Fréttablaðið - 25.02.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.02.2005, Blaðsíða 10
Lotus Professional Hagkvæm heildarlausn fyrir snyrtinguna Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:00 Laug arda ga fr á kl. 10 :00 t il 14: 00 Nýr o pnun artím i í ver slun RV: R V 20 28 Lotus WC Compact statíf Lotus sápuskammtari Tilbo ð febrú ar 20 05 20% afslát tur af öllum Lotus Profe ssiona l papp írs- og sá puskö mmtu rum f yrir snyrti ngun a. Lotus miðaþurrkuskápur Marathon 1.591.- 1.591.- 1.591.- Aukið hreinlæti – minni kostnaður 25. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR Félag grunnskólakennara: Vilja sérsamning Ísaksskóla burt KJARAMÁL Grunnskólakennarar vilja að samninganefnd þeirra staðfesti ekki sérsamning Ísaks- skóla. Þeir vilja að látið verði reyna á réttmæti hans fyrir dóm- stólum, reynist þess þörf. Ályktun þess efnis var samþykkt á aðal- fundi Félags grunnskólakennara á Selfossi um síðustu helgi. Jenný Guðrún Jónsdóttir, trún- aðarmaður kennara í Ísaksskóla, segir sorglegt ef hagsmunafélag þeirra vilji standa í vegi fyrir því að laun í Ísaksskóla hækki. „Ályktunin breytir ekki ánægju okkar kennara með samn- inginn og þeim vonum sem við bindum við hann,“ segir Jenný. Grunnskólakennarar gagnrýna í ályktuninni að aldursafsláttur, lækkun kennsluskyldu og hækkuð grunnlaun sem þeir hafi barist hart fyrir í verkfallinu séu afnum- in í sérsamningnum. Jenný segir aðstæðurnar í Ísaksskóla aðrar en í almennum grunnskólum þar sem samningur- inn nái einungis til tíu starfs- manna: „Við erum að semja á grundvelli trausts og virðingar og hæpið að ætla að semja á sama hátt fyrir 4.500 manns.“ - gag JENNÝ GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR Trúnaðarmaður kennara Ísaksskóla spyr hvort tilgangur hagsmunafélags sé að taka fram fyrir hendurnar á félagsmönnum sínum og koma í veg fyrir að félagsmenn fái hærri laun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI EFNAHAGSMÁL Verðbólgumælingin í landinu gefur falska mynd af hinni raunverulegu stöðu. Verðbólgan er í dag 4,5 prósent og þar með yfir vik- mörkum Seðlabankans en í raun og veru er hún innan við 2,5 prósent. Þetta er skoðun Guðmundar Ólafs- sonar hagfræðings. Innan neysluverðsvísitölu er reiknaður liður sem heitir reiknuð leiga á eigin húsnæði. Starfsmenn Hagstofunnar reikna út leigu í eigin húsnæði og tilfæra sem kostnað. Guðmundur segist telja óeðlilegt að gera þetta nema reikna tekjurnar á móti. „Ef maður borgar leigu í eig- in húsnæði hlýtur maður að þurfa að reikna hana sem tekjur líka, ekki bara gjöld, þannig að þetta ætti að jafnast út. Þessi liður vegur upp undir tíu prósent í vísi- tölunni, að mig minnir, og gerir það að verkum að verðbólgan er yfir fjórum prósentum. Ef hann væri það ekki þá væri verðbólgan innan við 2,5 prósent, að mér sýnist. Þessi eini reikningsliður keyrir reiknaða verðbólgu upp og hún verður mun hærri en ella,“ segir hann. Guðmundur segir að með þessum útreikningi starfsmanna Hagstofunnar sé verðbólgan keyrð upp og þar af leiðandi hækki lán, en bankarnir taki til sín gengishagnað- inn. „Skuldirnar hækka en innlán bankanna eru í fæstum tilvikum vísitölutryggð.“ Neysluverðsvísitalan mælir meðaltal fjárhagslegra skuldbind- inga einstaklinga. Fasteignaverð hefur snarhækkað upp á síðkastið og fjölskyldurnar í landinu hafa skuldsett sig meira en nokkru sinni áður. Um leið hefur hættan á fjárhagslegum erfiðleikum ein- staklinganna aukist verulega. Guðmundur telur hættuna meiri og sterkari en áður og telur framhaldið ráðast af því hvort gengi krónunnar lækki og hvort húsnæðisverð lækki á næstunni eða stöðugleiki ríki í þessum efnahagsmálum. ghs@frettabladid.is Hagstofan keyrir upp verðbólguna Í vísitölu neysluverðs er húsaleiga vegna eigin húsnæðis reiknuð til gjalda en ekki tekna. Guðmundur Ólafsson segir þetta valda því að vísitalan sýni verð- bólgu upp á rúm fjögur prósent þegar hún sé í raun aðeins um 2,5 prósent. VÍSITALA NEYSLUVERÐS Sýnir ekki bara þróun matarverðs heldur hefur húsnæðisverð þar líka áhrif.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.