Fréttablaðið - 25.02.2005, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 25.02.2005, Blaðsíða 21
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 6 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er föstudagur 25. febrúar, 56. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 8.49 13.41 18.34 AKUREYRI 8.38 13.25 18.14 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Mér finnst reyndar oft að ég eldi ágætan mat en ég myndi seint flokka mig sem lista- kokk,“ segir Bergþór, sem hefur eins og svo margir Íslendingar breytt um matarvenjur á undanförnum árum. „Ég forðast allt sem er hvítt eins og hvítan sykur og hveiti, en fylgi þó ekki of stífum reglum og svindla af og til. Ég er líka algjör nammifíkill þannig að ann- að hvort verð ég að sleppa namminu alveg eða ég ligg í því. Það leyfi ég mér að gera á stórhátíðum en læt það svo vera á milli.“ Þó að Bergþór sé ekki síeldandi hefur hann mikinn áhuga á veislum og borðsiðum og 4. mars næstkomandi ætlar hann að vera með námskeið í Námsflokkum Hafnar- fjarðar um borðsiði. „Það mun snúast um almenna borðsiði og svo verður heilmikill kafli um umræður við borðhaldið. Hvernig maður nálgast þá sem sitja næst manni og ekki síst hvernig maður fær þá óframfærnu til að taka þátt í samræðunum. Tilgangurinn er nefnilega ekki að maður sjálfur njóti sín sem best og sé fyndnastur og skemmmtilegastur heldur að láta hinum líða vel. Það er heldur ekki nauðsynlegt að kunna stífustu reglur um borðhald í kóngaveislum, en óneitanlega gaman að kunna þær.“ Bergþór segist alltaf hafa verið áhuga- maður um veislur enda sungið í þeim mörg- um. „Ég spyr þjónana út úr sem hafa þjón- að í fínustu veislunum og svo finnst mér forvitnilegt að njósna um hverjir af okkar fyrirmönnum kunna sig og hverjir ekki.“ Bergþór verður dularfullur í framan og vill ekki nefna nein nöfn. „Þeir eru til sem kunna sig afskaplega vel en hinir eru sann- arlega til líka,“ segir hann hlæjandi. Bergþór gefur lesendum uppskrift að hörpudiski sem hann segir einfaldan, en sérlega ljúffengan. Uppskriftin er á síðu 3. edda@frettabladid.is Láttu öðrum líða vel að hætti hefðarmanna Bergþór Pálsson óperusöngvari telur sig ekki afburðakokk, en segist hafa tilfinningu fyrir kryddum. Veislur og borðsiðir eru hins vegar áhugamál hjá Bergþóri og í mars verður hann með námskeið um efnið. tilbod@frettabladid.is Fermingarkjólar og annar kvenfatnaður af öllum stærð- um og gerðum eru á 20% af- slætti í tískuversluninni Zikzak. „Við ákváðum að gefa við- skiptavinunum afslátt af öllum nýju vörunum okkar í tilefni fjögurra ára af- mælis verslun- arinnar,“ segir Berglind versl- unarstjóri. Zikzak er í Hamraborg í Kópavogi, Firði í Hafnarfirði og Brekkuhúsum í Garðabæ. Þar er opið á laugardögum til 16. Fatnaður, snyrtivörur fyrir hár og húð og töskur eru meðal þess sem nú er á rýmingarsölu hjá B. Magnússon að Austur- hrauni 3 í Garðabæ. Af fatn- aði má nefna boli, nærfatn- að, íþróttagalla og úlpur og töskur fást á allt niður í 500 krónur stykkið. B. Magnús- son er opið virka daga frá 10 til 18 og á laugardögum frá 11 til 14. Brjálað bíótilboð er nú á veit- ingastöðum McDonald's. Það gildir frá klukkan 20 til 23 á kvöldin. Tilboðið hljóðar upp á einn McOstborgara og eina miðstærð af McSjeik á aðeins 399 krónur. Mið- ar þetta að því að fólk geti grip- ið með sér létt- an skyndi- bita áður en það fer í bíó á kvöldin eða eftir bíósýninguna svo garnirnar gauli ekki alla myndina og spilli ánægjunni fyrir öðrum bíógest- um. Allar gleraugnaumgjarðir eru seldar á hálfvirði í gleraugna- versluninni Sjón. Sjón er stað- sett á þremur stöðum á höfuð- borgarsvæðinu, Laugavegi 62, verslunarmiðstöðinni Glæsibæ og á Garða- torgi í Garðabæ. Nú er því upplagt fyrir gleraugna- notendur að fríska upp á útlitið og fá sér nýjar umgjarðir á kostakjörum. Útsalan stendur út febrúar. Bergþór Pálsson er góður með kryddstaukana og telur sig þokkalegasta kokk. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU í tilboðum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Einmitt, afi. En hvað gerðu allir hinir hermennirnir? Hægindi af ýmsu tagi á útsölu BLS. 5 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.