft vegna þeirra. „Flake átti mjög góðan leik gegn Njarðvík en eftir leikinn gat hann varla stigið í löppina og þá var ljóst að þetta væri vart á hann leggjandi lengur,“ sagði Benedikt enn fremur en Flake skoraði 22,9 stig og tók 13 fráköst að meðaltali. ooj@frettabladid.is HNÉMEIÐSLIN DÝRKEYPT Hnémeiðsli Darrels Flake þýða að hann spilar ekki meira með Fjölni í vetur og þarf að fara í aðgerð í Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.