Fréttablaðið - 25.02.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.02.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 60,7 60,98 115,72 116,28 80,39 80,83 10,80 10,86 9,75 9,81 8,86 8,91 0,58 0,58 92,75 93,31 GENGI GJALDMIÐLA 24.02.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 109,8 -0,29% 4 25. febrúar 2005 FÖSTUDAGURß Dómur hæstaréttar í máli Blaðamannafélagsins gegn Frétt ehf: Ber að virða ráðningarsamning en ekki að greiða vangoldin laun DÓMSMÁL Frétt ehf ber ekki að greiða laun sem Fréttablaðið ehf skuldaði blaðamanni þegar félagið keypti rekstur Fréttablaðsins af Fréttablaðinu ehf sem komið var í þrot. Hins vegar ber Frétt ehf að virða ráðningarsamning blaða- mannsins við fyrri útgefanda og greiða blaðamanninum laun frá þeim tíma sem Fréttablaðið var keypt þar til nýr samningur var gerður. Einnig ber Frétt ehf að greiða júlí- og desemberuppbót. Með dómnum er viðurkennt að aðilaskipti urðu þegar Frétt ehf yfirtók rekstur Fréttablaðsins ehf. Frétt ehf var því bundið af ráðning- arsamningum en ekki af launa- skuldum samkvæmt dómi hæsta- réttar. Kröfum um vangoldin laun á að beina að Ábyrgðarsjóði launa sem hafnaði greiðslu þeirra sumarið 2003. Atli Gíslason, lögmaður Blaða- mannafélagsins sem sótti málið, er mjög ósáttur við niðurstöðuna sem hann segir þrengja mjög gildissvið laga um starfskjör við aðilaskipti á fyrirtækjum. „Ég tel að þessi dómur sé ekki í samræmi við tilskipanir ESB, sem dómurinn byggir á. Það var okkar skoðun að launaskuldirnar falli á Frétt ehf en ekki Ábyrgðar- sjóð launa. Við erum að íhuga að fá því svarað hjá EFTA-dómstólnum, hvort þessi niðurstaða standist.“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Fréttar ehf, segist mjög sáttur við þessa niðurstöðu hæstaréttar að yfirtöku á rekstri fyrirtækis fylgi ekki krafa um að greiða launaskuld- ir gamla fyrirtækisins. - ss Þjóðir bregðist við hættunni Þróun fuglaflensunnar, sem herjað hefur á Asíulönd, er óbreytt, að sögn for- manns framkvæmdastjórnar WHO. Hann segir að þjóðir heims þurfi að gera þær ráðstafanir sem hægt sé. Mesta hætta á heimsfaraldri frá árinu 1968. HEILBRIGÐISMÁL Alþjóðaheilbrigð- isstofnunin telur ekki hafa verið meiri hættu á heimsfaraldri síðan á árinu 1968 vegna fuglaflens- unnar. Þetta staðfestir Davíð Á. Gunnarsson formaður fram- kvæmdastjórnar Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar, WHO. Davíð var síðast í sambandi við stofnunina í Genf í gær. Hann sagði að samkvæmt upplýsingum þaðan væri ástandið óbreytt frá síðasta fundi stjórnarinnar 20. janúar 2005. Davíð kvaðst telja að nýleg orð dr. Shigeru Omi, fulltrúa stofnun- arinnar, um vaxandi hættu væru einungis sögð í framhaldi af því sem rætt hefði verið á fundi fram- kvæmdastjórnarinnar í janúar. Þar væru ekki á ferðinni ný tíð- indi. Hitt beri að hafa í huga að þörf er á að vera á varðbergi vegna yfirvofandi faraldurs. „Nauðsynlegt er að þjóðir heims- ins fari yfir viðbúnaðaráætlanir og geri þær ráðstafanir sem hægt er,“ sagði Davíð. Hann sagði enn fremur að á fundinum hefðu orðið umræður um hvernig ætti að fjármagna lyf og bóluefni ef fuglaflensa smitað- ist milli manna. Rauði þráðurinn í þeim umræðum hefði verið sá að þjóðir heims ættu að eiga aðgang að ódýrum lyfjum og bóluefni, jafnt fátækari löndin sem hin efnaðri. Á fundinum var lögð fram skýrsla um stöðu mála, að sögn Davíðs. Hann sagði að niðurstaða umræðna um hana hefði leitt til samþykktar tillögu þess efnis að öll aðildarríkin væru hvött til að koma á viðbúnaði vegna heims- faraldurs á inflúensu. Hann skyldi miða að því að draga úr heilsutjóni, svo og efnahagslegum og félagslegum afleiðingum slíks faraldurs. Stjórnin hefði lýst á þessum fundi áhyggjum af al- mennum ónógum viðbúnaði vegna inflúensufaraldurs. Herða þyrfti alþjóðlegt eftirlit í því tilliti. „Þetta samþykkti stjórnin sem tillögu til 58. þings Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar sem haldið verður í maí næstkomandi,“ sagði Davíð. „Tillagan verður áreiðan- lega samþykkt á því þingi.“ jss@frettabladid.is FAGNA NÝJU NAFNI Jón B. Stefánsson skólameistari og Þorgerður Katrín fengu sér kaffi og köku ásamt nemendum Fjöltækniskólans. Nýtt skólanafn: Fjöltækni- skóli Íslands MENNTAMÁL Fjöltækniskóli Íslands er nýtt nafn sameinaðs Stýrimanna- skóla og Vélskóla Íslands. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðhera svipti hulunni af nýja nafn- inu í gærmorgun. Skólarnir hafa verið reknir sem ein heild síðan 2003 en haldið nöfn- um sínum þar til nú. Nýja nafnið er liður í því að skapa skólanum nýja ímynd. Auk þess hefur tveimur námsbrautum verið bætt við, sjávar- útvegssvið og tæknisvið. Fyrir voru skipstjórnarsvið, tæknisvið og end- urmenntunarsvið. - bs Félagsmálaráðherra: Íhugar lög um lóðaverð LÓÐAVERÐ Árni Magnússon félags- málaráðherra telur koma til greina að setja lög um grunnlóða- verð til að gera verðmyndun lóða gagnsæja. „Ég vil skoða það með sveitar- félögunum hvort ástæða sé til að setja í lög hvaða grunngildi það eru sem eiga að mynda verðlagn- ingu lóða. Ég er ekki að tala um ríkisverðmiða,“ segir hann. „Þetta grunn- gildi liggur þá lóðaverðinu til grundvallar. Verðmyndun lóða er þá gagnsæ. Þetta er þjónusta sem sveitarfélagið á að veita en á ekki að vera því til tekjuöflunar.“ - ghs ÓGNVALDURINN MIKLI Fuglaflensan hefur dregið tugi manna til dauða í Víetnam og Taílandi, þar sem myndin er tekin. DAVÍÐ Á. GUNNARSSON „Nauðsynlegt er að þjóðir heimsins fari yfir viðbúnaðar- áætlanir og geri þær ráðstafanir sem hægt er.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Friðarverðlaun Nóbels: Aldrei fleiri tilnefningar NOREGUR, AP 199 einstaklingar og félagasamtök voru tilnefnd til frið- arverðlauna Nóbels þetta árið og hefur fjöldi tilnefninga aldrei verið meiri. Tilnefningarnar skiptust milli 163 einstaklinga og 36 sam- taka. „Fjölgunin sýnir að það er enn mikill áhugi fyrir verðlaununum,“ sagði Geir Lundestad, ritari nefnd- arinnar sem velur verðlaunahafann. Tilkynnt verður um hann í október. Ekki er gefið upp hverjir eru til- nefndir en vitað er til þess að Colin Powell, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og írski söngvarinn Bono voru tilnefndir. ■ Brotthvarf frá Gaza: Ekki rífa fyrirtækin ÍSRAEL, AP Shimon Peres, varafor- sætisráðherra Ísraels, hvatti til þess á fundi með fjármálanefnd ísraelska þingsins að eignir ísra- elskra landnema yrðu ekki eyði- lagðar eftir brotthvarfið frá Gaza heldur seldar Palestínumönnum. Ekki hefur verið tekin ákvörð- un um hvað verði um heimili og fyrirtæki á landnemabyggðum en sumir hafa sagt að réttast sé að eyðileggja byggingarnar. Þessu andmælti Peres og sagði eyðilegg- ingu án þess að nokkuð gott hefð- ist af henni. „Ef hungur og fátækt aukast daginn eftir brotthvarfið frá Gaza eykst óánægjan og gref- ur undan líkunum á friði.“ ■ ÁRNI MAGNÚSSON Félagsmálaráðherra vill setja lög um grunngildi sem eiga að mynda verðlagningu lóða. Sýning í kvöld! FYRSTA HÚSNÆÐI FRÉTTABLAÐSINS Frétt ehf ber ekki að greiða vangoldin laun Fréttablaðsins ehf við blaðamenn. Hins vegar ber nýju félagi að virða ráðningar- samning við fyrri útgefanda og greiða júlí- og desemberuppbót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.